Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fiskveiði-stjórn-arkerfið ís- lenska hefur um árabil verið öðrum þjóðum fyrirmynd og æ fleiri hafa séð kosti þess að nýta sér kvótakerfi með varanlegum framseljanlegum veiðiheimildum við stjórn fisk- veiða. Hagkvæmnin sem kerf- ið hefur skilað hér á landi er ótvíræð og hefur leitt til þess að sjávarútvegurinn hefur þróast úr því að þurfa ítrekað að leita til ríkisins, líkt og þekkist víða erlendis þar sem útgerðin er niðurgreidd, yfir í að vera arðbær atvinnugrein og undirstaða efnahagslífs og velferðar í landinu. Mbl.is greindi í fyrradag frá því að Japan hefði verið að stíga skref í þessa átt með ágætum árangri á afmörk- uðum sviðum. Á vefnum Sea- foodsource.com er sagt frá því að fyrir þremur árum hafi á tilteknu svæði í Japan verið brugðist við minnkandi rækju- stofni með því að úthluta kvót- um þannig að miðað var við veiðireynslu síðustu fimm ára á undan og úthlutunin höfð nokkrum prósentum minni en veiðin á því tímabili. Að auki voru gerðar kröfur um möskvastærð til að hlífa minni rækjunni og er árangurinn af því sá að nú er stærri og verð- mætari rækjan um 70% veið- innar en var áður aðeins 20- 30%. Breytingin er einnig sú að í stað þess að stundaðar væru samkeppnisveiðar á skömm- um tíma með tilheyrandi óhag- ræði, hefur veiðitímabilið lengst og fersk rækja kemur á markaðinn þegar eftirspurn er mikil, sem skilar hærra af- urðaverði. Í Japan er vilji til að stíga frekari skref í þessa átt og fyrirhugað að beita kvótakerfi við fiskveiðistjórn- un fleiri tegunda, svo sem við makrílveiðar. Í tíð fyrri ríkisstjórnar hér á landi var margt reynt til að grafa undan því fiskveiði- stjórnarkerfi sem komið var á fyrir um aldarfjórðungi og rúmlega það. Stærri hluti veiðanna en áður var tekinn út úr kerfinu með því óhagræði sem slíku fylgir og að auki var viðbótarskattlagningin slík að hún sýndi einbeittan vilja til að knésetja fyrirtækin í grein- inni. Þó að þetta hafi skaðað greinina mikið, og þar með allt atvinnu- og efnahagslíf í land- inu, tókst fyrri valdhöfum ekki að umbylta greininni þannig að hún yrði aftur svo veik- burða að hún félli í fang rík- isins sem gæti í framhaldinu stokkað hana upp að eigin geð- þótta og með þeim fordómum sem einkenndu viðhorf fyrri ríkisstjórnar í garð sjáv- arútvegsins. Nú er unnið að því að endur- skoða starfsumhverfi sjáv- arútvegsins og mikilvægt að þeirri vinnu ljúki sem fyrst og á sem farsælastan hátt. Í því sambandi er full ástæða til að taka mið af því að aðrar þjóðir hafa horft til Íslands sem fyr- irmyndar vegna þess hvernig staðið hefur verið að stjórn fiskveiða á síðustu áratugum, með fyrrnefndum undantekn- ingum. Því má segja að við ættum að leitast við að læra af þeim sem hafa lært af okkur og lagfæra hið fyrsta það sem aflaga hefur farið í fiskveiði- stjórnarkerfinu á síðastliðnum árum. Ísland getur lært af lærisveinum sínum í sjávarútvegi} Japanir fikra sig í rétta átt í stjórn fiskveiða Þrjú stærstuhagkerfi evrusvæðisins, Þýskaland, Frakk- land og Ítalía, drógust saman á öðrum fjórðungi ársins. Sam- drátturinn í Frakklandi var að vísu óverulegur, en sam- dráttur í stað vaxtar engu að síður. Samdrátturinn á Ítalíu kom ekki á óvart, enda þriðji fjórðungurinn í röð sem ítalska hagkerfið dregst sam- an. Áhyggjuefnið er einkum samdráttur Þýskalands, sem hingað til hefur verið litið á sem mögulega hagvaxtarvél evrusvæðisins og hagkerfið sem gæti dregið öll hin út úr erfiðleik- unum. Ákveðnar vísbendingar eru um að samdrátturinn í Þýska- landi sé ekki varanlegur, en á móti geta efnahagsátökin við Rússland staðið í vegi fyrir vexti um langa hríð. Bretland og