Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Trompetleikarinn Snorri Sigurðar- son heldur útgáfutónleika á Jazz- hátíð Reykjavíkur annað kvöld kl. 23 í Norðurljósasal Hörpu með kvart- etti sínum og leikur tónlist af nýút- kominni sólóplötu sinni, Vellir. Plat- an hefur að geyma níu frumsamin djasslög eftir Snorra og er fyrsta sólóplatan hans. Kvartettinn skipa, auk Snorra, Agnar Már Magnússon píanóleikari, Richard Andersson kontrabassaleikari og Einar Schev- ing trommuleik- ari og leika þeir á plötunni með honum. „Titillag plöt- unnar var samið í sumarbústað á Þingvöllum síð- asta haust og um það leyti er ég var að ákveða nafn á plötuna og vinna í henni flutti ég á Meistaravelli, frá Brávallagötu,“ segir Snorri og hlær, spurður hvaðan titill plötunnar komi. Því hafi legið beinast við að nefna plötuna Vellir. En hvers konar djass má finna á Völlum? Snorri segir erfitt að lýsa því. „Þetta er náttúrlega mikill spuni og ég leitast alltaf eftir því að gera sterkar melódíur, reyni alltaf að gera melódíska tónlist. Útgangs- punkturinn er kannski sá að hlut- irnir séu lagrænir.“ Byrjaði ungur Snorri er 37 ára og hefur verið virkur í íslenskum djassi og poppi allt frá táningsaldri, m.a. leikið með SjS Bigbandi, Stórsveit Reykja- víkur, Jónasi Sig. og Ritvélum fram- tíðarinnar og á upptökum og tón- leikum með Sigur Rós, Diktu, Gus Gus, Tómas R. Einarssyni og Er- lend Øye. „Ætli ég hafi ekki verið sextán ára þegar ég fékk símtal úti í tónlistar- skóla og var beðinn um að koma í stúdíó að spila fyrir Borgardætur,“ segir Snorri, spurður hvenær tón- listarferillinn hafi byrjað. Hann hafi 15 eða 16 ára leikið í sýningu Fjöl- brautaskólans í Breiðholti sem byggð var á kvikmyndinni The Com- mitments, upp úr því farið að leika á sveitaböllum og leikið með hljóm- sveitinni Sælgætisgerðinni á svip- uðum aldri. „Ég gerði fyrstu plötuna mína með henni og var síðan í hinu og þessu. Ég byrjaði mjög ungur,“ segir Snorri. Snorri segir persónulega túlkun stóran hluta af djassinum og að hann hafi lengi stefnt að því að gefa út sólóplötu með eigin djasstónlist. „Það er svo mikið sem kemur frá manni sjálfum þó að maður sé að spila tónlist annarra. Þetta er svo náttúrulegur hlutur, þessi sköpun, að gera hana síðan alveg sjálfur.“ –Þetta eru þungavigtarmenn sem spila með þér á plötunni, þú hefur væntanlega leikið með þeim áður? „Jú, ég hef gert það en Richard er nýtilkominn. Ég kynntist honum á námskeiði í Danmörku, hann er ís- lenskur að hluta til, búsettur núna á landinu og það er mikill fengur að hafa hann og Einar og Agnar líka,“ segir Snorri og bætir því við að fé- lagarnir þrír séu allir æðislegir tón- listarmenn. Betra að æfa ekki of mikið Upptökur á Völlum fóru fram í Sundlauginni 19., 20. og 21. mars sl. og sá Birgir Jón Birgisson um upp- tökustjórn, hljóðblöndun og hljóð- jöfnun. Snorri segir þrjá upp- tökudaga fyrir djassplötu nokkuð ríflegan tíma. „Þeir reyndari gera þetta jafnvel á tveimur dögum,“ seg- ir hann og að betra sé að æfa ekki of mikið áður en í hljóðver er farið. „Ef maður æfir of mikið fer einhver spenna úr tónlistinni og manni fer jafnvel að leiðast. Þá fer maður að leita að nýjum leiðum af því að manni leiddist sú síðasta þó að hún hafi hugsanlega verið sú besta,“ seg- ir Snorri. Þeim félögum hafi liðið vel í Sundlauginni. „Það gerast góðir hlutir þar,“ segir Snorri um hljóð- verið góða í Mosfellsbæ. Frá Brávallagötu til Meistaravalla Blásið Snorri Sigurðarson fagnar sólóplötu sinni á Jazzhátíð Reykjavíkur.  Snorri Sigurð- arson fagnar Völl- um á Jazzhátíð Laugardagur 16. ágúst  Bandaríski djasstrommuleik- arinn Ari Hoe- nig heldur fyr- irlestur um starfsaðferðir sínar í Kalda- lóni kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Hoe- nig hefur m.a. þróað aðferð til að spila laglín- ur á trommur sínar og getur með því að beygja tóninn í hljóðfærum sín- um spilað hvaða tóna króma- tíska skalans sem er og spunnið yfir hljómaganga á sama hátt og þeir sem leika á hljóma- eða laglínuhljóðfæri.  Alþjóðlega sveiflusveitin Secret Swing Society leikur og syngur á Kolabrautinni kl. 17 og er að- gangur ókeypis.  Stefán S. Stefánsson saxófón- leikari heldur útgáfutónleika með Stórsveit Reykjavíkur í Norðurljósum kl. 20.  Alþjóðleg sveit djasskvenna heldur tónleika á Björtuloftum kl. 21 undir yfirskriftinni La- dyPower in International Jazz.  Pachora leikur í Norðurljósum kl. 22.  Valdimar Guðmundsson krúnar með K tríói á Björtuloftum kl. 23.  Kvintett Björns Thoroddsen gítarleikara fagnar nýrri plötu í Norðurljósum kl. 24. Sunnudagur 17. ágúst  Vinnusmiðja kvenna í djass- tónlist fer fram í Kalda- lóni milli kl. 10-13. Smiðj- unni lýkur með tónleikum í Kaldalóni kl. 13 og er að- gangur ókeyp- is. Meðal kenn- ara eru Kristjana Stef- ánsdóttir.  Eini viðburðurinn á Jazzhátíð Reykjavíkur í ár sem ekki fer fram í Hörpu verður haldinn í Kirkju óháða safnaðarins kl. 15. Þar verður flutt þakk- argjörð til Vernharðs Linnets, einum helsta velunnara djass- ins á Íslandi sem stendur á sjö- tugu.  Píanótríó Ástvalds Traustason- ar leikur í Norðurljósum kl. 16.  Tómas R. Einarsson bassaleik- ari fagnar nýrri plötu sinni í Norðurljósum 20.  Bassaleikarinn Richard And- erson, trommuleikarinn Andr- eas Fryland og píanóleikarinn Aaron Parks koma fram í Norðurljósum kl. 21.30.  Leikið verður af fingrum fram á Kolabrautinni kl. 22.30 og er aðgangur ókeypis.  Trompettleikarinn Snorri Sig- urðarson fagnar nýrri plötu ásamt kvartett sínum í Norður- ljósum kl. 23. 15 djassviðburðir um helgina Ari Hoenig Kristjana Stefánsdóttir Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn Markaður, veitingar, happdrætti, andlits- málning og uppákomur. Fjölskyldudagur á KEX til styrktar börnum í Palestínu KEX Hostel 17. ágúst milli 14 og 17 Allur peningur sem safnast rennur óskiptur til hjálparstarfs Rauða krossins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.