Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 1
Stofnað 1913  196. tölublað  102. árgangur  L A U G A R D A G U R 2 3. Á G Ú S T 2 0 1 4 INDÍPLEBBI MEÐ WESEN Á GRANDA ÞRÍR FEÐGAR Í DÓMGÆSLU DÆMDU FÓTBOLTALEIK SAMAN 2LOGI HÖSKULDSSON 46 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heldur verður dregið úr viðbúnaði samhæfingarstöðvar vegna jarð- hræringanna við Bárðarbungu og í Dyngjujökli og helgin notuð til að vinna úr viðbragðsáætlunum og öðr- um upplýsingum sem borist hafa undanfarna daga. Verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra segir að enn sé unnið út frá þeirri sviðsmynd sem dregin var upp sl. mánudag, að eldgos geti orðið með jökulhlaupi í Jökulsá. Ekkert lát er á skjálftahrinunni í Vatnajökli en mælingar benda ekki til þess að eldgos sé yfirvofandi. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðing- ur og verkefnastjóri hjá almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra, telur að gott starf hafi verið unnið í vik- unni við að undirbúa viðbrögð við náttúruhamförum. Að því hafi komið margar stofnanir og samtök auk yf- irmanna almannavarna í héraði og á landsvísu. Telur Björn að viðbúnað- ar- og viðbragðsáætlanir séu komnar í gott horf. Þótt aðeins verði dregið úr mönnun í samhæfingarstöð munu starfsmenn almannavarnadeildar vinna að heildstæðri áætlun í sam- vinnu við sýslumanninn á Húsavík. Jökuldælingar smala Bændur hafa áhyggjur af öskufalli og eru víða í startholunum með að flýta göngum vegna hættu á ösku- falli. Fé hefur verið smalað af svæð- um við Jökulsá á Fjöllum. Bændur á Jökuldal smala Brúardali um helgina og munu geyma féð við bæinn Brú. Þeir íhuga að smala stærra svæði á Jökuldalsheiði. »6 Farið yfir viðbúnaðinn  Dregið úr mönnun í samhæfingarstöð um helgina  Verkefnastjóri telur að áætlanir séu komnar í gott horf  Bændur í startholunum með að flýta göngum Morgunblaðið/Kristinn Öflug Aníta er þaulreyndur knapi, tamn- ingamaður og ævintýrasækin. Í hættulegustu kappreiðum heims Aníta Margrét Aradóttir hefur alla tíð haft óbilandi áhuga á hestum og öllu sem skepnunni viðkemur, þrátt fyrir að enginn í fjölskyldunni sé í hestamennsku. Í sumar tók hún þátt í lengstu og hættulegustu kappreiðum heims í Mongólíu en þar ríða knapar 1.000 kílómetra á tíu dögum. Keppendur voru 48 talsins og komu víða að úr heiminum. Aníta stóð sig einstaklega vel í keppninni. Hún hafnaði í 19. sæti og er sátt við að hafa náð að klára keppnina sem er síður en svo sjálf- gefið. Þá hélt hún sér á baki fram að leikslokum sem er sjaldgæft í ljósi þess að allir 1.500 hestarnir sem notaðir eru í kappreiðunum voru nánast ótamdir og allt að því að vera villtir. Aníta segir reiðsögu sína frá Mongólíu í Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins. gunnthorunn@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson London Sinfóníuhljómsveit Íslands lék í gærkvöldi á einni þekktustu og virtustu tónlistarhátíð heims, BBC Proms, í Royal Albert Hall í Lundúnum. Il- an Volkov stýrði hljómsveitinni í flutningi á fjór- um verkum: Geysi eftir Jón Leifs, Storku (Magma) eftir Hauk Tómasson, Píanókonserti eftir Robert Schumann og 5. sinfóníu Beet- hovens. Bandaríski píanóleikarinn Jonathan Biss lék einleik í píanókonsertinum og var fagnað mjög að loknum flutningi. Hljómsveitin lék tvö aukalög eftir mikið klapp, stapp og fagnaðarlæti gesta, Hughreystingu eft- ir Jón Leifs og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Sáust gestir brosa út að eyrum í flutningi þess síðarnefnda þar sem hljómsveitin fór á harðaspretti yfir sandinn. Tónleikarnir voru afar vel sóttir, aðeins örfáir tugir sæta lausir í húsinu sem tekur yfir 5.000 gesti. Eins og venja er stóðu gestir einnig á gólf- inu og bauð einn þeirra hljómsveitina velkomna með orðunum „Velkomin til Lundúna!“ hljóð- færaleikurum til mikillar gleði. Hljóðfæraleik- arar SÍ voru að vonum í sjöunda himni að tón- leikum loknum í gærkvöldi og þeir sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við baksviðs voru allir á því að hljómsveitinni hefði tekist afar vel upp. Einar Jóhannesson klarinettuleikari sagðist vera í sæluvímu, hann hefði aldrei upp- lifað önnur eins fagnaðarlæti gesta. ,,Í seinasta kaflanum í Beethoven var maður eiginlega á leiðinni út úr líkamanum,“ sagði Einar og hló. Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari tók í sama streng og sagði um flutninginn: ,,Þetta hefur aldrei verið svona gott.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hrósaði hljómsveitinni í hástert í hófi að loknum tónleikum, sagði frá- bært að eiga svona góða hljómsveit. Ákaft fagnað í Royal Albert Hall Ljósmynd/Alastair Muir  ,,Þetta hefur aldrei verið svona gott,“ segir konsertmeistari um tónleikana Fagnað Stjórnandinn, Ilan Volkov, og hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar taka við þökkum tónleikagesta í Royal Albert Hall í gærkvöldi. Á sviði Haukur Tómasson tónskáld þakkar Ilan Volkov fyrir flutninginn á Storku.  Eystri-Rangá er aflahæsta lax- veiðiá landsins á annars dræmu lax- veiðisumri. Stórlax hefur haldið veiðinni þar uppi og eru stórlaxar um helmingur veiðinnar það sem af er. Einar Lúðvíksson, staðarhaldari við ána, segir stórlaxana auka ánægju veiðimanna og segir þá miklu verðmætari en smálaxa. Veiðimenn sem veitt hafa í Laxá á Ásum hafa verið ánægðir. Þar stefnir í um þúsund laxa sumar en aðeins er veitt á tvær stangir. »14 Stórlaxarnir hafa haldið veiðinni uppi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.