Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 14
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er ekki hægt að halda því fram að hér hafi eingöngu verið forgangsraðað í þágu grunnþjónustunnar eftir hrun. Þegar þessar tölur eru skoðaðar sést að það stenst ekki,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, um samantekt á þróun ríkisútgjalda sem hann tók saman í störfum sínum í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar. Dæmi úr saman- tektinni eru sýnd hér til hliðar. Prósentutölurnar sýna hækkun samkvæmt ríkisreikningi. Þar er niðurstaða viðkomandi stofnana sýnd, m.t.t. fjárlaga, fjáraukalaga og allra tekna og gjalda. „Það kom manni á óvart þegar maður fór yfir þessar tölur að sjá sér- staka áherslu á utanríkisþjónustuna og vissar undirstofnanir umhverfis- ráðuneytisins og eftirlitsstofnanirnar. Þær koma betur út úr þessu heldur en heilbrigðisþjónustan,“ segir Guð- laugur Þór um þróunina síðustu árin. Gögnin voru ekki fyrir hendi „Þegar við byrjuðum í hag- ræðingarvinnunni var þetta það fyrsta sem ég bað um og það var ekki til staðar, sem kom mér mjög á óvart. Það er enda mjög mikilvægt í allri ákvarðanatöku að geta séð hvernig hlutirnir geta þróast. Það var sagt að það væri ekki hægt að fá tölurnar en á endanum fékk ég þær frá Fjársýsl- unni. Þegar ég fékk loksins tölurnar var erfitt að vinna úr þeim. Í fyrsta lagi vegna þess að það er alltaf verið að breyta fjárlaganúmerum, jafnvel hjá sömu stofnunum. Það gerir samanburðinn mjög erfiðan. Það þarf að leita að þeim inni í fjárlögum. Í öðru lagi er eitthvað um sameiningar stofnana og tilfærslu verkefna. Ég reyndi að taka tillit til þess eins og kostur var, þannig að verið væri að bera saman sömu hlutina.“ Guðlaugur Þór segir þessar tölur hafa meðal annars verið notaðar við vinnu hagræðingarhópsins, sem tók til starfa í fyrrasumar og skilaði niður- stöðum í nóvember, og í vinnu við gerð fjárlaga. Þær sýni fram á rökin fyrir því að breyta þurfi um verklag við fjárlagagerðina og fram á nauðsyn þess að samþykkja þurfi frumvarp til laga um opinber fjármál og gera áætl- anir til lengri tíma en árs. „Þá getum við farið að taka dýpri umræðu, eins og tíðkast víða í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, um hvernig beri að for- gangsraða. Hvað viljum við setja í hvern pott? Hvað á að setja í heilbrigðispottinn? Hvað setjum við í menntamálin, og svo framvegis. Yfirsýnin við fjárlagavinnuna er ekki nógu góð. Við þekkjum það úr umræðunni. Ég fullyrði að menn eru almennt ekki meðvitaðir um þróunina í ríkisfjármálum. Það sýnir sig best í því að þessar tölur hafa ekki legið fyrir. Við erum iðulega að ræða um smáu tölurnar. Fjárlögin eru upp á 500 til 600 milljarða og allur frétta- flutningurinn snýst um lítið brot af því, sem tengist þá viðkomandi stofn- unum, og svo framvegis. Í fjárlaga- gerðinni erum við að leita að tugum eða hundruðum milljóna í hjúkrunar- rými og slíka hluti. Svo sér maður ýmsa útgjaldaliði sem sjálfkrafa renna áfram. Rannsóknarnefndir Al- þingis eru gott dæmi um það. Þær störfuðu án mikils eftirlits eða áætlanagerðar. Það er engin spurn- ing að það á að rannsaka hluti. Það þarf hins vegar að gæta aðhalds. Það dugar ekki að hafa aga í heilbrigðis- þjónustunni. Það þarf alls staðar að gæta aðhalds. Það er mikilvægt að hafa eftirlitsstofnanir. Engin spurn- ing. Ég spyr líka hvort ekki hefði ver- ið skynsamlegra að nota eitthvað af þessum sjö milljörðum [sem fóru í ýmsa fjárlagaliði] í tækjakaup Land- spítalans?