Morgunblaðið - 23.08.2014, Side 11
Fjölmenni Akureyrarvaka er iðulega vel sótt en hátíðin sjálf er verkefni Akureyringa sem fagna afmæli bæjarins.
leikann og fá íbúa til að hugleiða
hverjir þeir sjálfir eru, hverfið þeirra
og hverjir nágrannar þeirra eru.
Horfðu til himins
Dagskráin er æði fjölbreytt og
þétt. Ógerningur væri að telja upp
allt sem á dagskrá Akureyrarvöku
er en hana má í heild skoða á vefsíðu
Akureyrarstofu, www.visitak-
ureyri.is. Þó verður að nefna nokkra
dagskrárliði, eins og listgjörninga
sem verða úti um allan bæ, vís-
indasmiðju fyrir unga fólkið í stað
uppblásinna hoppkastala, tónleika,
draugavöku, tískuvöku og dans. Að
þessu sinni verða engin svið reist
fyrir þá tónleika sem haldnir verða
yfir daginn en í staðinn verða nýjar
leiðir farnar sem kosta minna og
krefjast ekki sama umstangs og
uppsetning sviðs. „Svið eru mjög
kostnaðarsöm og pallbílarnir með
pallsögunum eru frekar ljótir og
eitthvað sjoppulegt við það að halda
svona hátíð og vera endalaust að
opna einhverja pallbíla. Í staðinn
ætlum við að nýta öll þessi fallegu
hús og húsþökin geta nýst sem svið.
Það verða því rokktónleikar á hús-
þökum og á svölum húsa í göngugöt-
unni,“ segir Jón Gunnar. Það er því
vel við hæfi að dagskrárliðurinn
nefnist „Horfðu til himins“ því tón-
listin kemur að ofan.
Peningar ekki brenndir í ár
Tíu vegglistaverk verða máluð
um helgina og verða minnisvarði um
hátíðina um óákveðinn tíma. Eitt
verkanna mun listamaðurinn Guido
Van Helten mála á 200 fermetra
veggflöt, annað verður á stórum
vegg í Listagilinu af skáldinu og
ljósmóðurinni Ólöfu Sigurðardóttur
frá Hlöðum en ýmsir koma að lista-
verkunum með einum eða öðrum
hætti. Til að mynda gefur Slipp-
félagið málninguna og Íslenskir mál-
arar sjá um að grunna vegginn svo
allt sé klárt fyrir listamennina.
Það má því sjá að með aðstoð og
þátttöku margra er hægt að halda
kostnaði niðri. „Það er ekki verið að
spandera peningum á þessari hátíð
og litlir fjármunir settir í þetta því
hátíðin er sameiginlegt átak bæj-
arbúa. Starf okkar Sóleyjar snýst í
raun mest um að taka á móti hug-
myndum bæjarbúa og finna þeim
farveg,“ segir Jón Gunnar.
Alla jafna lýkur Akureyrarvöku
með veglegri flugeldasýningu en
þannig verður það ekki í ár. „Það er
stór spurning hvernig eigi að klára
svona stóra og mikla dagskrá. Það
væri eitthvað skrýtið við það að
sprengja og fagna, bæði við það að
brenna peninga og svo hugsunin um
að gleðjast yfir sprengingum á þess-
um tímum. Á meðan fréttatíminn er
fullur af skelfilegum fréttum af
stríði. Núna þurfum við að vera dá-
lítið alheimsmiðuð. Við erum Ak-
ureyringar, Íslendingar og jarð-
arbúar,“ segir Jón Gunnar. Í stað
flugeldasýningarinnar verður mark-
miðið að kveikja á eitt þúsund kert-
um sem raðað er upp kirkjutröppur
Akureyrarkirkju og er næsta víst að
það verður ekki síður mikilfengleg
sjón en flugeldasýning. Björg-
unarsveitin Súlur verður fólki innan
handar við að raða kertunum og
mun hvert kerti kosta 500 krónur.
