Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 ✝ Guðbjörg RósaJónsdóttir fæddist á Ísafirði 27. maí 1921. Hún lést 11. ágúst 2014 á Ísafirði. For- eldrar hennar voru Jón Pálsson Andr- ésson, f. 18.5. 1889, d. 3.2. 1970 og Þor- gerður Kristjáns- dóttir, f. 17.8. 1888, d. 5.4. 1935. Systkini Guðbjargar eru Björg Aðalheiður Jónsdóttir, f. 1915, d. 1998, Kristján Jón Markús Jónsson, f. 1916, d. 1918, Kristján Jón Magnús Jónsson, f. 1918, d. 2002, Tryggvi Andrés Jónsson, f. son, Þorgeir Jón, f. 29.12. 1949, búsettur í Reykjavík, hann á þrjú börn og sex barnabörn, Gunnar Pétur, f. 13.6. 1955, bú- settur í Keflavík, hann á þrjú börn, Dagný Rósa, f. 2.11. 1963, búsett í Kópavogi, gift Guð- mundi Fr. Jóhannssyni, þau eiga tvo syni. Guðbjörg var fædd og uppal- in á Ísafirði og bjó þar alla tíð, lengst af á Austurvegi 12. Hún starfaði á saumastofunni Hek- tor á sínum yngri árum. Þegar börnin voru komin á legg fór hún aftur að vinna úti og vann lengi í fiskvinnslu í Norðurtang- anum og í rækjuvinnslu, lengst af hjá Böðvari, þar til hún hætti störfum fyrir aldurs sakir. Árið 2000 flutti hún af Austurveg- inum á Hlíf 1, í íbúðir aldraðra og undi hag sínum vel þar. Útför Guðbjargar Rósu fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 16. ágúst 2014, og hefst athöfn- in kl. 14. 1920, d. 2002, Þor- gerður Sigríður Jónsdóttir, f. 1922, d. 2003, Lovísa Guðrún Jónsdóttir, f. 1924, d. 2003, Margrét Anna Jónsdóttir, f. 1925, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, f. 1926, Valdimar Sig- urbjörn Jónsson, f. 1928, d. 2001. Hinn 27. maí 1944 giftist Guð- björg Rósa Óskari Pétri Ein- arssyni skipasmið, f. 20.3. 1920, d. 14.4. 1996. Börn þeirra eru Reynir, f. 12.3.1947 búsettur á Ísafirði, Margrét Jónína, f. 11.3. 1948, d. 6.1. 1998, hún á einn Tengdamóðir mín, Guðbjörg Rósa Jónsdóttir frá Hlíðarenda á Ísafirði, var glæsileg kona. Hvítt hárið sérlega fallegt, beint bakið, ákveðið göngulagið og falleg fötin undirstrikuðu virðu- leika hennar. Hún var ung þeg- ar móðir hennar dó og hefur það sjálfsagt mótað hana að stórum hluta. Guðbjörg var ábyrgðarmikil og umhyggjusöm og stóð eins og klettur á bak við sitt fólk. Hún var alin upp við vinnusemi og aga, féll sjaldan verk úr hendi, var af þeirri kyn- slóð sem segir ekki mikið, vinn- ur verkin, lætur verkin tala og hefur þannig áhrif. Þó var hún ákveðin kona og lá ekkert á skoðunum sínum, ef henni mis- líkaði eitthvað talaði hún tæpi- tungulaust þannig að það fór ekkert á milli mála hver hugur hennar var. Guggu Jóns tókst vel til með börnin sín og reyndist Reynir móður sinni einstaklega vel, var sérlega natinn og umhyggju- samur við hana. Sjálfur varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að gift- ast dóttur Guggu, Dagnýju Rósu, sem er einstaklega góð og falleg manneskja, góður vinur og móðir tveggja sona okkar. Vinnusemi og dugnað og sam- viskusemi hefur Dagný fengið frá móður sinni og stendur hún ávallt vaktina líkt og móðir hennar gerði. Það gerðist svo sem ekki einn, tveir og þrír að ég næði að hjarta tilvonandi tengdamóður minnar en þegar þangað var komið var ég kominn í liðið, um- hyggjan og væntumþykjan létu ekki á sér standa. Það var svo sem ekki heldur í eðli tengda- móður minnar að láta tilfinn- ingar sínar í ljós, lífið gekk sinn gang. Tengdamóðir mín dvaldist töluvert á heimili okkar hjóna um jól og annan tíma og var það mjög ánægjuleg og gefandi samvera. Það gekk stundum meira að segja svo langt þegar henni líkaði ekki matseðillinn hjá dótturinni að hún spurði dótturina hvort Guðmundur ætti virkilega að fá þetta að borða. Þarna var nú komin stað- festingin á að ég hafði náð hjarta tengdamóður minnar. Fyrir kærleikann og umhyggj- una er ég tengdamóður minni ævinlega þakklátur. Það er gott að vera hjá þeim sem þykir vænt um mann. Ég minnist tengdamóður minnar, Guðbjargar Rósu Jóns- dóttur, sem virðulegrar og glæsilegrar sterkrar konu sem hafði