Morgunblaðið - 23.08.2014, Síða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Ætlar þú að
um lífsstíl?
Heilsulausnir
Hentar einstaklingum sem glíma
við offitu, hjartasjúkdóma og/eða
sykursýki.
Kynningarfundur
Fimmtud. 21. ágúst kl. 17:00.
Fyrir þá sem hafa hug á að byrja á
námskeiðinu í byrjun september eða
vilja frekari upplýsingar um
Heilsulausnir.
Allir velkomnir
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010www.heilsuborg.is
Tapashúsið | Ægisgarði 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is
TAPASHÚSID BORDPANTANIR
Í SÍMA 512-8181
Menningarnætursedill 2014
TAPAS-MENNING
Leturhumar & tígrisrækja...
hvítlaukur, sítróna, eldpipar
Tapasplatti...
Laxa-sashimi, serranó skinka, chorizo pylsa
Grilladar lambalundir...
sojasveppir, BBQ & trufflupólenta
Gulrótarkaka...
sýrdur rjómi, appelsína & hvítt súkkuladi
6.400 kr.
Talsverð starfsmannavelta hefur
verið hjá WOW air á undanförnum
árum en frá því að flugfélagið hóf
áætlunarflug sumarið 2012 hafa sjö
framkvæmdastjórar látið af störfum.
WOW air var stofnað í nóvember ár-
ið 2011.
Í fyrradag var greint frá því að
þeim Tómasi Ingasyni og Arnari Má
Arnþórssyni hefði verið sagt upp
störfum. Tómas var forstöðumaður
viðskiptaþróunarsviðs WOW og hóf
störf í byrjun árs en Arnar Már tók
við starfi framkvæmdastjóra sölu-
og markaðssviðs í maí síðastliðnum.
Í febrúar greindi Morgunblaðið
jafnframt frá því að WOW air væri
að skipta um auglýsingastofu. Skúli
Mogensen, forstjóri og stofnandi
flugfélagsins, sagði þá að starfsemi
WOW air hefði farið ört vaxandi frá
stofnun þess og að slíkum vexti
fylgdu áherslu- og skipulagsbreyt-
ingar. Hefur velta félagsins aukist úr
2,5 milljörðum árið 2012 í tíu millj-
arða 2013.
Ljósmynd/Herman Wouters
Ör vöxtur Samtímis miklum vexti flugfélagsins WOW air hefur starfs-
mannavelta verið mjög mikil hjá helstu stjórnendum félagsins.
Sjö stjórnendur
WOW hætt störfum
Mikil starfsmannavelta hjá WOW air
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Primera Air, sem er leiguflugfélag á
vegum Andra Más Ingólfssonar, hef-
ur stofnað nýtt flugfélag í Lettlandi
sem ber nafnið Primera Air Nordic. Á
sama tíma stígur Jón Karl Ólafsson,
forstjóri félagsins til hliðar, og Hrafn
Þorgeirsson tekur við starfinu. Hann
var áður framkvæmdastjóri Primera
Air Scandinavia í Danmörku.
Andri Már segir í samtali við Morg-
unblaðið að með stofnun félagsins þar
í landi fáist aukinn sveigjanleiki.
Hægt sé að þenja út starfsemina og
draga hana saman með skemmri fyr-
irvara en á Norðurlöndunum, því þar
þurfi að ráða áhafnir að lágmarki til
sex mánaða, sem geti verið erfitt við-
fangs ef aðstæður breytist hratt og
nefnir sem dæmi að byltingin í
Egyptalandi hafi haft mikil áhrif á
ferðaþjónustu.
„Við erum í alþjóðasamkeppni og
þurfum sveigjanleika. Sérstaklega
vegna viðbótarverkefna sem við erum
að sækja. En við greiðum okkar fólki
góð laun og það hefur vinnu allt árið
um kring,“ segir hann.
Andri Már segir um brotthvarf
Jóns Karls að starfsemi fyrirtækisins
verði nú að mestu erlendis og honum
hafi ekki hugnast að vera meira í út-
löndum.
Hluti starfseminnar fer
frá Íslandi til Lettlands
Í haust munu nýjar skrifstofur fé-
lagsins í Riga verða teknar í gagnið
og er ráðgert að hluti starfseminnar
sem hingað til hefur verið á Íslandi og
tengist beint framleiðslu verði stað-
settur í Lettlandi til að geta samþætt
starfsemi Primera Air Scandinavia og
Primera Air Nordic. Reiknað er með
að skrifstofur félagsins í Riga geti
sinnt þörfum beggja félaga flug-
félagsins.
Búist er við að öll nauðsynleg leyfi
liggi fyrir í byrjun
október og hefst
flugrekstur í nóv-
ember undir
merkjum nýja fé-
lagsins.
Primera Air
veltir um 30 millj-
örðum króna og
er reiknað með
því að vöxturinn í
ár og á næsta ári
verði um 30% vegna aukinna verk-
efna, að sögn Andra Más.
Primera Travel Group, sem á m.a.
Primera air og Heimsferðir, er eitt
stærsta fyrirtæki landsins og velti um
92 milljörðum í fyrra, en umsvifin eru
nær öll erlendis. Meginrekstur fyrir-
tækisins er fólginn í rekstri ferða-
þjónustufyrirtækja, ferðaskrifstofa
og ferðaheildsala, í Svíþjóð, Noregi,
Danmörku, Finnlandi og á Íslandi
auk leiguflugfélagsins Primera Air
sem rekur átta flugvélar. Til saman-
burðar má geta þess að velta Marel á
árinu 2012, sem þá var veltumesta fé-
lag landsins, var 115 milljarðar króna
og Icelandair Group, sem skipaði ann-
að sætið, velti 112 milljörðum króna,
samkvæmt bókinni 300 stærstu.
Primera stofnar
flugfélag í Lettlandi
Jón Karl Ólafsson hætti sem forstjóri leiguflugfélagsins
Umsvif Samstæðan Primera Travel Group veltir um 92 milljörðum og um 30 milljarðar koma frá Primera Air.
Jón Karl
Ólafsson
Andri Már
Ingólfsson
Hrafn
Þorgeirsson