Morgunblaðið - 16.08.2014, Side 11

Morgunblaðið - 16.08.2014, Side 11
Morgunblaðið/Ómar Hópur Hér sjást nokkur þeirra sem koma að skipulagningu markaðarins. Frá vinstri: Jón Guðmundsson, Kristín Þorleifsdóttir, Hildur Arna Gunnarsdóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir. Á myndina vantar Hrafnkel Einarsson. aðurinn ávallt einkennst af mikilli gleði. Þar má selja allt á milli him- ins og jarðar og öllum er heimil þátttaka. „Þetta er orðinn það stór dagur að fólk kemur meira að segja utan af landi til þess að heimsækja okkur. Við áttum aldrei von á því að þetta yrði svona vinsælt en þetta er bara orðið svo magnað sam- félagslegt fyrirbæri. Þetta er ein- faldlega frábær vettvangur fyrir fólk til að hittast og hafa gaman,“ segir Kristín. Ávallt er mikið fjör á markaðs- degi, enda eru skemmtilegar uppá- komur stór hluti af aðdráttarafli hans. „Það er alltaf mjög góð stemning og fólk labbar á milli og spjallar. Þetta hefur einnig verið kjörinn vettvangur fyrir ungt tón- listarfólk til að stíga sín fyrstu skref, en tónlistardagskráin spann- ar allt frá unglingaböndum og harmonikkutvíeyki upp í atvinnu- tónlistarmenn. Við reynum að bjóða upp á eitthvað fyrir alla,“ segir Kristín. Á sérsamningi Aðstandendur markaðarins hafa næstum alltaf verið heppnir með veður, enda skiptir slíkt sköp- um á dögum sem þessum. „Við erum alveg á sérsamningi við veðurguðinn,“ segir Kristín í gam- ansömum tóni. „Fyrir utan eitt skipti hefur í orðsins fyllstu merk- ingu alltaf verið Mallorca-veður á markaðnum, fólk spókar sig í stutt- buxum og hlýrabolum og flestir eru vel sólbrúnir eftir daginn. Veður- guðinn ætlar ekki að bregðast okkur heldur í ár því að spáin lofar góðu.“ Í fyrra var í fyrsta sinn haldin kvöldvaka eftir markaðinn, en þá var götugrill í boði ásamt lifandi tónlist, varðeldi og öðrum huggu- legheitum. Í ár ætla aðstandendur markaðarins að endurtaka leikinn frá því í fyrra og því getur fólk tek- ið þátt í þessum líflega dagskrárlið að honum loknum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 dagskvöldið 14. ágúst síðastliðinn. Þrátt fyrir það voru tilfinningar félagsmanna síður en svo trega- blandnar. Félagsskapurinn hefur ekki setið auðum höndum í þessi sex ár. Fyrir nokkrum árum gaf hann Vesturbæjarlauginni stórt fiskabúr sem prýðir anddyri laugarinnar. Á árum áður var stórt fiskabúr í laug- inni en það var fjarlægt á níunda áratug síðustu aldar. Félagsmenn söknuðu þess og vildu fyrir alla muni að laugin endurheimti gersemi sína. Staðið var fyrir söfnun á nýju fiskabúri og meðal annars blásið til tónleika. Þegar búrið var vígt tók Reykjavíkurborg formlega við rekstri þess. „Það er stórkostlegt hvernig um- ræða um borgina og hverfin hefur breyst eftir hrun, á jákvæðan hátt. Borgaryfirvöld hafa farið betur í skipulag hverfa og hugsa í smærri einingum. Andinn í þjóðfélaginu hef- ur breyst og margir láta sig varða nærumhverfi sitt, vilja leggja sitt af mörkum til að hlúa að umhverfinu,“ sagði Einar Gunnar. Hann sagði félagsskapinn hafa byrjað í „algjöru bríaríi en öllu gríni fylgir þó alvara. Félagsskapurinn er tilbúningur en jafnframt hispurslaus viðleitni að búa eitthvað til sem ekki var til staðar. Þögul mótmæli gegn lítilli hverfavæðingu sem ríkti“. thorunn@mbl.is Vesturbæjarlaug Félagarnir voru kampakátir á síðasta fundi félagsins og byrjuðu kvöldið á skrafi í heita pottinum eins og þeir gera gjarnan. Um helgina fer fram bæjarhátíðin Blómstrandi dagar í Hveragerði. Dagskráin er ákaflega fjölbreytt eins og verið hefur síðustu ár. Há- tíðinni lýkur á sunnudagskvöld með tónleikum Bergþórs Pálssonar og Brynhildar Guðjónsdóttur í Hvera- gerðiskirkju. Alla jafna sækja margir hátíðina heim. Í fyrra var nokkuð þétt um- ferð inn í bæinn frá Reykjavík og var bíll við bíl á Hellisheiðinni. Bent er á að mögulega sé betra að aka Þrengslin til Hveragerðis um helgina. Boðið verður upp á ís á Kjöríspl- aninu, Lína langsokkur mætir, hand- verksmarkaðir, blóm og sitt lítið af hverju verður á boðstólum. Í hverunum verður hægt að fara í fótabað, eggjasuða í heitum hver og hverabakað rúgbrauð á boðstólum. Blómstrandi dagar í Hveragerði Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveragerði Fjölbreytt dagskrá verður á Blómstrandi dögum um helgina. Lína langsokkur, ís, gönguferðir, listasýningar, fótabað og blóm Eitt af því sem heillar við úti- markaðinn er lágmarks tilkostn- aður og samfélagsleg efling í gegnum sjálfboðaliðastarf. Í ljósi þess hversu markaðurinn hefur stækkað er ekki lengur mögulegt að standa straum af öllum kostnaðarliðum og því hafa skipuleggjendur sent út ákall og biðja um áheit á vefsíð- una www.karolinafund.com/ project/view/464. „Þetta er ekki ókeypis fyrirbæri þrátt fyr- ir að vinnan sé að mestu leyti unnin af sjálfboðaliðum. Við vonumst því til að fólk leggi í púkk og hjálpi til,“ segir Kristín. Ráða ekki við kostnaðinn SENDA ÚT ÁKALL Aukum framleiðni Býrðu yfir góðri hugmynd? Samtök iðnaðarins óska eftir tillögum frá nemum, rannsakendum, frumkvöðlum og öðru hugmyndaríku fólki sem gengur með hugmynd eða vinnur að verkefnum sem fela í sér aukna framleiðni íslensks iðnaðar eða að greina stöðu framleiðni. Í boði er starfs- og fundaraðstaða, aðgangur að sérfræðingum, að mynda tengsl við aðildarfélög og annað sem Samtökin geta lagt að mörkum. Sendu inn hnitmiðaða lýsingu á verkefninu og hvernig það getur stuðlað að aukinni framleiðni. Láttu fylgja starfsferilsskrá og ef fyrirtæki koma að verkefninu er æskilegt að senda stutta greinargerð um starfsemi þeirra. Frestur til að senda inn hugmyndir er til 31. ágúst nk. og sendist á framleidni@si.is. Samtök iðnaðarins eru stærstu hagsmunasamtök atvinnurekenda hér á landi og mynda þéttriðið net 1600 fyrirtækja. Á 20 ára afmæli Samtakanna leggja þau sérstaka áherslu á aukna framleiðni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.