Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjölbreytni eykst í framleiðslu þeg- ar Lambhagi tekur í notkun ný gróðurhús sem tvöfalda aðstöðuna. Jafnframt er Hafberg Þórisson, aðaleigandi fyrirtækisins, að þróa nýja ræktunaraðferð og næsta skrefið í uppbyggingunni gæti orðið í gróðrarstöð hans í Mosfellsdal. Lambhagi er gamalgróin gróðrar- stöð í Úlfarsárdal í Reykjavík. Þekktasta afurð stöðvarinnar er Lambhagasalat, sem selt er ferskt í verslunum í pottum og í salat- blöndum, en einnig eru ræktaðar fleiri tegundir af blaðsalati og kryddjurtum. Meira olnbogarými Á síðasta ári var garðyrkjustöðin stækkuð um 3.000 fermetra með byggingu nýrra gróðurhúsa. Það var nærri tvöföldun frá fyrri stærð. Nú er fjöldi manns og tækja á staðnum enda verið að tvöfalda flatarmál gróðurhúsanna á ný. Sett eru upp 7.000 fermetra gróðurhús frá Dan- mörku. Hafberg segir að salan á hinu hefðbundna blaðsalati á innanlands- markaði sé komin að mörkum hins mögulega og því eigi hann ekki von á mikilli aukningu á því sviði. „Það er þörf á öðruvísi salati. Til eru ýmis af- brigði, jafnvel aðrir litir. Mikið er flutt inn. Þetta er ég að koma með,“ segir Hafberg og tekur jafnframt fram að aukið pláss skapi betri vinnuaðstöðu; meira olnbogarými til að skipuleggja ræktunina. Nýju gróðurhúsin eru af nýrri kynslóð ræktunarhúsa, mun hærri en fyrri hús og í þaki þeirra er hert gler sem ekki brotnar svo glatt. Meira loftrými í húsunum dregur úr loftskiptum og hjálpar þannig garð- yrkjufólkinu við að nýta betur hit- ann og kolsýruna sem notuð er til að hjálpa til við ljóstillífun plantnanna. Við ræktun Lambhagasalats er notuð vistvæn ræktunaraðferð sem Hafberg hefur þróað og segir að hvergi annars staðar hafi tekist að koma í gagnið. Hún grundvallast á því að halda pöddum og öðrum óþrif- um frá plöntunum þannig að ekki þarf að nota eiturefni við ræktunina og óþarfi er að þvo afurðirnar. Það gerir það að verkum að salatið verð- ur alltaf ferskt og gott og geymist betur. Ræktunaraðferð Hafbergs hefur vakið athygli erlendis. Hann hefur fengið fyrirspurnir og er ráðgjafi við uppbyggingu ræktunar í Kína og víðar. Ný aðferð þróuð Þróunarstarfið heldur áfram og væntanlega uppbygging í kjölfarið. Hafberg er í samvinnu við hollenskt fyrirtæki að þróa nýja aðferð til ræktunar á grænmeti utandyra. Hann sér þar tækifæri til að fram- leiða nýjar afurðir, ferskari og betri en þær sem fluttar eru inn til lands- ins. Hann vill ekki fara nánar út í nýju aðferðina en segir að innleiðing hennar hér geti markað tímamót í útiræktun grænmetis. Unnið hefur verið að undirbúningi aðstöðu í gróðrarstöð Hafbergs í Lundi í Mosfellsdal til að taka nýju aðferðina í notkun. Hann hefur hug á því að ráðast í frekari fram- kvæmdir þar þegar nýju gróður- húsin í Lambhaga eru komin í notkun, sem áætlað er að verði í október næstkomandi. Verkefnið á hug hans allan, þótt hann standi í stórræðum þessa mánuðina, og seg- ist myndu vera lengra kominn ef hann hefði haft auka orku og fleiri klukkutíma í sólarhringnum. Fjár- málin skipta einnig máli. „Við erum að fjárfesta fyrir 700 milljónir króna hér. Hitt kostar dágóðan skilding til viðbótar og tekur langan tíma að skila sér til baka,“ segir Hafberg Þórisson. Litskrúðugra blaðsalat á markað  Gróðrarstöðin Lambhagi tvöfaldar gróðurhúsin  Tilgangurinn er að framleiða aðrar tegundir salats  Hafberg Þórisson undirbýr uppbyggingu útiræktunar grænmetis með nýjum aðferðum Morgunblaðið/Ómar Pökkun Þótt mikil sjálfvirkni sé í ræktun á Lambhagasalati þurfa Lucie og samstarfsfólk hennar ávallt að pakka afurðunum og koma á markað. Morgunblaðið/Ómar Garðyrkjubóndi í borginni Hafberg Þórisson hefur í mörg horn að líta þessar vikurnar. Stórhuga uppbygging er í gróðrarstöðinni Lambhaga og jafnframt er hugað að þróun nýrrar ræktunaraðferðar í annarri stöð. Hafberg Þórisson hefur með fjölskyldu sinni byggt upp gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík á síðustu áratugum. Í ár eru einmitt 35 ár frá stofnun fyrirtækisins og verður þess minnst með opnu húsi síðar á árinu. Uppbyggingin hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig, eins og Hafberg hefur sagt frá í viðtali: „Það var þungur róður að setja salat á markað. Við þurftum að standa mikið í versl- unum sjálf, ég og konan mín, og svo var ég með starfsfólk í því að kynna salat og salöt, bæði í verslunum og úti á götu, og fá fólk til að prófa þessar nýju hollu grænmetistegundir sem ég vildi koma á markað hér.“ Þungur róð- ur í upphafi UPPBYGGING Í 35 ÁR H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Tækniþróunar- sjóður Styrkir til nýsköpunar Umsóknarfrestur 15.september Tækniþróunarsjóður styrkir nýsköpunarverkefni sem geta aukið samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Nánari upplýsingar um sjóðinn eru á www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.