Morgunblaðið - 16.08.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.08.2014, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ef þú ætlar að koma einhverju í verk í dag þarftu að forðast alla truflun. Láttu það eftir þér því að vilji er það eina sem þarf til þess að stefna í rétta átt. 20. apríl - 20. maí  Naut Hlustaðu á þær raddir sem vilja leið- beina þér og gefa góð ráð, því þær tala af reynslu. Komdu þér inn í samninga sem virðast lofa góðu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ljótur ávani að eyða um efni fram og reyndar stórhættulegt. Frest- aðu nú ekki lengur því sem þú hefur lofað að framkvæma. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert fólki sannur innblástur en hverfur svo á braut á réttri stundu. Skoðaðu vináttu þína og annarra að þessu sinni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það eina sem stendur í vegi fyrir þér og manneskjunni sem þú vilt verða er einn ávani eða tveir. Ekki óttast; þetta munu ef- laust vera ánægjulegar upplýsingar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þig langi að hafa hönd í bagga með öðrum eru þeirra mál stundum utan og ofan við þitt færi. Mundu að maki þinn á ekki síður kröfur á þig en þú á hann. 23. sept. - 22. okt.  Vog Með Júpíter þér við hlið ertu einfald- lega heppinn. Ef einhver biður þig um álit veit hann líklega að hann fær það óþvegið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það liggur vel á þér og því muntu njóta þess að leika þér við börn þín, maka þinn og vini í dag. Njóttu þess með þeim sem hafa stutt þig og lagt hönd á plóg. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt auðvelt með að sjá í gegnum aðra en vertu sanngjarn því aðrir geta líka séð í gegnum þig. Tillaga að gervi fyrir hrekkjavöku: klassísk ofurhetja, ekki síst ofurmaðurinn eða ofurkonan. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dagurinn hentar vel til að gera ferðaáætlanir með einhverjum nánum þér. Láttu ekkert koma þér á óvart þegar leitað verður eftir stuðningi þínum við ákveðið mál. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það hjálpar þér ekki að taka skyndiákvarðanir. Gefðu þér nægan tíma, því enginn árangur næst með því að beita aðra þvingunum. Hikaðu ekki við að kanna möguleikana sem þér bjóðast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Búðu þig undir tafir, ruglingsleg tjá- skipti og að ávísanir týnist í pósti á næst- unni. Gættu þess að misnota það ekki. Síðasta vísnagáta var eftir Guð-mund Arnfinnsson: Þessi er um borð í bát, býsna langur tími, fólk ef sér hann fer með gát fljót á miklu stími. Og svarar sér sjálfur Höfð um borð í bát er ár, býsna langur tími er ár, vissast er að varast ár, vaða garpar jökulsár. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Ár í bát er gjarna kennd við glamur getur sumum fundist árin löng. Árinn getur verið varasamur. Víða árnar kyrja þungan söng. Þá er kominn tími til að rifja upp gátu eftir séra Svein Víking: Sú er löngum þrælsins þrá. Þreyttir starfsmenn hana fá. Gjöldin synda greidd með fé. Á gátu hverri hygg ég sé. Rétt er að minna á, að svar þarf að berast fyrir miðvikudags- kvöld. Davíð Hjálmar Haraldsson skrifar í Leirinn aukna og end- urbætta frásögn af viðureign for- manns fjárlaganefndar við for- stöðumenn ríkisstofnana o.fl.: Kvað Vigdís: „Þótt hér sé fólk heppið