Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er. Útbreiðsla ebólusjúkdómsins er svo hröð í Vestur-Afríku að samtökin Læknar án landamæra ráða ekki við hann og liðið gætu sex mánuðir þar til hægt verður að ná tökum á hon- um, að sögn Joanne Liu, yfirmanns samtakanna, í gær. Sameinuðu þjóðirnar segja að um- fang ebólufaraldursins í V-Afríku sé stórlega vanmetið. Til gríðarlegra aðgerða hefði þurft að grípa til að halda aftur af útbreiðslunni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur staðfest að 1.069 manns hafi látið lífið. Bandarísk stjórnvöld hafa skipað ríkisstarfsmönnum sínum í Síerra Leóne og fjölskyldum þeirra að snúa heim. Þar er sjúk- dómurinn einna útbreiddastur en hann hefur einnig greinst í Líberíu, Gíneu og Nígeríu. WHO segir að nú verði alþjóða- samfélagið að bregðast við og að- stoða við að takast á við versta far- aldur ebólu allra tíma. Veiran sem veldur sjúkdómnum uppgötvaðist fyrir fjórum áratugum. „Starfsmenn á þeim stöðum þar sem smit eru flest sjá ummerki þess að tölur um sýkta og látna séu stór- lega vanmetnar,“ segir í tilkynningu frá WHO. AFP Skæður faraldur Starfsmenn samtakanna Lækna án landamæra að störfum á heimili manns sem lést af völdum ebólu í Kailahun-héraði í Síerra Leóne. Tekið gæti hálft ár að ná tökum á ebólu Bandarískir háskólar eru í sextán af 20 efstu sætunum á nýjum lista rannsóknastofnunar Jiaotong- háskóla í Sjanghæ sem metur gæði yfir 1.200 háskóla í heiminum á hverju ári. Háskólarnir fjórir sem eru ekki bandarískir eru allir í Evr- ópu. Þar af eru þrír í Bretlandi, Cambridge-háskóli í 5. sæti, Oxford- háskóli í 9.-10. sæti og University College í London í tuttugasta. Tækniháskólinn í Zürich er í nítjánda sæti. Á listanum yfir 100 bestu háskóla heims eru þrír í Sví- þjóð, tveir í Danmörku, einn í Finn- landi og einn í Noregi. bogi@mbl.is 100 bestu háskólar heims eftir löndum Heimild: Jiaotong-háskóli í Sjanghæ/Alþjóðabankinn Skv. flokkun kínversks háskóla sem hefur raðað niður bestu háskólum heims frá 2003 Röðun eftir gæðum háskóla Verg landsframleiðsla á mann Ástralía Belgía Kanada Danmörk Finnland Frakkland Ísrael Japan Holland Noregur Rússland Svíþjóð Sviss Bretland Bandaríkin 52 Þýskaland 1 10 20 30 40 50 60 70 80 30.000 (3,5 millj. kr.) 40.000 50.000 60.000 70.000 80.000 100.000 $ (11,6 millj. kr.) Hlutfalls- legur íbúafjöldi Háskólar í 100 efstu sætunum 65 10 milljónir 25 Flestir bestu eru vestra Bestu háskólar heims í ár Oxford 9 8 Heimild: Jiaotong-háskóli í Sjanghæ Harvard 7 2 9Stanford Massachusetts Institute of Technology Cambridge3 Berkeley 1 California Institute of Technology 6 Princeton 5 Chicago 4 Columbia VE R I TA S HA R V ARD Breyting frá síðasta ári -1 -1 +1 +1 +1 Átta af tíu bestu háskólum heims eru í Bandaríkjunum og tveir á Bretlandi, að mati Jiaotong-háskóla François Hollande, forseti Frakk- lands, og fleiri leiðtogar minntust í gær um 450.000 hermanna sem tóku þátt í innrás í Suður- Frakkland fyrir sjö áratugum. Innrásin var gerð rúmum tveimur mánuðum eftir innrásina í Norm- andí. Helmingur hermannanna, sem tóku þátt í innrásinni 15. ágúst 1944, var franskur eða frá nýlend- um Frakklands á þessum tíma. Fimmtán leiðtogar frá fyrrverandi lýðveldum voru viðstaddir athöfn til minningar um innrásina í hafnarborginni Toulon í Suð- austur-Frakklandi í tilefni af 70 ára afmælinu í gær. Um 240 gamlir hermenn, margir þeirra á tíræðisaldri, tóku þátt í minningarathöfninni, þeirra á með- al 40 frá fyrrverandi nýlendum Frakklands. „Með fórnum sínum tengdu þessir menn land okkar við Afríku með blóðböndum sem eng- inn getur losað,“ sagði Hollande. Innrásarliðið barðist við um 250.000 þýska hermenn sem voru illa vopnum búnir og dreifðir. Mannfallið meðal bandamanna var því miklu minna en í innrásinni í Normandí. A.m.k. 4.400 hermenn bandamanna lágu í valnum í Normandí en um 1.000 í síðari inn- rásinni. Hermanna minnst Hollande meðal gesta við minningarathöfnina í gær. Haldið upp á innrásarafmæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.