Morgunblaðið - 23.08.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Við skröltum á toppinn í síðustu yf-
irreið Landssambands veiðifélaga,“
segir Einar Lúðvíksson, staðarhald-
ari við Eystri-Rangá, og vísar til þess
að samkvæmt tölum LV á vefnum
Angling.is hafa flestir laxar veiðst
þar, nálgast talan nú 2.000 fiska.
„Veiði í júlí byggðist að mestu á
stórlaxi. Af fyrstu 500 löxunum voru
88 prósent stórlax og af fyrstu þús-
und fiskunum voru 67 prósent stór-
lax. Ætli um 50 prósent veiðinnar nú,
þegar við erum að ná 2.000 veiddum
fiskum, séu ekki stórlax. Í gær veidd-
ust 44 laxar og fjórðungur var stór.
Þetta er ekki gott smálaxasumar.“
Einar spáir því að heildarveiðin í
Eystri-Rangá verði á bilinu 3.000 til
3.500 laxar. Ef veiðast um tvö þús-
und smálaxar er þriðjungur veið-
innar stórlax – sem er frábær stór-
laxaveiði, segir hann. Og stórlaxinn
sé miklu verðmætari en smálax.
Hann ber veiðina nú saman við sum-
arið 2007 þegar um 7.500 laxar
veiddust en nær allt smálax.
„Ánægjustuðullinn er ekkert endi-
lega lægri nú, þótt heildartalan sé
talsvert lægri, því kannski má segja
að mönnum finnst jafn gaman að ná
einum stórum og fimm smálöxum.
Veiðimenn eru mjög ánægðir.“
Daprara en menn vonuðu
„Veiðin hefur verið daprari en við
vonuðum,“ segir Einar Sigfússon um
Norðurá, þar sem hann er sölustjó-
ri,og Haffjarðará þar sem hann er
annar eigandinn.
„Veiðin í Norðurá er komin á ní-
unda hundraðið og ómögulegt að
segja í hvaða tölu hún endar en það
fer mikið eftir veðrabreytingum sem
nú eru í vændum. Skilyrðin hafa ver-
ið erfið, sól og blíða, en það pikkast
alltaf eitthvað upp. Það er nokkuð af
fiski í ánni, og talsvert uppi á dal, en
ekki í viðlíka magni og var í fyrra. Og
fiskurinn sem átti að vera aðeins
frískari núna þegar liðið er á sum-
arið, hann kom ekki,“ segir Einar.
Í Haffjarðará hefur veiðst vel á
sjöunda hundrað laxa. „Þó nokkuð er
af fiski í ánni en þótt smálaxinn hafi
komið svolítið þá hefur það ekki ver-
ið í miklum mæli,“ segir hann og
bætir við að af síðustu tíu löxum sem
veiddust hafi fjórir verið lúsugir
smálaxar. „Þeir eru aðeins að tínast
inn en auðvitað ekki í þeim mæli sem
við vildum sjá.
Uppistaðan í veiðinni í sumar er
stór fiskur, og talsvert hefur verið af
fiski um og yfir tuttugu pund. Stór-
laxinn hefur verið sérlega flottur í
sumar, hjá okkur sem víðar.“ Einar
nefnir sem dæmi lax sem veiddist í
júlí og var 102 cm langur og 56 cm í
ummál.
„Nú verða menn að vona að smá-
laxinn mæti næsta sumar, vorið var
miklu betra nú en í fyrra og það hef-
ur vonandi haft góð áhrif á útgöngu
seiðanna,“ segir Einar. „Næsta ár
hefur alla burði til að verða gott.“
Frábært á Ásum
Veiðitölur á Norðurlandi eru mun
nær meðalveiði síðustu ára en á
Vestur- og Suðurlandi. Til að mynda
eru leigutakar Laxár á Ásum afar
ánægðir með sumarið.
„Við erum sérstaklega ánægðir
með það hvernig veiðin hefur gengið
hjá okkur í sumar,“ segir einn
þeirra, Elías Blöndal. „Við erum í
skýjunum og vonandi stefnum við yf-
ir þúsund laxa, annað árið í röð. Það
væri alveg frábært.“ Vert er að taka
fram að aðeins er veitt á tvær stang-
ir í ánni.
„Í sumar hefur verið talsvert
meira af stórlaxi en í fyrra, allt að
helmingi meira nú en í fyrra. Og
mjög mikið af rosalega stórum og
flottum fiski. Um daginn veiddist
105 cm lax í Langhyl og ég veit ekki
hve langt er síðan slíkur höfðingi
veiddist síðast í Ásunum, sem er
þekkt sem smálaxaá. Menn hafa ver-
ið að veiða tíu laxa eða meira á stöng
á dag og svo einn og einn góðan stór-
an á milli, sem er frábært.“
Bjóða í Hlíðarvatn
Stangaveiðifélögin sem fara með
veiðileyfin í hinu vinsæla bleikju-
vatni Hlíðarvatni í Selvogi bjóða
gestum að koma og veiða án endur-
gjalds á morgun, sunnudag, í vatn-
inu. Fulltrúar frá félögunum verða á
staðnum og munu leiðbeina gestum
um agn, veiðistaði og aðferðir.