„Allur ágóði mun renna til stríðs-
fórnarlamba á Gaza-svæðinu. Það er
ekki verið að taka afstöðu með hin-
um eða þessum en með þessu er í
það minnsta verið að taka afstöðu
með friði og það er mjög mikilvægt,“
segir Jón Gunnar og bætir við að oft
og tíðum sé samheldni og samkennd
vanmetin á sama tíma og fólk er
upptekið af því að skemmta sér.
„Auðvitað ætlum við að skemmta
okkur alla helgina en augnablikin
eru svo dýrmæt ef við náum sam-
heldni og samkennd í tíu mínútur
þar sem við stöldrum aðeins við og
hugleiðum hvort við kunnum að
meta að við búum í frábærum og
friðsælum bæ og hvort við getum
gert betur á einhvern hátt. Það
merkilega við þetta er að jafnvel
bæjarhátíð á norðurhveli jarðar get-
ur gert heiminn örlítið betri en hann
er í dag,“ segir Jón Gunnar Þórð-
arson, annar skipuleggjenda Ak-
ureyrarvöku sem fram fer um næstu
helgi.
Morgunblaðið/Ómar
Vegglist Guido Van Helten er vel
þekktur fyrir einstök vegglistaverk.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Frábær lausn fyrir hallandi
og óreglulega glugga
PLÍ-SÓL
GARDÍNUR
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval • Meiri gæði
Íslensk framleiðsla
eftir máli
Í dag, laugardaginn 23. ágúst, á milli
klukkan 14 og 18 verður áhugaverð
vinnustofa opin fyrir áhugasama í
Herberginu í Kirsuberjatrénu, Vest-
urgötu 4 í Reykjavík. Þar mun textíl-
og fatahönnuðurinn Brynja Emils-
dóttir kenna gestum og gangandi að
búa til margnota innkaupatöskur úr
gömlum efnum og fötum. Kennsla í
silkiþrykksprentun fer þar einnig
fram en að baki töskunum er hug-
myndin um að endurnýta efnivið í
stað þess að henda honum. „Ég hef
verið að nota gömul efni, afganga og
gamla lagera til að búa til barnaföt
en í náminu mínu hefur flest snúist
um sjálfbærni bæði í gegnum text-
ílinn og fatahönnunina,“ segir Brynja
sem ákvað að gera eitthvað í þessum
dúr á menningarnótt. „Við í Kirsu-
berjatrénu höfum oft talað um þessa
plastpokanotkun og langaði að vera
með taupoka sem fólk gæti notað
meira sem tösku seinna í stað þess
að fleygja plastpoka eftir notkun og
hugsa þess í stað um umhverfið,“
ssegir textíl- og fatahönnuðurinn
Brynja sem í dag mun leiðbeina fólki
og verður með töskusnið á staðnum.
Það er ljóst að engin hætta er á að
tvær töskur verði eins.
Umhverfisvæn textílvinnustofa í Kirsuberjatrénu í dag
Nýjar og ein-
stakar töskur
gerðar úr göml-
um efnisbútum
Skapti Hallgrímsson
Efnisbútar Í töskurnar er nýtt efni sem annars yrði fleygt. Hönnuðurinn
Brynja Emilsdóttir leggur áherslu á endurnýtingu í hönnun sinni, eins og
sjá má í Kirsuberjatrénu í dag þar sem gestir geta búið til sína eigin tösku.
Endurnýting Brynja með eina af
þeim svuntum sem hún hannar sjálf.
Ljósmynd/Jenný Guðmundsdóttir
Frisbígolf er íþrótt sem nýtur ört vax-
andi vinsælda hér á landi sem erlend-
is. Í vikunni var nýr völlur vígður í
Reykjavík og er öllum heimilt að nýta
þá til iðkunar íþróttarinnar, sem er
blanda af golfi og listinni að kasta
frisbídisk sem koma á í sérstaka
körfu í sem fæstum höggum. Vellirnir
eru í Laugardal, Fossvogsdal og
Breiðholti, auk Klambratúns og Gufu-
ness. Nánar um það á vefnum
www.folf.is.
Frisbígolfvellir borgarinnar
Malín Brand
Sniðugt Íþróttin hentar öllum aldurs-
hópum og ekkert kostar inn á vellina.
Vellir komnir
í fimm hverfi