sterk áhrif með nærveru sinni, konu sem skilaði góðu dagsverki. Guð geymi elskulega tengda- móður mína. Hvíl í friði. Guðmundur Friðrik Jóhannsson. Lífsþráður Guggu frænku minnar hefur verið rofinn. Hún sem var elst og fremst meðal jafningja í Hlíðarendafjölskyld- unni er horfin á vit eilífðarinnar. Hún var mér alla tíð afar kær og var mér miklu meira en bara ömmusystir. Hún var hluti af nærumhverfinu á mínum upp- vaxtarárum á Ísafirði. Hún var glæsileg, reist og falleg, með sterka nærveru. Hringurinn var ekki heill á mannamótum fjöl- skyldunnar öll mín uppvaxtarár nema Gugga kæmi og hennar fólk. Austurvegurinn var mér ungri vin enda var ég mannelsk og mikið á ferðinni. Þangað gat ég farið og var ætíð velkomin þótt plássið teldi ekki marga fermetra. Ég bara kom, stund- um eftir sund eða ef mamma var að vinna, kom til að heilsa upp á Dagnýju eða strákana ef þau voru heima eða bara Guggu sem bauð mér gjarnan kaffi í glas með muldu Frónkexi út í sem var góðgæti þess tíma. Á stundum var lagður kapall og spjallað ögn því Gugga var ekki margorð en hlý. Hún stendur mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum í eldhúsinu í Hagkaups- sloppnum, traust og reist við gluggann að fá sér smók eða í borðstofunni að leggja kapal eða í stofunni að horfa á enska fót- boltann síðdegis á laugardegi. Samveran var á Fossum í Engidal, þar þurfti að taka til hendinni við heyskap á sumrin. Þar rifjuðu konurnar í garða í taktföstum rytma, settu í drýla og breiddu, notuðu þurrkinn og sólina sem kom þegar henni sýndist. Í Engidalinn var farið með gamla vörubílnum hans Andrésar, Chevrolet ’47, setið á pallinum, sumir í skjóli hússins en aðrir eins aftarlega og mátti. Það voru margar nestistöskur og kaffibrúsar til að seðja hung- ur heyannarfólksins við nónbil og miðaftan. Fossar tengdu og styrktu fjölskylduböndin, hóp- efli þess tíma fór þar fram, fyrst fyrir tilstilli ættföðurins, Jóns Andréssonar, og síðar kynslóð- anna sem á eftir komu. Sam- veran var líka á Hlíðarenda. Þar lá miðjan og þangað fórum við öll og kjörnuðum okkur. Hvers- dags eða um jól eða áramót hitt- umst við. Heildarmyndin varð til þegar Gugga var komin með sitt fólk líka, sterk kona sem með árunum hafði hitt mig í hjartastað. Hún spjallaði á lægri nótum en karlarnir, Pétur og þeir sem þurftu að æsa sig yfir þessu eða hinu í pólitíkinni eða spiluðu kátir vist á nælonskyrt- um uppi í norðurstofu eða niðri í suðurstofunni. Hennar rödd heyrðist annars staðar, þegar hún söng í kirkjukór Ísafjarð- arkirkju og Sunnukórnum. En nú mun ég ekki lengur heyra rödd þessarar fallegu frænku minnar. Ljósið hennar var tendrað fyrir 93 árum í allt öðru samfélagi sem mótaði ævi- langt. Hún upplifði sína sigra og sorgir, stóð hnarreist og keik og hélt fram veginn, ein af vörðum stórfjölskyldunnar. Gugga var ætíð nærverandi í mínu lífi, bæði þegar glaðst var og þegar mikið lá við. Við brotthvarf hennar hverfur heimur sem hún skóp og snerti, ákveðið sam- hengi með sínum hugsunarhætti og menningu; eitthvað einstakt. Blessuð sé minning Guggu frænku minnar. Guðrún Guðmundsdóttir. Við viljum minnast elskulegr- ar móðursystur okkar, Guð- bjargar Rósu Jónsdóttur, og þakka henni samfylgdina sem við höfum átt með henni alla okkar tíð. Guðbjörg frænka fæddist í Bjarnaborg á Ísafirði, fimmta í röð tíu systkina, en einn bróðir lést á öðru ári. Þegar hún var eins árs gömul fluttist fjölskyld- an að Hlíðarenda, sem þá var lítið bjálkahús uppi í hlíðinni sem foreldrar hennar höfðu fest kaup á og var seinna stækkað í þá mynd sem nú er. Þar ólst hún upp í hópi níu glaðværra systkina. Hún og systkinin ólust upp við mikla vinnusemi bæði við heyskap og saltfiskverkun hjá föður sínum og eftir að hefð- bundinni skólagöngu hennar lauk við aðra vinnu, m.a. í Húfu- gerðinni Hektor á Ísafirði. Vorið 1935, þegar hún var rétt að verða 14 ára og ferm- ingin á næsta leiti, varð hún fyr- ir þeirri sáru sorg