þá haldið samt ekki að þér sleppið, nú athuga þarf hvert einasta starf“ – og Drottin vorn tók hún á teppið. „Og eyðslu með röngu þið reynið að réttlæta – það er nú meinið – um eldhús og hol sem olíu og kol“ – og andskotann tók hún á beinið. Fía á Sandi er áhyggjufull: Hvað fólkinu fækkar er vandi í fámennri sveit útá landi. En í Helvíti og Himni á að spara hvert eiga bændur að fara? . Hallmundur Kristinsson lætur þess getið á Leirnum, að einn fé- lagi sinn á fésbók yrki á Boðn- armiði: Eta mun ég á mig gat. Ei skal svangur þrauka. Ég vil borða mikinn mat mér til hægðarauka. „Sá gamli“ er höfundurinn og segist Hallmundur vona að hann reiðist sér ekki þótt hann biðji hann ekki leyfis birta vísuna. Halldór Böndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vigdís tekur á teppið efra og neðra Í klípu „OG HVAÐ? ÞÚ VISSIR ALVEG AÐ ÞÚ MYNDIR DEYJA INNRA MEÐ ÞÉR ÞEGAR ÞÚ TÓKST VIÐ ÞESSU STARFI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ÆTLA AÐ VEÐJA Á ÞENNAN GAUR HÉR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ískalt öl. ENDALOKIN ERU YFIRVOFANDI GÖNGUTÚRAR Í RIGNINGU ERU RÓMANTÍSKIR. ÞAÐ ER LÍKA GAMAN AÐ HLAUPA FRAMHJÁ GARÐÚÐARA! ÞAÐ ER EKKI RÓMANTÍSKT! NEI, EN ÞAÐ ERU MINNI LÍKUR Á AÐ VERÐA FYRIR ELDINGU. EITT STIG FYRIR VÆNISJÚKA. HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM! HÆ. ÉG HEF VERIÐ Í RÁNSFERÐ Í SEX MÁNUÐI, FJARRI ÞÉR OG BÖRNUNUM ... OG ÞÚ SEGIR BARA „HÆ“?! ÉG VAR AÐ FARA AÐ BÆTA VIÐ: „HVAÐ KOMSTU MEÐ HANDA OKKUR?“ Matreiðsluþættir í sjónvarpinuhafa löngum heillað Víkverja. Það er þessi mikla natni sem mat- reiðslumenn búa yfir og sýna í verki. Þeir ná að miðla því með einstaklega vönduðum vinnubrögðum. Þátturinn sem Víkverji er með í huga er danski þátturinn sem útleggst á hinu ylhýra: Hið ljúfa líf. Sætindin eru búin til af svo mikilli ást að Víkverji fær vatn í munninn í hvert skipti sem hann gón- ir á þáttinn. x x x Afkvæmi Víkverja, sem er fjögurraára gamalt, þykir þættirnir ekki síður áhugaverðir. Það spyr sam- viskusamlega um hvert orð sem hin sykursæta skvísa lætur falla af vörum sínum. Móðirin situr því sveitt við að stauta sig fram úr dönskunni og þýða á milli þess sem hún les upp textann samviskusamlega. Sú athöfn er í sjálfu sér ekki ýkja erfið. x x x Málið fer að vandast þegar bláeygtbarnið spyr Víkverja hvers vegna í ósköpunum þær tvær (móðir og stúlkubarn) geti ekki reitt fram álíka kræsingar og hin danska gerir á einni svipstundu. Víkverji kaldsvitnar og efri vörin byrjar að kiprast. Í gegnum huga hans fer ófögur mynd af síðasta jólahaldi. x x x Þá ákvað Víkverji að „skella“ í ísfyrir jólin. Ekki venjulegan ís heldur rjómaís með vanillubragði. Þar sem Víkverji er ekki mikið fyrir dúll og jú, á það til að vera með sletti- rekuhátt í eldhúsinu. Þá brytjaði hann alla vanillustöngina niður í ísinn og skellti í frysti. x x x Svipurinn á fjölskyldu Víkverja varekki frýnilegur þegar hún þurfti að bryðja niðursaxaða vanillustöng í ísnum. Hún gat þó ekki haldið það út heldur tíndi eitursvarta stöngina úr ísnum og brosti annkannalega. x x x Ætli Víkverji reyni ekki við heldureinfaldari uppskriftir en það sem hin danska reiðir fram eins og hendi sé veifað á skjánum. Kannski búðing. víkverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálmarnir 106:1)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.