Stórlaxarnir auka ánægjuna
Um helmingur veiddra fiska í Eystri-Rangá er stórlax Í Norðurá „pikkast alltaf eitthvað upp“
„Við erum í skýjunum og vonandi stefnum við yfir þúsund laxa,“ segir leigutaki Laxár á Ásum
Lukkulegir Breski veiðimaðurinn Sean Grovy ásamt leiðsögumanninum Erik Koberling með 90 cm lax sem hann veiddi í Réttarhyl í Kjarrá.
Aflahæstu árnar
Eystri-Rangá (18)
Blanda (14)
Ytri-Rangá & Hólsá (20)
Miðfjarðará (10)
Þverá / Kjarrá (14)
Norðurá (15)
Laxá á Ásum (2)
Selá í Vopnafirði (7)
Laxá í Aðaldal (18)
Haffjarðará (6)
Vatnsdalsá (7)
Hofsá og Sunnudalsá (10)
Víðidalsá (8)
Elliðaárnar (6)
Laxá í Kjós (10)
Grímsá og Tunguá (8)
Hítará (6)
Ormarsá (4)
Svalbarðsá (3)
Laxá í Leirársveit (6)
Langá (12)
Flókadalsá (3)
Straumfjarðará (4)
Fnjóská (8)
Leirvogsá (2)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Á sama tíma
Staðan 20. ágúst 2014
2013 2012
2.890
2.421
3.106
2.564
2.702
2.845
818
1.253
843
1.735
806
*
600
985
736
1.174
890
*
*
650
1.993
694
538
*
461
2.114
829
2.588
1.112
629
802
168
1.181
254
955
246
742
225
744
360
350
*
*
202
326
702
248
199
224
171
1.877
1.786
1.453
1.168
1.016
806
789
755
677
660
489
458
430
405
356
356
347
331
315
307
307
247
245
239
236
*Tölur liggja ekki fyrir. Heimild: www.angling.is
„Samningur við útgáfufélagið
Heim var útrunninn og Stanga-
veiðifélag Reykjavíkur ákvað að
taka tímaritið aftur í fangið. Veiði-
maðurinn er kominn heim,“ segir
Hörður Vilberg, ritstjóri tímaritsins
Veiðimannsins, sem berst þessa
daga til félagsmanna og er komið i
verslanir, í talsvert minna broti en
jafnframt þykkara en lesendur
þessa vinsæla veiðitímarits hafa
átt að venjast um langt skeið.
„Við fengum til liðs við okkur
hóp öflugra blaðamanna og ljós-
myndara sem skipa ritnefnd, þá
Kjartan Þorbjörnsson – Golla,
Trausta Hafliðason, Svavar Háv-
arsson og Steingrím Sævar Ólafs-
son. Brotið á ritinu er vísun í
Meðal efnis í rit-
inu eru viðtöl við
Árna Friðleifsson,
formann SVFR, og
Vífil Oddsson verk-
fræðing og fjallað um
veiðistaði í Langá og
Leirvogsá.
Annað vinsælt veiði-
tímarit er komið í hillur
verslana, 2. tölublað
Sportveiðiblaðsins í ár.
Meðal efnis er viðtal við
Bubba Morthens um Laxá
í Aðaldal og viðtöl við Gunnar
Adólf Guttormsson, 85 ára veiði-
mann á Héraði, og Ríkarð Hjálm-
arsson sem er slyngur ástríðu-
veiðimaður og áhugaljósmyndari.
gamla tímann án
þess að við
séum að fara
aftur á bak,“
segir hann.
„Þetta er nánast
upp á millimetra
gamla brotið sem
var á ritinu í ára-
tugi og margir
kunnu vel að meta.
Svo var af mörgu að
taka þegar kom að
efninu. Það liggur
við að hálft tímarit til sé tilbúið en
það kemur út í nóvember. Þá verða
tímamót næsta ár þegar tölublað
númer 200 kemur út en þá verður
Veiðimaðurinn 75 ára.“
Veiðimaðurinn kominn heim
VEIÐITÍMARITIN RATA TIL ÁHUGASAMRA LESENDA OG EITT MEÐ ÁKVEÐNUM BREYTINGUM
www.fi.is
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Ekki vera í baklás
Skráðu þig inn – drífðu þig út
Sjá nánar á www.fi.is
Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533
eða í netpóst fi@fi.is
Bakskóli
Ferðafélag Íslands stendur fyrir bakskóla, gönguferð-
um, fjallgöngum og styrktaræfingum fyrir bakveika.
Um er að ræða heilsársverkefni með tveimur göngu-
ferð um í viku. Bakskólinn hefst fimmtdaginn 28. ágúst
kl. 18, mæting við Árbæjarlaug.