að missa móður sína, Þorgerði Kristjáns- dóttur, sem var mikið áfall fyrir þessa stóru fjölskyldu. En systkinin voru samheldin og studdu hvert annað. Guðbjörg og systkini hennar voru söngelsk og alltaf var lagið tekið þegar fjölskyldurnar komu saman við ýmis tækifæri eins og afmæli, ættarmót o.fl. Guðbjörg var í Sunnukórnum og Kirkju- kórnum á Ísafirði. Einnig söng hún í kór Kvenfélagsins Hlífar, en þar var hún félagi og í stjórn þess á árum áður. Við minnumst ánægjulegra samverustunda á Fossum í Engidal þar sem faðir hennar heyjaði á sumrin og svo seinna bróðir hennar, Andrés. Alltaf voru Guðbjörg og fjölskylda á staðnum að hjálpa til við hey- skapinn ásamt systkinum sínum og fjölskyldum þeirra. Þá var mannmargt á Fossum, unnið með gamla laginu undir stjórn afa okkar og seinna Andrésar frænda. Þrátt fyrir mikla vinnu var alltaf slegið á létta strengi. Þá eru kaffitímarnir minnis- stæðir, þegar ilminn lagði frá nýlöguðu kaffinu á prímusnum hjá Björgu systur hennar; þá settust allir niður og nutu nest- isins úti í náttúrunni. Það var gleði og gaman, fossinn niðaði, fuglarnir sungu og krakkarnir brugðu á leik. Guðbjörg missti Pétur eigin- mann sinn árið 1996 og aðeins tveimur árum seinna, á þrett- ándanum 1998, lést Margrét Jónína dóttir þeirra eftir hetju- lega baráttu í sínum veikindum. Þetta var fjölskyldunni mikið áfall, en þær mæðgur voru mjög samrýndar. Þrátt fyrir mikil áföll í lífinu bar Guðbjörg höf- uðið hátt og tók því sem að höndum bar af æðruleysi og ró- semi. Á árum áður kom stórfjöl- skyldan sem bjó á Ísafirði alltaf saman á Hlíðarenda um jól og áramót eins og við ýmsar aðrar hátíðir í fjölskyldunni og átti þar saman margar glaðar stundir. Síðustu árin bjó Guðbjörg frænka okkar í íbúð sinni á Hlíf I á Ísafirði. Áfram hélst gott samband við frænku okkar og fjölskyldu. Í minningunni sjáum við hana þrátt fyrir háan aldur, beina í baki og bera höfuðið hátt, með sitt fallega silfraða hár, þar sem hún gengur niður í bæinn eða í gönguferðum sínum inn af Hlíf. Biðjum við Guð að blessa minningu okkar kæru frænku. Reyni, Gunnari, Þorgeiri, Dagnýju, Óskari og fjölskyldum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Garðar, Ingibjörg Steinunn, Guðmundur, Tryggvi, Þorgerður Arnórsd. og fjölskyldur. Guðbjörg Rósa Jónsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Fróðengi 5, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 11. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Vilhjálmur Valdimarsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR. María, Helga, Sólveig, Unnur Hauksdætur og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMUNDUR JAKOBSSON, áður til heimilis að Austurbrún 23, lést á dvalar-og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 9. ágúst. Útförin verður gerð frá Áskirkju föstudaginn 22. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13.00. Þórdís Kristmundsdóttir, Eiríkur Örn Arnarson, Kristín Kristmundsdóttir, Eyjólfur Einar Bragason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærra foreldra okkar, ARNFINNS ARNFINNSSONAR og ELÍNAR SUMARLIÐADÓTTUR, Skarðshlíð 12 c, Akureyri. Guðrún Arnfinnsdóttir, Oddur Jónas Eggertsson, Bryndís Arnfinnsdóttir, Sigurður Jóhannsson, María Arnfinnsdóttir, Baldur Örn Baldursson, Sigurður Arnfinnsson, Kristín Hjaltalín, Arna Arnfinnsdóttir, Jón Ísaksson Guðmann og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður minnar, AÐALHEIÐAR BJÖRGVINSDÓTTUR, Skarðshlíð 17, Akureyri, áður Oddeyrargötu 11. Sérstakar þakkir til starfsfólks sem veitti henni góða þjónustu, bæði í Kjarnalundi og Öldrunarheimilinu við Vestursíðu, Akureyri. Guð launi ykkur öllum og blessi. Jarþrúður Björg Sveinsdóttir. ✝ Sambýlismaður minn, GUÐJÓN JÓNSSON frá Enni í Viðvíkursveit, Vogatungu 51, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Kópavogi þriðjudaginn 12. ágúst. Jarðað verður í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.