Morgunblaðið - 23.08.2014, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Aldrei hefur verið lokað fyrir bíla-
umferð í miðborginni jafn mikið og
nú vegna Menningarnætur. „Við
ákváðum að fara að ráðleggingum
um fjörutíu samtaka, stofnana og
sérfræðinga varðandi öryggismál.
Við viljum tryggja öryggi fólks,“
sagði Einar Bárðarson, forstöðu-
maður Höfuðborgarstofu. Þessar
aðgerðir eiga að tryggja öryggi bæði
gangandi og akandi vegfarenda og
auðvelda aðgengi lögreglu, sjúkra-
bíla og slökkviliðs um svæðið. „Við
viljum geta rýmt svæðið á innan við
hálftíma ef til þess kæmi eins og til
dæmis eldsvoði.“
Slæm reynsla frá árinu áður
Ástæðan fyrir þessari umfangs-
miklu lokunum er meðal annars
slæm reynsla frá árinu áður. Þá voru
dæmi um að ökumenn virtu ekki lok-
anir og stofnuðu öðrum í hætti
vegna framgöngu sinnar. „Við hvetj-
um fólk til að taka strætó, leggja á
bílastæðum og taka strætó nær
bænum,“ sagði Einar.
Á meðfylgjandi korti er sýnt um-
fang svæðisins sem verður lokað
fyrir bílaumferð á laugardaginn. Bú-
ist er við að um hundrað þúsund
manns leggi leið sína í miðbæinn.
Gestir eru hvattir til að taka
strætó, en frítt verður í strætó í dag.
Sæbrautin verður lokuð þar sem
hún mætir Snorrabrautinni en þar
er leyfð bílaumferð. Gamla Hring-
brautin verður lokuð en hægt að
keyra Hringbrautina. Tilvalið er því
fyrir gesti að leggja á bílastæðinu
við Háskóla Íslands og ganga í
miðbæinn.
Á meðan Reykjavíkurmaraþonið
stendur verða nokkrar götur lok-
aðar fyrir umferð rétt á meðan
hlaupararnir fara sína leið. Hringur-
inn nær út á Seltjarnarnes.
Klukkan 8.40 verður ræst í mara-
þonhlaup, hálfmaraþon og boðhlaup.
Tæpum klukkutíma seinna verður
10 km hlaupið ræst. Tímatöku lýkur
14.40.
Allir vagnar flytja gesti
heim klukkan ellefu
Hefðbundið leiðakerfi Strætó
verður aftengt klukkan 23 á Menn-
ingarnótt og allir vagnar verða settir
í það verkefni að flytja gesti heim úr
miðbænum.
Farið verður frá BSÍ og Hlemmi.
Mikilvægt er að gestir kynni sér
hvert vagnarnir fara, en þeir verða
merktir með bókstöfum. Nánari
upplýsingar er að finna á vefsíðu
strætó.
Lokanir vegna Menningarnætur
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Latabæjarhlaup
Útisvið
Útisvið
Útisvið
Útisvið
Flugeldasýning
Aðsetur lögreglu, slökkviliðs,
björgunarsveita og týndra barna
viðMenntamálaráðuneytið
Harpa
BSÍ
Höfðatorg
Ráðhús
HÍ
Hlemmur
S
S
S
WC
WC
WC
WC
WC
WC
WC
WC
WC
WC
WC
WC
WC
WC
Upplýsingar
Þjónustusími 411 111
er opinn frá kl. 9 til 23
Aðalstræti kl. 13-21
Höfðatorgi kl. 13-17
Bílastæðahús
opin kl. 07-01
Bílastæði hreyfihamlaðra
Möguleg bílastæði
Akstur bannaður á hátíðarsvæði
Akstur leyfður út af hátíðarsvæði
Strætó ekur að og frá Hlemmi,
Kirkjusandi og Gömlu Hringbraut,
gegnt BSÍ.
