Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 ✝ Hulda Ólafs-dóttir fæddist á Kvígindisfelli í Tálknafirði 16. des- ember 1922. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Patreks- fjarðar 9. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Jósúa Guðmunds- son, f. 4.10. 1900, d. 5.11. 1993, og Sess- elja Ólafsdóttir, f. 13.6. 1897, d. 28.4. 1988. Systkini Huldu eru: Guðmundur Jóhannes, f. 30.10. 1921, d. 31.8. 1997, Haraldur, f. 10.3. 1924, d. 5.6. 1990, Cesar, f. 9.8. 1925, d. 25.10. 2002, Krist- ján Júlíus, f. 1.4. 1927, d. 16.10. 1993, Sverrir, f. 25.10. 1928, d. 14.8. 2011, Aðalsteinn, f. 23.5. 1930, d. 5.6. 1945, Oddný, f. 28.2. 1936, d. 5.5. 1936. Eftirlifandi systur Huldu eru: Svanborg, f. 8.4. 1932, Gróa, f. 9.11. 1934, og Erla Þorgerður, f. 12.5. 1937. Hinn 10. nóvember 1956 giftist Hulda Ólafi Sveinssyni frá Gerði á Barðaströnd, f. 28.7. 1925, d. 4.1. 2007. Foreldrar hans voru Sveinn Ólafsson, f. 15.10. 1882, d. 2.6. 1950, og Ingveldur Jó- hannesdóttir, f. 3.5. 1893, d. 18.7. 1966. Dóttir Huldu og Art- barnabörnin eru orðin 14 tals- ins. Hulda ólst upp í Litla-Laugar- dal í Tálknafirði ásamt systk- inum sínum, tók þátt í almenn- um bústörfum og aðstoðaði móður sína við barnauppeldið á stóru heimili. Hún stundaði nám í farskóla sem var í boði fyrir börn til sveita á þeim tíma. Hulda réði sig sem vinnukonu til Reykjavíkur árið 1944. Hún lærði jafnframt að sauma á saumastofu og fékk greidd laun fyrir, sem ekki tíðkaðist mikið í þá daga. Hún flutti aftur vestur 1951, þá til Patreksfjarðar, og starfaði þar hjá Vatneyr- arbræðrum. Á Patreksfirði kynntist hún Ólafi Sveinssyni eiginmanni sínum, sem þá var á togaranum Ólafi Jóhannessyni. Eftir að þau gengu í hjónaband var Hulda heimavinnandi en þegar börnin stálpuðust starfaði hún í fiskvinnslu, þótti alla tíð afbragðs vinnukrafur og þá sér- staklega við handflökun. Starf- aði Hulda í fiskvinnslu allt til 1992, þá sjötug að aldri. Hulda var félagi i Slysavarnardeildinni Unni á Patreksfirði. Hún bjó lengst af á Brunnum 19 á Pat- reksfirði en síðustu árin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Pat- reksfjarðar. Hulda verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. húrs Elíassonar er Sesselja Guðrún, f. 10.8. 1951, maki Þórir Bjarnason, f. 7.9. 1954, börn hennar eru Hulda Jóanna, Hlíf, Guð- munda Lára og Einar. Börn Huldu og Ólafs eru: Stúlka andvana fædd 31.8. 1955. Ingveldur Hafdís, f. 6.3. 1957, maki Steindór Tómas Hall- dórsson, f. 16.12.1948, börn þeirra eru Elmar og Heiðrún Ósk. Sveinn, f. 19.6. 1958, maki Steinunn Sturludóttir, f. 14.9. 1959, börn þeirra eru Sif, Ólafur og Una Hlín. Aðalsteinn Már, f. 24.7. 1959, maki Ingibjörg Rósa Guðmundsdóttir, f. 23.9. 1966, börn þeirra eru Guðmundur Freyr, Hulda Sólrún og Sigurlín Elfa. Ellen, f. 25.7. 1960, börn hennar eru Linda, d. 20.2. 2004, Kári, andvana fæddur 23.12. 1993, og Ólöf Ása. Birna Jó- hanna, f. 10.11. 1963, börn henn- ar eru Arnór og Helga María. Haraldur, f. 8.10. 1964, maki Arnbjörg Pétursdóttir, f. 21.4. 1974, barn hans er Hrefna, börn þeirra eru Pétur Ingi, Ingibjörg og Aníta Arnbjörg. Barna- Í dag kveðjum við elskulega móður okkar sem lést í hárri elli á laugardaginn var. Í minningunni var mamma alltaf að fást við eitthvað og féll aldrei verk úr hendi. Mamma var dugnaðarforkur og mikill metnaður lagður í allt sem hún tók sér fyrir hendur. Jólabakst- urinn varð t.d. að vera fullkom- inn og helst ekki minna en 10- 15 sortir bakaðar. Hún bakaði á nóttunni því okkur þótti deigið gott og þegar við vorum farin í skólann lagði hún sig. Smá- kökuboxin voru innsigluð með límbandi til að tryggja að eng- inn kæmist í kökurnar fyrir jól. Þetta magnaði spennuna fyrir jólin til muna. Mamma var flink saumakona og saumaði fötin á okkur og sjálfa sig fram eftir öllum aldri. Þar stendur minningin um jóla- fötin upp úr. Auk þess að sauma prjónaði hún sokka og vettlinga á fjölskylduna og bar handavinna hennar af, því mik- ill metnaður var lagður í munstur sem hún hannaði sjálf og litaval. Þegar aldurinn færð- ist yfir saumaði mamma kross- saumsmyndir sem prýða nú heimili fjölskyldumeðlima. Mömmu fannst mjög gaman að spila á spil. Hún greip hvert tækifæri sem gafst til spila- mennsku. Yfir jólahátíðir var spilað fram undir morgun og voru jólasmákökurnar maulað- ar á meðan. Þegar enginn spila- félagi bauðst lagði hún kapal sér til dægrastyttingar. Mamma átti auðvelt með að læra utanbókar þulur og söng- texta. Hún hafði gaman af að hlusta á íslensk dægurlög og söng þá jafnan með og dillaði sér. Þó minnið væri orðið ansi gloppótt síðustu ár mátti heyra á kvöldin söng og trall úr stofu 5 á Heilbrigðisstofnuninni. Heimili mömmu og pabba stóð ætíð opið og þangað voru allir velkomnir. Alltaf átti mamma til mat og bakkelsi og enginn fór svangur frá borði. Skonsurnar hennar voru ann- álaðar fyrir útlit og bragð, hrært var í vöfflur á sunnudög- um og hin guðdómlega kókos- terta var ómissandi í veislum og á tyllidögum. Mamma og pabbi höfðu mik- inn metnað fyrir skólagöngu okkar systkinanna, öllum hópn- um var hlýtt yfir námsefnið fyr- ir prófin. Ákveðin verkaskipt- ing var höfð milli foreldra okkar varðandi námið, pabbi sá um reikninginn en mamma um kjaftafögin svokölluðu. Mamma var okkur góð fyr- irmynd í einu og öllu. Uppgjöf var ekki til í orðabók hennar enda fékk hún sinn skerf af ættarþrjóskunni. Mamma var afbragðs handflakari, bæði fljót og vandvirk, eftirsóttur starfs- kraftur, stundvís og aldrei frá vegna veikinda. Hún stóð sína plikt á vinnumarkaði til sjötugs. Mamma var sú manneskja sem við höfum þekkt alla okkar ævi og litið upp til. Þegar við hugsum til hennar kemur upp í hugann eftirfarandi texti sem fjallar um íslensku konuna: Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Minningin um góða móður lifir í hjörtum okkar. Sesselja, Ingveldur, Ellen og Birna. Nú er hún amma okkar á Patró látin. Hún fæddist snemma á síðustu öld á Kvíg- indisfelli í Tálknafirði, fluttist til Patreksfjarðar um tvítugt og bjó þar alla tíð síðan. Hún eign- aðist átta börn og voru því af- komendur hennar margir, barnabörn og barnabarnabörn. Var afskaplega gott að koma til hennar á Patró og dvelja þar um lengri eða skemmri tíma, enda húsið alltaf opið. Hún sinnti okkur á þann hátt sem okkur líkar vel, með mikilli um- hyggju og hæfilegu afskipta- leysi. Þannig fengu við það frelsi sem við sóttust eftir og jafnframt það öryggi sem við þörfnuðumst. Eins og margt fólk sem þurft hefur að þola kröpp kjör í æsku, var henni sérlega um- hugað um að við fengjum nóg að borða. Þessi hugsunarháttur aldamótakynslóðarinnar ein- kenndi hugsunarhátt hennar mjög. Þegar fjölmiðlar hrópuðu „Kreppa, kreppa“ haustið 2008 og þeir svæsnustu töluðu um „móðuharðindi“, hnussaði í ömmu og hún sagði: „Kreppa, ég veit ekki betur en það sé nógur matur í búðunum hérna“. Síðustu árin dvaldi hún á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar og fékk þar frábæra umönnun. Með sorg í hjarta og miklu þakklæti kveðjum við ömmu okkar á Patró. Í okkar huga verður Patreksfjörður aldrei samur eftir fráfall hennar. Hulda Jóanna, Hlíf, Guðmunda Lára og Einar. Hulda var frábær amma. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún með einlægni. Þegar ég kom til þeirra ömmu og afa fannst mér ég vera alltaf svo velkomin. Þau stóðu oft úti á tröppum og biðu eftir að við renndum í hlað þegar von var á okkur í heimsókn. Hún bakaði eins og engill og átti alltaf til kræsingar í frystinum handa barnabörnunum þegar þau komu í heimsókn. Kleinur, kök- ur, skonsur og möffins voru á boðstólum, svo sendi hún krakkana niður í bakarí til að kaupa meiri kræsingar, því amma var alltaf hrædd um að eiga ekki nóg að borða handa gestunum. Allir voru velkomnir í heimsókn og amma hýsti heilu fjölskyldurnar á sama tíma. Þegar allar kökur voru búnar sendi hún í staðinn barnabörnin í göngutúr niður í sjoppu að kaupa bland í poka með klink- inu sem var uppi í skáp. Amma var alltaf dugleg að prjóna og við krakkarnir feng- um stundum að fara í skúffuna og velja okkur vettlinga og sokka þegar við komum í heim- sókn. Oft eyddum við krakk- arnir dögunum í berjamó til að færa ömmu ber eða í að spila á spil. Ég og amma gátum enda- laust spilað sama spilið sem okkur þótti jafn gaman að. Amma gat líka alltaf fengið mig til að hlæja, stundum með vilja og stundum ekki. Þegar við vorum ekki að spila var hún að leggja kapal eða að sauma krosssaumsmyndir. Þær mynd- ir prýða öll hús barna hennar sjö. Amma átti mörg barnabörn og barnabarnabörn og ég skil ekki ennþá hvernig henni tókst að hugsa um þau öll. Kannski er það vegna þess að hún var svo létt á fæti og snör í snún- ingum fram á ellialdurinn eða einfaldlega vegna þess að hún var svo sniðug. Hennar helstu kostir voru umhyggja og gjaf- mildi og eiginleiki hennar að finna til með öðrum. Hennar verður sárt saknað. Ég mun mest sakna spila- félaga míns, það var enginn sem nennti að spila eins lengi við mig og hún gerði. Hvíldu í friði, amma. Helga María Vilhjálmsdóttir. Hulda Ólafsdóttir ✝ Hallveig Njarð-vík fæddist í Reykjavík 20. sept- ember 1947. Hún lést á heimili sínu 3. ágúst 2014. Móðir hennar var Jórunn Sigurð- ardóttir Njarðvík, f. 1916, d. 1987, fað- ir Gunnar Brynj- ólfsson. Jórunn giftist Ólafi Lár- ussyni hreppstjóra í Skarði, f. 1899, d. 1989, og var Ólafur fóst- urfaðir Hallveigar. Hálfbróðir Hallveigar frá móður er Torfi, f. 1951. Hálfsystkin frá föður eru Gísli, f. 1942, Sólrún, f. 1945, Óli Björn, f. 1949, Árni, f. 1950, tví- burar Ástrós, látin, og Helga, f. 1957, Brynjólfur, f. 1959 og María, f. 1960. Hallveig giftist Páli Péturssyni 14. ágúst 1971. Dætur þeirra eru: Tinna, f. 1972, og Heba, f. 1975. Tinna er gift John Marshall og þeirra dætur eru: Brynja Helena, f. 2002 og Kaja Alex- andra, f. 2004. Hallveig ólst upp að Skarði, undir hinu fagra fjalli Tinda- stóli, en eyddi 37 árum í Kanada og Bandaríkjunum. Útför Hallveigar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 16. ágúst 2014, kl. 14. Elsku Halla okkar. Þá er komið að kveðjustund í bili en við eigum eftir að hittast aftur. Með þessum fáu orðum viljum við Kristín þakka þér fyrir allan höfðingjaskapinn og ljúfmennsk- una og ekki síst gestrisni er við komum í heimsókn til ykkar Palla. Halla vildi öllum vel, átti stórt hjarta og vildi allt fyrir okkur gera. Okkur fannst við svo hjartanlega velkomin. Engum leiddist í návist þinni með þinn góða húmor. Elsku Palli, Tinna, Heba, Brynja, Kaja og John, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð og guð leiði ykkur í sorginni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þinn bróðir og mágkona, Árni og Kristín. Halla Njarðvík, mágkona mín, lést um aldur fram á æskuheim- ili sínu, Skarði í Skagafirði. Hún hafði komið í sex vikna heimsókn til Íslands frá Colorado í Banda- ríkjunum, þar sem hún og Páll bróðir minn voru búsett. Hún átti eftir um það bil eina viku af dvölinni þegar hún dó skyndi- lega. Heba dóttir hennar var komin til landsins og þær mæðg- ur höfðu verið önnum kafnar við að mála og endurnýja í Skarði. Halla og Páll fluttu fyrir mörgum árum frá Íslandi til Kanada og síðar til Bandaríkj- anna með dæturnar Tinnu og Hebu. Þrátt fyrir langvarandi dvöl erlendis var hugurinn oft heima hjá fjölskyldunni í Skarði og Halla kom reglulega með dæturnar til Íslands á sumrin. Halla og Páll bjuggu í mörg ár í Maryland, ekki langt frá okkur Snorra. Þau áttu þar marga góða vini og tóku virkan þátt í Íslendingafélaginu á Wash- ington-svæðinu. Halla var alltaf reiðubúin að hjálpa vinum sínum og aðstoða landa sína, sem áttu leið um Baltimore. Þegar Tinna dóttir þeirra giftist og fyrsta barnabarnið fæddist, fluttu þau til Kaliforníu til að vera nálægt þeim og Hebu, sem flutti líka til Kaliforníu. Halla hafði mikið dá- læti á dætrum Tinnu, Brynju og Kaju, og átti ótal margar ánægjustundir með þeim. Það var líka verðmætt fyrir hana að geta komið með þær heim til Ís- lands og dvalið í Skarði, þar sem hún og Tinna mamma þeirra höfðu skoppað frjálsar um tún og móa í æsku. Þarna opnaðist nýr spennandi heimur fyrir litlu stúlkurnar, þar sem þær fengu að umgangast dýrin í sveitinni, fara á hestbak, og reyna ým- islegt ólíkt því sem þær gerðu í Kaliforníu. Við systkini Páls, Ríkey ekkja Kristjáns bróður, og fjölskyldur okkar vottum honum, dætrun- um, og öllum ástvinum Höllu innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Unnur Pétursdóttir. Húmar að hausti, sárt er mitt hjarta er ég kveð þig, vinkona, en líf okkar tvinnaðist frá því að við kynntumst í Barnaskóla Sauðárkróks. Margt brölluðum við saman, sem er of langt að minnast hér, þær stundir geymi ég með mér. Út í lífið fórum við á sautjánda ári, en fram að þeim tíma fengum við að kynnast „Heiðanna ró“. Þú settist að í Bandaríkjunum, ég eyddi fjölda ára á Balkanskaga, en aldrei slitum við bandið millum okkar. Við fylgdumst hvor með annarri og hittumst eins oft og við gát- um. Á einhvern hátt vissum við alltaf hug hvor annarrar og jafn- vel hvað yrði talað næst. Ég þakka þér, vina mín, fyrir tryggðina, vináttuna og að hafa ekki gleymt mér á þessum hlaupum okkar. Þú ert farin til Sumarlandsins og ég veit að þér líður vel í ljósinu þar. Ég kveð þig, ljúfust, og þín verður sárt saknað. Ég á líka eftir að brosa og hlæja er ég fer yfir minning- arnar mínar um okkur tvær. Ég votta fjölskyldu þinni samúð mína, megi þau finna styrk og ljósið umvefja þau, Við hittumst þegar þar að kemur í „Heiðanna ró“. Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Þín æskuvinkona. Stefanía Jónasdóttir, Sauðárkróki. Elsku Halla mín, mikið sakna ég þín sárt. Vont að eiga ekki lengur von á hressilegu samtali frá Denver. Þú varst alltaf hress og glöð í málrómnum, þótt ým- islegt bjátaði á. Við náðum svo vel saman og gátum krufið málin til mergjar. Ég sá Höllu fyrst í brúðkaup- inu hennar, en hún giftist bróður bestu vinkonu minnar úr menntaskóla. Seinna hagaði svo til að hún bjó í Maryland, rétt hjá hóteli, þar sem ég gisti sem flugfreyja. Halla kom til mín í stoppunum og við brölluðum margt saman. Hádegisverðirnir í gömlu Anappolis eru ógleyman- legir. Eitt sinn voru nokkrir fal- legir rugguhestar til sölu í Sams, stóru matvörubúðinni. Halla greip einn handa sonarsyni mín- um og fór með hann um alla búð í kerrunni og þetta varð svo sannarlega „conversation