Bandaríkin, sem bæði búa við eigin mynt, hafa að undanförnu sýnt þokkalegan vöxt. Efnahags- ástandið á evrusvæðinu er á hinn bóginn mikið áhyggjuefni og nýjustu tölur gefa síður en svo tilefni til bjartsýni. Bretland og Banda- ríkin vaxa en evru- svæðið ekki} Hagvaxtarvélin hikstar H ið opinbera býr við þann vafa- sama lúxus að geta með litlum afleiðingum hækkað verðið, skattinn, sem „viðskiptavinir“ þess þurfa að greiða fyrir þjón- ustu þess. Afleiðingarnar koma í versta falli fram í því að einstaka sálir kjósa með fótunum og flytja úr landi, eða kjósa þá sem hækka skatta í burtu. Hvorugt er raunverulegt áhyggjuefni og einokunaraðstaðan nánast al- ger. Það þarf mikið til að hrekja hinn heima- kæra Íslending úr landi til frambúðar. Vinstri- flokkar hvorki segjast ætla að lækka skatta né gera það, og fá því ekki skammir kjósenda þeg- ar þeir gera það ekki. Það bjóst enginn við því hvort eð er. Að sama skapi lofa hægriflokkar skattalækkunum en standa sjaldnast við þær. Við höfum ekkert séð ennþá, eins og einhver sagði í lauslegri þýðingu undirritaðs. Skattar hafa alls konar áhrif, oft önnur en menn hefðu ímyndað sér. Skattur á fjármagnstekjur er til dæmis skattur á hina ríku, er það ekki? 20% álagning á fjár- magnstekjur umfram 100.000 krónur er eitthvað sem hlýt- ur að leggjast bara á þá sem eiga skrilljónir í banka. Skatt- ur á fjármagnstekjur leggst hins vegar líka á leigutekjur, og ólíkt því sem er til dæmis á Danmörku er ekki heimild til að draga fjármagnsgjöld, t.d. greidda vexti af láni, frá fjármagnstekjum. Skattur á leigutekjur er reyndar í raun 14%, því að 30% af leigutekjum eru undanþegin skatti. Það þýðir að konan sem leigir út íbúð fyrir 150.000 krónur, og borgar 149.999 krónur í vexti af lán- um, greiðir í rauninni 21.000 krónur í skatt af þessari einu krónu sem hún hefur upp úr leig- unni. Bjór er annað sígilt dæmi um þetta. Hið opinbera leggur gríðarháar álögur á bjór. Af- leiðingarnar eru væntanlega þær að við al- múginn kaupum, og drekkum, minni bjór, sem kann að vera markmið í sjálfu sér. En það ætti ekki að vera sú leið sem hið opinbera fer til að halda víni frá fólki. Ef því væri alvara með það myndi bjórinn kosta 8.000 krónur út úr ríkinu. Með núverandi álagningu á bjór tekst ríkinu að bregða fæti fyrir sprotafyrirtæki á lands- byggðinni, á borð við Bruggsmiðjuna á Ár- skógssandi. Eftir síðustu jól skrifaði ég þær sorgar- fréttir að þar sem hið opinbera legði fast hátt gjald á hvern selda bjór þyrfti Bruggsmiðjan að farga töluverðu af Jólabjór, því útsölutími jólabjórs var liðinn í Ríkinu. Siðaðar þjóðir, á borð við Austurríkismenn, selja árstíðarbundna vöru, eins og páskabjór og gyllta páska- héra, á hálfvirði eftir að hátíðarhöldunum lýkur. Þar fyrir utan mætti gera ráð fyrir að lægra útsöluverð myndi hvata sölu, sem aftur þýddi meiri framleiðslu með tilheyr- andi þörf fyrir aukið vinnuafl, sem síðan dregur úr at- vinnuleysi. Skatttekjur hins opinbera vaxa ekki á trjánum. Þær koma úr vösum vinnandi manna og kvenna, sem vilja frekar nota þá peninga sjálf en að láta þá í hendur emb- ættismönnum. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Lækkum skatta STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Skúli Halldórsson sh@mbl.is K jörsókn í nýafstöðnum borgar- stjórnarkosningum var sú minnsta frá því árið 1928, eða 62,8%. Fyrir fjórum árum, árið 2010, var kjörsóknin 73,5%. Ljóst þykir að kjörsókn fer ört dvínandi og hefur því verið fleygt fram að unga kynslóðin eigi þar hlut að máli. Ný skýrsla, sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman, sýnir fram á að það sé einmitt raunin. Var kjörsóknin greind niður á fimm ára aldursbil þar sem hún fer almennt stigvaxandi frá 20 ára aldri kjósenda. Er það ekki fyrr en á aldursbilinu 40 til 44 ára sem meðalkjörsókninni er náð. Skýr munur var á kjörsókn eftir kjör- stöðum. Minnst var hún í Klé- bergsskóla á Kjalarnesi, þar sem hún var 53%. Á sama tíma var kjörsóknin í Hlíðaskóla 70,4%. 