Morgunblaðið - 23.08.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.08.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014 Áhugaverðir áfangastaðir Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Látrabjarg er fuglabjarg á sunnan- verðum Vestfjörðum og er stærsta sjávarbjarg Íslands og Evrópu. Því er í daglegu tali skipt í fjóra hluta eða Látrabjarg, Bæjarbjarg, Breiðavíkurbjarg og Keflavíkur- bjarg. Látrabjarg er 14 kílómetra langt og þverhnípt bjarg frá austri til vesturs við norðanverðan Breiða- fjörð. Þar er vestasti tangi landsins, Bjargtangar, og eitt þéttsettnasta fuglabjarg heims. Í Látrabjargi verpa margar fuglategundir en talið er að millj- ónir sjófugla séu hverju sinni í bjarginu. Þar má nefna álku, lunda, langvíu, stuttnefju, rytu og fýl. Á sumrin má sjá fugla í hverri einustu syllu í bjarginu og því er það algjör draumur fyrir fuglaunnendur að upplifa þá ótrúlegu náttúrúperlu sem bjargið býr svo sannarlega yfir. Náttúruöflin eiga stóran þátt í því að stórfenglegt fuglalíf hefur skap- ast á Látrabjargi, en sjórinn og sterkur vindur hafa í langan tíma mótað þær fjölmörgu klettasyllur sem fuglarnir hafa gert að griðar- stað sínum. Í syllunum er að finna fjölmörg egg og öldum saman var sigið í bjargið eftir eggjum, ásamt því að fuglar voru veiddir á svæð- inu. Sigi var hætt eftir árið 1925 þegar 40.000 eggjum var safnað. Þægileg gönguleið Ef menn vilja upplifa svæðið af alvöru þá er nauðsynlegt að skella sér í hressilega göngu um svæðið. Á göngunni er margt fallegt að sjá, en selir eru algengir á skerjunum í grennd við vitann og stundum bregður fyrir hvölum skammt frá landi. Gönguleiðin liggur meðfram Látrabjargi og er um sex kílómetra löng. Gengið er sömu leið til baka, en tekið skal fram að leiðin er ekki merkt né stikuð. Gönguleiðin er þó þægileg til göngu og auðvelt er að rata um svæðið. Leiðin liggur þannig að berginu er fylgt þar til komið er á hæsta punktinn, en það mun vera Hvanngjáarfjall. Varast skal að fara of nærri brúnum þar sem undirlag getur verið laust og jafnvel holt eft- ir varp lunda. Öruggast er því að halda sig í ákveðinni fjarlægð frá bjarginu. Stærsta sjávarbjarg Íslands og Evrópu  Stórfenglegt fuglalíf er að finna á Látrabjargi www.mats.is Náttúra Látrabjarg er eitt fallegasta svæði landsins en talið er að milljónir fugla séu í bjarginu hverju sinni. Á ljósmyndinni er horft til austurs. Margt áhugavert er að sjá á Heim- ilisiðnaðarsafninu á Blönduósi en það var upphaflega opnað árið 1976 í tilefni af 100 ára afmælis Blönduós- bæjar sem verslunarstaðar. Nokkrar fastar sýningar eru á svæðinu en áhersla er lögð á að sýn- ingarnar kalli fram tíðaranda, hug- hrif og stemningu í stað þess að sýna marga líka muni í senn. Sýningarnar eru alls fimm talsins en þær felast í sýningu á útsaumi, sýningu á þjóð- búningum, ullarsýningu, Halldóru- stofu og gömlum áhöldum. Á sýningunni á útsaumi er nær- klæðnaður kvenna til sýnis frá fyrri tíð ásamt listilegum útsaumi, hekli og orkeringu. Ekki eru þó ekki alltaf sömu hlutir til sýnis á hverjum tíma þar sem ýmsum munum er skipt út á milli ára. Á safninu má sjá úrval íslenskra þjóðbúninga, en þar má nefna skaut- búninga, upphluti og peysuföt. Nokkrir búninganna eru orðnir tölu- vert gamlir og sumir frá seinnihluta 19. aldar og upphafi 20. aldar. Á ullarsýningunni geta gestir fengið að þreifa á íslensku ullinni og fundið mismuninn á togi og þeli. Á sýningunni eru handgerð sjöl, prjón- uð og hekluð úr þeim efnum, en einn- ig eru margar gerðir af útprjónuðum vettlingum, sokkum og mörgu fleiru. Halldórustofa er staðsett í efri hluta gamla safnhússins. Hún er kennd við Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981), en hún var heimilisráðu- nautur Búnaðarfélags Íslands, gaf út ársritið „Hlín“ í 44 ár og stofnaði og rak Tónvinnuskólann á Svalbarða í Suður- Þingeyjarsýslu. Á sýningunni um gömul áhöld má svo sjá spunavél, vefstól, rokka, prjónavélar og ýmiss konar önnur áhöld. Úrval íslenskra þjóðbúninga  Áhersla lögð á tíðaranda, hughrif og stemningu Ljósmynd/Heimilisiðnaðarsafnið Safn Skautbúningur úr sýningu. Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Nýjar hagstæðar lausnir í innréttingum. Nútímaleg hönnun, glæsilegt útlit og örugg gæði frá fagmönnum. Verktakar – húsbyggjendur ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.