item“. Við snjóuðum inni í húsinu henn- ar, tvær einar, „in the Storm of 2000“ og urðum að moka okkur út. Svo opnuðum við kampavíns- flösku og röðuðum púsluspili, þar til vegirnir urðu aftur færir. Halla rak heimagistingu fyrir Ís- lendinga í millilendingum og ekkert var ómögulegt, þegar kom að því að hjálpa fólki að versla. Hún straujaði eftir I-97, þjóðveginum með Barbie-hús sem tók allan jeppann. Dekk og gleraugu voru hennar sérgrein, hún fékk alltaf besta „dealinn“. Þegar sonur minn vildi hreindýr sem jólaskreytingu í garðinn, keypti Halla 20 hreindýr í fullri stærð og sagði okkur að velja úr og skilaði svo rest. Ég sá hana einu sinni hissa á þessu Íslend- ingaverslunarbrölti, það var þeg- ar maðurinn úr Keflavík keypti fulla Sams-kerru af sælgæti. Við ætluðum að bralla ennþá meira, bæði í Skarði, Keflavík og Colorado og vorum að leggja á ráðin með það, þegar hún gisti hjá mér nokkrum dögum fyrir andlátið. Halla var hress, glöð og hrein- skilin og sannarlega vinur vina sinna og ráðagóð með afbrigð- um. Alltaf gaman að þjóta með henni um hraðbrautirnar í Maryland, þar sem hún stýrði jeppanum sínum af mikilli leikni. Einlægar samúðarkveðjur, Palli, Tinna og Heba, Brynja og Kaja, Torfi og Púmma. Hún elskaði ykkur. Takk fyrir allt, elsku Halla. Sakna þín óendanlega mikið. Þín vinkona, Oddný Björgólfsdóttir. Mig langar til að minnast Höllu, kærrar vinkonu minnar, með fáeinum orðum. Vinkona, það orð lýsir henni og okkar vin- áttu í 49 ár, afskaplega vel. Okk- ar kynni hófust á „Glaumbæj- arárunum“, en við tilheyrum þeirri kynslóð, sem þar skemmti sér mikið og vel í góðum vina- hópi, en þarna kviknaði neisti að vináttu, sem aldrei rofnaði og alltaf var söm þó skildi lönd og álfur. Við giftumst og svo komu börnin, en alltaf hittumst við og ræktuðum vináttuna. Það var síðari hluta vetrar ár- ið 1977, sem þau Halla og Palli komu með litlu dætur sínar tvær, þær Tinnu og Hebu, til að kveðja. – Þau voru að flytja úr landi til St. John’s. Á þeim árum fannst manni þetta vera svo óra- langt og ekki gott að segja hve- nær við sæjumst næst. En Halla var ótrúleg, ekkert lét hún stöðva sig í að koma heim. Hún kom heim á hverju ári nú mörg síðustu ár. Hún kom til að heim- sækja æskuheimilið, Skarð í Skagafirði, og til að rækta frændgarðinn og vináttuna. Halla var svo sannarlega vin- mörg og er sárt saknað af mörg- um. Halla mín dvaldi hjá mér yf- ir helgi núna fyrir skömmu, margt var rætt og lengi vakað, eins og alltaf. Hún kom til Ís- lands í sína árlegu heimsókn nú í lok júní og ætlaði aftur heim 11. ágúst, daginn sem ég sit við þessi skrif. En hún fór í aðra för en lagt var upp með. Hún fór vissulega „heim“ að Skarði, en hún Halla mín kvaddi þar lífið á stað sem hún óx úr grasi og þótti svo vænt um. Það er svo margs að minnast, endalausra símtala og ánægju- legra samfunda í öll þessi ár. Við hjónin höfum notið gestrisni þessara vina okkar erlendis, Höllu og Palla, fyrst í Maryland og svo núna á sl. ári í Broomfield í Colorado. Við dvöldum hjá þessum vinum okkar og vel var gert við okkur í öllu, ferð upp í Klettafjöllin er ógleymanleg. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þakklát, en með hryggð í hjarta kveð ég nú vinkonu mína og óska henni góðrar ferðar á ódáinsvöllum. Helgi Hrafn, son- ur okkar gleymir aldrei heim- sókninni til Maryland og þau Halla voru góðir vinir. Elsku Palli, Heba, Tinna og fjölskylda, við Reimar sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð geymi ykkur og styrki. Hera Helgadóttir. Hallveig Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.