18 ára nýta kosningaréttinn Þá vekur athygli að 18 ára kjósendur, sem eru í fyrsta sinn á kjörskrá, eru einkar duglegir að nýta sér kosningarétt sinn miðað við þá sem eldri eru. Kjörsókn þeirra á meðal er 51,2% en kjör- sóknin nær ekki aftur slíkum hæð- um fyrr en komið er upp í aldurs- bilið 30 til 34 ára, þar sem kjörsókn er 56,2%. Minnst var kjörsóknin hjá fólki á aldursbilinu 20 til 24 ára, eða 42%. Mest var hún hjá aldurs- hópnum 70 til 74 ára, eða 80%, næstum tvöfalt meiri en hjá hin- um yngri. Lækka mætti kosningaaldur Natan Kolbeinsson, formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík, segir þessa dræmu kjörsókn vera áhyggjuefni. „Þetta sýnir hvað stjórnmál eru komin langt ofan í mikla flokksfestu, á sama tíma og ungt fólk er hætt að taka þátt í flokksstarfi, jafnvel þótt það hafi áhuga á stjórnmálum sem slíkum,“ segir Natan og bætir við að leita megi nýstárlegra lausna. „Hægt væri að færa kosninga- aldurinn niður í 16 ára og færa ungt fólk þannig nær ákvarð- anatökunni. Einnig mætti breyta lífsleiknikennslu í grunnskólum til að efla lýðræðisþekkingu nemend- anna. Þannig væri ungu fólki gert auðveldara að mynda sér skýra stjórnmálasýn.“ Natan segir að flokkar eins og Samfylkingin tapi mikilvægu fylgi af þessum sökum. „Framsóknarflokkurinn græðir í raun mest á þessu, þar sem hann á jú hvað erfiðast með að ná til ungs fólks.“ Ungir fá ekki brautargengi Ingvar Smári Birgisson, for- maður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, seg- ir þetta dæmi um þróun sem hafi átt sér stað síðustu ár. „Erfitt er að benda á hvað veldur en ég hef talið að þetta sé til marks um einhvers konar vantrú á stjórnmálum. Ungt fólk finnur mögulega til vanmáttar gagnvart stjórnmálum og á erfitt með að samsama sig stjórn- málamönnum. Þessi þróun er nei- kvæð en hún er skiljanleg á vissan hátt.“ Ingvar segir að lausnin gæti falist í að auka hlut ungs fólks á framboðslistum flokkanna. „Ungt fólk er ekki að fá brautargengi á þessum helstu framboðslistum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur náð að auka hlut kvenna á framboðslistum og því var ekki náð með sérstökum kvóta heldur ákveðinni vitundar- vakningu. Ég tel að hennar sé einnig þörf núna hvað þetta varð- ar.“ Ungt fólk kýs frekar að kjósa ekki Kjörsókn eftir aldursbili í borgarstjórnarkosningum 31. maí 2014 Kjörsókn Meðalkjörsókn 63% 18-19 45% 20-24 42% 25-29 48% 30-34 56% 35-39 61% 40-44 65% 45-49 68% 50-54 71% 55-59 74% 60-64 77% 65-69 79% 70-74 80% 75-79 77% 80+ 62% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Kjörsókn var minnst í Klébergsskóla á Kjalarnesi, 53%, sem er töluvert undir meðalkjörsókn. Sigríður Pétursdóttir, formaður hverfisráðs Kjalarness, segir að engin augljós skýring sé á þessari dræmu kjörsókn. „Allar skýringar eru í raun ágiskanir en íbúasamsetning svæðisins gæti haft eitthvað með þetta að gera.“ Spurð hvort fjarlægð Kjalarness frá öðrum hlutum Reykja- víkur eigi sök að máli segir Sigríður: „Hagsmunir okkar eru ekki í öllum tilvikum þeir sömu og íbúa annarra hverfa vegna fjarlægðarinnar en ég held samt að íbúar Kjal- arness viti nú af því að Kjalarnes sé hluti af Reykja- vík, svo langt er liðið síðan sameiningin átti sér stað.“ Ekki sömu hagsmunir KJÖRSÓKN Á KJALARNESI Sigríður Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.