“ spyr Guðlaugur Þór. Juku umsvifin á kreppuárum  Fjárheimildir til ríkisstofnana jukust í fjölda tilfella um meira en 50% á tímabilinu 2007–2012  Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið saman gögn sem eiga að bæta yfirsýn við fjárlagagerð Upphafleg áætlun um frumjöfnuð Markmið fyrri ríkisstjórnar í % sem gerð voru í samstarfi við AGS* Útgjöld nokkurra fjárlagaliða Í milljónum króna* Dæmi um þróun ríkisútgjalda 2007-2012 í % Meðaltalshækkun fjárlaga var 30% að frádregnum vaxtagjöldum *Tölurnar eru námundaðar á verðlagi hvers árs. Heimild: Guðlaugur Þór Þórðarson.**Beinn útlagður kostnaður utanríkisráðuneytis, annarra ráðuneyta og vegna þýðingarvinnu. ***Kostnaður við kosningu stjórnlagaþings 27.11.10 og kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs 20.10.12 kom fram í svari Alþingis 27.6.13 við fyrirspurn á vefnum spyr.is. 2009 2010 2011 2012 2013 Vatnajökulsþjóðgarður Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins Ýmis verkefni atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins Ýmis verkefni utanríkisráðuneytisins Náttúruminjasafn (lágar upphæðir) Fjármálaeftirlitið Náttúrufræðistofnun Skattrannsóknarstjóri Sinfóníuhljómsveit Íslands Íbúðalánasjóður Ýmis ferðamál Jafnréttisstofa Mannvirkjastofnun Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi Samstarfið um Schengen Tækniþróunarsjóður Ýmis orkumál Tollstjórinn Bætur skv. lögum um félagslega aðstoð Matvælastofnun Útlendingastofnun og hælisleitendur Lánasjóður íslenskra námsmanna Hæstiréttur Launasjóður listamanna Þjóðskjalasafn Þjóðgarðurinn á Þingvöllum Lífeyristryggingar Sjúkratryggingar Lyfjastofnun Landlæknir Veiðimálastofnun Rannsókn á falli íslensku bankanna Kostnaður við þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð Rannsóknarnefndir Alþingis Saksóknari Alþingis Landsdómur Umboðsmaður skuldara Kostnaður við ESB-umsókn** Kostnaður við kosningu til stjórnlagaþings*** Kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs, að meðtöldu kynningarefni*** Samtals Sjúkraflutningar Sauðfjárframleiðsla Héraðsdómstólar Búnaðarsjóður Heilbrigðisstofnun Suðurlands Umhverfisstofnun Sendiráð Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Háskólinn á Akureyri Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Mjólkurframleiðsla Landspítalinn Grænmetisframleiðsla Háskóli Íslands Sjúkrahúsið á Akureyri Bændasamtökin Þjóðkirkjan og fleiri *3,5% þýðir að ríkissjóður hættir að safna skuldum. 5% þýðir að ríkissjóður getur byrjað að greiða niður skuldir. -1,6 2,7 5,7 7,9 -6,6 -5,5 -2,6 1,1 3,2 -3,9 -5,3 -4,6 -4,7 486 353 310 287 231 198 112 105 102 40milljarðar, vantar 35-70 ma. í viðbót. 98 94 93 84 82 81 80 76 75 73 72 67 56 55 55 55 53 53 52 51 51 44 41 40 35 34 34 32 30 26 24 23 22 19 17 14 -22 -3 Ár Útgjaldaliðir þar sem hækkun fjárheimilda var yfir 100% skv. ríkisreikningi Útgjaldaliðir þar sem hækkun fjárheimilda var 50-100% skv. ríkisreikningi Útgjaldaliðir þar sem hækkun fjárheimilda var 0-49% skv. ríkisreikningi Útgjaldaliðir þar sem útgjöld voru undir áætlun Áætlun 2009 2010 2011 2012 2013 2014 216 0 0 0 0 0 0 0 0 216 238 94 0 9 0 292 0 240 0 633 0 233 49 40 13 812 0 0 0 1.147 0 8 381 18 72 1.147 0 0 281 1.627 0 0 382 0 0 857 0 0 0 1.239 0 0 107 0 0 680 0 0 0 787 454 335 919 67 85 3.788 990 240 281 7.159 Samtals Raun Mismunur Heimild: Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is E-60 Stólar Verð frá kr. 24.300 www.facebook.com/solohusgogn Íslensk hönnun og framleiðsla E-60 Bekkur Verð frá kr. 59.000 Fáanlegur í mismunandi lengdum. Retro borð með stálkanti Verð frá kr. 96.000 Fáanlegt í mismunandi stærðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.