Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Utanríkisráðherrar ríkja Evrópu- sambandsins og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins hafa látið í ljósi miklar áhyggjur af fréttum um að rússneskir herbílar hafi farið inn fyrir landamæri Úkraínu í fyrrinótt til að flytja hergögn til uppreisnar- manna. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði að frétt- irnar um hergagnaflutningana sýndu að Rússar héldu áfram að senda vopn og hermenn á yfirráðasvæði upp- reisnarmannanna. „Þetta sýnir svo ekki verður um villst að Rússar halda áfram að ýta undir ófrið í austan- verðri Úkraínu,“ sagði hann. „Þetta er alvarlegt brot á þjóða- rétti,“ sagði Carl Bildt, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, og sakaði uppreisnarmennina í „alþýðulýð- veldi“ þeirra um „glæpastarfsemi“. Martin Lidegaard, utanríkis- ráðherra Danmerkur, kvaðst hafa „miklar áhyggjur af framferði Rússa síðustu mánuði og síðustu klukku- stundir“. „Við teljum að rússnesk stjórnvöld þurfi að gera sér grein fyr- ir því að Evrópusambandið og Bandaríkin eru staðráðin í því að bregðast við hvers konar nýjum árás- um af hálfu Rússa.“ Ráðamenn í Kreml neituðu því að rússnesk hergögn hefðu verið flutt yfir landamærin. Bresku dagblöðin The Daily Tele- graph og The Guardian sögðu að blaðamenn þeirra á staðnum hefðu séð rússneska herflutningabíla aka yfir landamærin og fara inn á yfir- ráðasvæði uppreisnarmannanna í grennd við borgina Lúhansk. Úkraínumenn og stjórnvöld á Vesturlöndum hafa lengi sakað Rússa um að hafa sent vopn og her- menn yfir landamærin til að efla upp- reisnarmennina en þetta er í fyrsta skipti sem vestrænir blaðamenn verða vitni að slíkum flutningum. Norðmenn refsa Rússum The Daily Telegraph sagði að minnst 23 rússneskum herbílum hefði verið ekið yfir landamærin í fyrrinótt. Her Úkraínu staðfesti að rússneskir vöruflutningabílar og brynvarðir liðsflutningabílar hefðu farið yfir landamærin. Petro Poro- sénkó, forseti Úkraínu, sagði að stór- skotalið Úkraínuhers hefði eyðilagt „verulegan hluta hergagnanna“ eftir að þau voru flutt yfir landamærin. Að sögn The Daily Telegraph virt- ust bílarnir ekki vera hluti af bílalest sem Rússar sendu að landamærun- um í grennd við Lúhansk til að flytja hjálpargögn til nauðstaddra íbúa yfirráðasvæða uppreisnarmann- anna. Um 60 úkraínskir landamæra- verðir voru sendir á rússneska landamærastöð til að kanna farm bílanna. Talsmaður Alþjóðaráðs Rauða krossins sagði að úkraínskir og rússneskir embættismenn væru að semja um tilhögun flutninga á hjálpargögnunum og flutningarnir hæfust um leið og samkomulag næð- ist. Íbúarnir eru að verða uppi- skroppa með matvæli og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur. Yfir 2.000 manns hafa beðið bana í átökunum og 285.000 manns hafa flúið heimkynni sín. Norðmenn hafa farið að dæmi Evrópusambandsins og gripið til refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna stuðnings landsins við uppreisnar- mennina. „Ástandið í austanverðri Úkraínu versnar með hverjum deg- inum sem líður. Mikilvægt er að þjóðir heims standi saman í við- brögðum sínum við aðgerðum Rússa,“ sagði Børge Brende, utan- ríkisráðherra Noregs. Rússneskum hergögnum eytt  Rússar sendu bíla með hergögn inn í Úkraínu  Úkraínuher sagður hafa eyðilagt verulegan hluta hergagnanna í stórskotaárás  Ráðamenn í Evrópu hafa miklar áhyggjur af framgöngu Rússa AFP Mannskæð átök Úkraínskir hermenn aka skriðdrekum í gegnum bæ nálægt borginni Donetsk. Hörð átök geisa í Donetsk og borginni Lúhansk, höfuðvígjum uppreisnarmanna í austanverðri Úkraínu. Yfir 2.000 manns hafa fallið. Rússnesk bílalest kom að landamærunum. Átök geisuðu í tveimur borgum. Átök í austanverðri Úkraínu LÚHANSK Kharkív Kamensk- Shakhtinskí KHARKÍV Voronezh Rostov við Don Til Moskvu MOSKVA KÆNU- BARÐUR ÚKRAÍNA RÚSSLAND Donetsk DONETSK Höfuðvígi uppreisnarmanna Á valdi uppreisnarmanna Leið rússnesku bílalestarinnar Landamærastöð Hörð átök 50 km Lúhansk Landamæra- stöð í Donetsk Fram hafa komið vísbendingar um að refsiaðgerðir Bandaríkj- anna og Evrópusambandsins séu farnar að bíta á rússnesk fyrirtæki, auk þess sem þær auki ríkis- útgjöldin og kyndi undir verðbólgu í Rússlandi. Refsi- aðgerðirnar hafa m.a. orðið til þess að rússneski orkurisinn Rosneft hefur óskað eftir opin- berri aðstoð að andvirði 1.500 milljarðar rúblna, jafnvirði 4.820 milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins, Ígor Setsjín, hef- ur lagt til að féð verði tekið úr Velferðarsjóði Rússlands, sem fjármagnar lífeyriskerfi lands- ins, og notað til að kaupa skuld- ir Rosnefnt, að sögn The Fin- ancial Times. Rosneft er stórskuldugt eftir kaup á rússneska olíufyrir- tækinu TNK-BP í fyrra og þarf að greiða jafnvirði 3.540 millj- arða króna fyrir lok næsta árs. Rússnesk stjórnvöld svöruðu refsiaðgerðunum með því að banna innflutning á matvælum frá Bandaríkjunum, löndum Evrópusambandsins og fleiri ríkjum, m.a. Noregi. Um 40% af matvælum sem neytt er í Rúss- landi eru innflutt og talið er að bannið auki verðbólguna. T.a.m. segir ein stærsta stórmarkaða- keðja Rússlands að verðið á fiskafurðum hækki um 20-36%. Rússnesk stjórnvöld ætla að draga úr innflutningnum á mat- vælum með því að efla land- búnaðinn með auknum ríkis- styrkjum. Líklegt er að refsiaðgerðirnar kosti Rússland að minnsta kosti jafnvirði 23.000 milljarða króna á þremur árum, að mati Alexejs Kúdrín, efnahagsráðgafa Pútíns forseta og fyrrverandi fjár- málaráðherra Rússlands. Farnar að bíta á Rússa REFSIAÐGERÐIR Ígor Setsjín Borgarstjórn Los Angeles í Banda- ríkjunum íhugar nú tillögu um að kjörseðlar verði gerðir að happ- drættismiðum til að auka kjörsókn- ina í borginni. Aðeins um fjórð- ungur skráðra kjósenda mætti á kjörstað í síðustu borgarstjórnar- kosningum í Los Angeles. Siða- nefnd borgarinnar hefur nú sam- þykkt tillöguna einróma og mælt með því að borgarstjórnin komi henni í framkvæmd. Formaður siðanefndarinnar, Nathan Hochman, segir að aðal- vinningurinn geti numið 25.000 eða 50.000 dollurum (jafnvirði tæpra þriggja og sex milljóna króna). Að sögn dagblaðsins The Los Angeles Times banna bandarísk al- ríkislög greiðslur fyrir að kjósa en siðanefndin segir að bannið gildi ekki um borgarstjórnarkosningar. Lög í Kaliforníu banni aðeins greiðslur eða gjafir fyrir að kjósa sérstakan frambjóðanda eða fyrir að kjósa ekki. BANDARÍKIN Kjörseðlar gerðir að happdrættismiðum? TWIN LIGHT GARDÍNUR Betri birtustjórnun MEIRA ÚRVAL MEIRI GÆÐI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.