Nánari upplýsingar á
menningarnott.is og á straeto.is
S
Laugavegur
Sn
or
ra
br
au
t
Ra
uð
ar
ár
st
íg
ur
Flókagata
Kjarvalsstaðir
Eiríksgata
Bergþórugata
Laugavegur
Hverfisgata
Sæbraut
Be
rg
st
að
as
træ
ti
Fr
ík
irk
ju
ve
gu
r
Su
ðu
rg
at
a
Geirsgata
Æ
gi
sg
at
a
Túngata
Skúlagata - neyðarbraut
Gamla Hringbraut
Hringbraut
Hringbraut
Nánast allur miðbærinn lokaður fyrir bílaumferð
Öryggi borgarbúa í fyrirrúmi Frítt í strætó
Aldrei fleiri lokanir
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Þetta er örugglega með stærri
listgjörningum sem hafa verið
framdir,“ sagði Sigríður Soffía
Níelsdóttir danshöfundur, sem býr
til dansverk fyrir flugelda á Menn-
ingarnótt í ár. Hún stýrði einnig
síðustu flugeldasýningu. Hún segir
vissulega hafa
verið nokkra
pressu að hanna
flugeldasýn-
inguna í ár, þar
sem sú síðasta
hafi heppnast
mjög vel. Flug-
eldasýningin
verður undir
samspili tónlistar
og munu kirkju-
klukkur óma um alla borg og á
landsbyggðinni. 23 kirkjur á lands-
byggðinni munu hringja klukkum
sínum, jafnt í þéttbýlli bæjum sem
og á strjálbýlli stöðum.
„Vodafone bað mig um að koma
með nýja hugmynd fyrir sýninguna
í ár. Mig langaði að tengja lands-
byggðina meira við Menningarnótt
og því fannst mér kjörið að kirkju-
klukkum á landsbyggðinni yrði
hringt um leið og flugeldasýningin
yrði. Ég vil að fólk geti upplifað
þetta með eigin eyrum hvar sem er
á landinu.“
Sækja þurfti um formlegt leyfi
frá biskupi og prestum allra þeirra
kirkna sem taka þátt og fá hringj-
ara landsins til liðs við sig. „Þetta
er rosalega stórt verkefni og lykill-
inn er samhæfing. Allt þarf að
smella á hárréttum tímapunkti.“
Eins og síðustu ár sýnir Ríkis-
útvarpið beint frá tónleikunum sem
hefjast rétt fyrir átta og eftir það
tekur flugeldasýningin við. RÚV
sýndi í fyrsta sinn alla flugeldasýn-
inguna í fyrra, þar sem hún var
með óvenjulegu sniði, og því var
vilji fyrir nánara samstafi. RÚV
mun því fylgja sýningunni alveg nú
í ár og reyna að skila henni inn í
stofur landsmanna.
Hún vann sýninguna út frá þjóð-
sagnaminni; tölunum þremur og sjö
og tengingu þjóðsagna við kirkju-
klukkur. „Þessar tölur eru oft
tengdar ævintýrum og einnig
gegna kirkjur vegamiklu hlutverki í
ævintýrum.“ Hún benti á að í þjóð-
sögum hefði kirkjuklukkum oft ver-
ið hringt af miklum ákafa þegar
óvænt ógn steðjaði að, tröll,
galdrar eða eldgos, þær hefðu verið
eins konar gamaldags almanna-
varnir.
„Flugeldar eru töfrar út af fyrir
sig og allar kirkjur munu vara við
þessu sjónarspili sem er í vænd-
um.“
Hún segir skemmtilegt að Voda-
fone og Reykjavíkurborg vilji halda
áfram að styðja við metnaðarfulla
flugeldasýningu á Menningarnótt.
„Fólk skildi fyrst ekki hvað dans-
höfundur gæti gert öðruvísi við
flugelda en það hefur vonandi
breyst.“ Hægt er að kynna sér
frekar verk hennar á vefsíðunni:
www.siggasoffia.4ormat.com
Kirkjuklukkurnar
óma um allt land
Landsbyggðin tengd Menningarnótt
Töfrar Tónlist, kirkjuklukkur og
flugeldar á Menningarnótt. Sigríður Soffía
Níelsdóttir
Svava Oddný segir það koma sér
á óvart hversu margar nýskrán-
ingar hafi verið síðasta daginn.
„Það er alltaf einhver hópur sem
tekur ákvörðun um að skella sér í
styttri vegalengdirnar á lokametr-
unum, eftir að hafa skoðað veð-
urspána,“ segir Svava Oddný Ás-
geirsdóttir, hlaupstjóri
Reykjavíkurmaraþonsins. Þegar
skráningu lauk í gærkvöldi höfðu
alls 15.286 manns skráð sig til
þátttöku, þar af 1.055 í maraþon-
hlaup, 2.491 í hálfmaraþon og
7.035 í 10 kíló-
metra hlaup.
Aðspurð segir
Svava Oddný
fleiri vel geta
skráð sig í
þriggja kíló-
metra hlaupið
og Lata-
bæjarhlaupið á
morgun. Það er
því ljóst að þátttakendum Reykja-
víkurmaraþonsins geti enn fjölgað
þetta árið.
Yfir 15.000 manns skráðir
MJÖG MIKIL ÞÁTTTAKA Í REYKJAVÍKURMARAÞONINU
Svava Oddný
Ásgeirsdóttir
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma