Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 SPUNI Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Veldu þinn lit úr rúmlega 50 litum sem í boði eru og við bólstrum stólinn eftir þínum óskum. STOFNAÐ 1956 Íslensk hönnun & handverk Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Á rlegur útimarkaður Íbúasamtaka Laugar- dals verður haldinn í tólfta skiptið í dag, en markaðurinn fer fram á plani við Snarfarahöfnina í Elliða- vogi. Markaðnum er fundinn nýr staður á hverju ári og er það gert í þeim tilgangi að vekja athygli á áhugaverðum opnum svæðum í 104 og 105 Reykjavík. „Markaðurinn hefur vaxið mjög frá því hann byrj- aði fyrst árið 2004 og er orðinn gríðarlega stór í dag. Það mætti jafnvel segja að þetta sé fyrirmynd þeirrar markaðsmenningar sem er að verða svo áberandi í þjóðfélag- inu,“ segir Kristín Þorleifsdóttir, einn skipuleggjenda markaðarins. Eitt af markmiðum úti- markaðarins er að skapa skemmti- lega stemningu í hverfinu ásamt því að vekja athygli á áhugaverðum svæðum í borginni. „Þetta hefur heppnast mjög vel hjá okkur undanfarin ár, en í fyrra fóru um níu þúsund manns í gegnum mark- aðinn á þeim fjórum tímum sem hann var opinn. Rýmin sem við not- um undir markaðinn eru síðan margs konar en það fer svolítið eft- ir karakter hvers svæðis hvaða svæði verður fyrir valinu,“ segir Kristín. Öllum heimil þátttaka Útimarkaðurinn hefur ávallt verið haldinn að frumkvæði íbúa, en að sögn Kristínar hefur mark- Markaðurinn orðinn gríðarlega stór Árlegur útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals fer fram í dag við Snarfarahöfn- ina í Elliðavogi. Markmiðið með deginum er að skapa skemmtilega stemningu í hverfinu, en markaðnum er fundinn nýr staður á hverju ári. Markaðurinn er mjög vinsæll og kemur fólk alls staðar að til þess að vera með og fylgjast með. Þar má kaupa allt milli himins og jarðar og er öllum heimilt að mæta á svæðið. Útimarkaður Á markaðsdegi geta íbúar gert góð kaup, skemmt sér yfir uppákomum og kynnst samborgurum sínum í góðri stemningu. Tónlist Eins og sjá má hafa aðstandendur markaðarins nánast alltaf verið heppnir með veður. Skemmtilegar uppákomur eru stór hluti af deginum. Á vefsíðunni er að finna ljósmyndir, arkitektúr og hönnun í nútíma list svo dæmi séu tekin. Á vefsíðunni getur fólk deilt þeim hlutum eða hugmyndum sem veita því inn- blástur. Hægt er að skoða áhuga- verðar ljósmyndir hvaðanæva að úr heiminum af atburðum eða for- vitnilegu mannlífi. Byggingarlist, listaverk og hlutir sem listamenn hanna er þar að finna. Markmiðið er ekki eingöngu að koma ungum lista- mönnum á framfæri heldur ekki síð- ur að skapa vefsíðu þar sem fólk sýn- ir öðrum þá hluti sem veita því innblástur. Á vefnum er vinsæl ljósmynd af Robin Williams þegar hann var ungur að árum í látbragðsleik. Ljós- myndarinn Daniel Sorine tók mynd- ina í Central Park fyrir 35 árum. Hann áttaði sig nýverið á að hún væri af leikaranum, sem féll nýlega frá. Vefsíðan www.mymodernmet.com Ljósmynd/Daniel Sorine Ljósmynd Robin Williams í látbragðsleik. Ljósmyndarinn sem tók myndina í Central Park fyrir 35 árum áttaði sig nýverið á að hún væri af leikaranum. Hönnun sem vekur innblástur Seljagarður – borgarbýli í Reykjavík býður gestum og gangandi til veislu á sunnudaginn kl. 16. Í Seljagarði er stunduð matjurtaræktun í anda vist- ræktar. Garðurinn er í Jaðarseli, við hlið leikskólans Jöklaborgar. Þar geta allir leigt sér reit eða tekið þátt í ræktun innan og utandyra í gróður- húsi. Boðið verður upp á ókeypis nám- skeið í vatnslitun og að vefa úr grein- um og víði. Guðrún Tryggvadóttir, myndlistarmaður og ritstjóri náttúr- an.is, og Auður Ottesen, garðyrkju- fræðingur og ritstjóri Sumarhúsið og garðurinn, halda ókeypis námskeið. Endilega ... ... kíkið á garðlistaveislu Seljagarður Boðið er til veislu. „Markmiðinu er náð og því verða fundir félagsins ekki fleiri, ekki nema þá á kaffihúsinu í Vest- urbænum,“ sagði Einar Gunnar Guð- mundsson, einn Mímisliða. Mímir er félagsskapur Vesturbæinga sem hafa hist reglulega frá árinu 2008 og beitt sér fyrir opnun hverf- isstaðar í Vesturbænum. Um næstu mánaðamót verður opnað kaffihús í húsnæði við Hofsvallagötu þar sem Vesturbæjarapótek var áður. Þar af leiðandi verða formlegir fundir Mím- isfélaga ekki fleiri, þar sem mark- miði félagsins er náð. Félagarnir höfðu þann sið í sex ár að hittast í Vesturbæjarlauginni og rölta yfir á Mímisbar. Þar var rætt saman um helstu mál sem brunnu á félagsmönnum, eins og hvernig mætti bæta hverfið. Vart þarf að taka fram að allir félagsmenn eru búsettir í Vesturbænum. Síðasti fundur Mímis var fimmtu- Þurfa ekki lengur að fara í miðbæinn til að gæða sér á öli Markmið Mímis náð með opnun kaffihúss í Vesturbænum Morgunblaðið/Eggert Á Mímisbar Hópurinn hefur hist reglulega frá 2008 annan fimmtudag í mánuði og gengið saman úr Vesturbænum og á Mímisbar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.