Morgunblaðið - 23.08.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Kistuberar láta líkkistu flugliðans Nur Shazana sem
fórst með farþegaþotu malasíska flugfélagsins Mal-
aysian Airlines síga niður í gröf við útför hennar nærri
Kúala Lúmpúr í gær. Líkamsleifar þeirra 43 Malasíu-
búa sem létust þegar flugvélin var skotin niður yfir
Úkraínu byrjuðu að koma til landsins í gær. Lands-
menn minntust fórnarlambanna með mínútu þögn um
allt land.
AFP
Fyrstu líkin komin heim til Malasíu
Stjórnvöld í Senegal hafa lokað
landamærum sínum að Gíneu af ótta
við ebólufaraldurinn sem geisar í
Vestur-Afríku, þrátt fyrir að Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) hafi varað við því að slíkar
ráðstafanir hafi þveröfug áhrif. Þau
hafa einnig lokað á flug- og skipa-
samgöngur frá Gíneu, Líberíu og
Síerra Leóne, þau þrjú lönd sem
hafa orðið verst úti í faraldrinum.
Að minnsta kosti 1.350 manns
hafa þegar látist af völdum ebólu frá
því að faraldurinn blossaði upp.
WHO hefur áður sagt að ferðabönn
virki ekki, sérstaklega ef þau koma í
veg fyrir að læknar komist til þess
að hjálpa.
Heilbrigðisyfirvöld í Nígeríu til-
kynntu í gær að ebóla hefði greinst í
tveimur manneskjum til viðbótar.
Báðar eru þær makar fólks sem
hafði sýkst af veikinni. Þar með hafa
því fjórtán tilfelli greinst í landinu og
hefur sjúkdómurinn þegar dregið
fimm þeirra til dauða.
AFP
Sóttkví Auð gata í fátækrahverfi í Líberíu þar sem sóttkví var sett á.
Setja á ferðabann af
ótta við ebólufaraldur
WHO segir bönn hafa þveröfug áhrif
Á sjöunda tug manna eru taldir hafa
fallið í árás vopnaðra sveita sjíamús-
líma á mosku súnníta í bænum Imam
Wais í Diyala-héraði í Írak sem enn
er á valdi íraskra stjórnvalda. Einn
árásarmannanna réðst inn í mosk-
una og sprengdi sjálfan sig í loft upp.
Í kjölfarið fylgdu vopnaðir menn
sem skutu á tilbeiðendur. Komust
þeir undan þrátt fyrir tilraunir vopn-
aðra sveita á staðnum til að hafa
hendur í hári þeirra.
Nærliggjandi bæir eru á valdi
samtakanna Ríkis íslams (ISIS) og
segja embættismenn að vígamenn
þeirra hafi undanfarið reynt að fá
meðlimi tveggja samfélaga súnníta á
svæðinu til að ganga til liðs við sig,
án árangurs.
Bandarísk hermálayfirvöld telja
ISIS vera alvarlegustu ógn sem
steðjar að hagsmunum Bandaríkj-
anna um þessar mundir, jafnvel
meiri en þá sem stafar af hryðju-
verkasamtökunum al-Qaeda. Þrátt
fyrir vaxandi áhyggjur vestrænna
leiðtoga af uppgangi ISIS, hafnar
Philip Hammond, utanríkisráðherra
Bretlands, því algerlega að Bretar
reyni að fá Bashar al-Assad, forseta
Sýrlands til liðs við sig í baráttunni
gegn íslamistunum.
„Það má vel vera að á stundum
séum við að berjast við sömu aðila og
Assad en það gerir okkur ekki að
bandamönnum hans. Það væri ekki
gagnlegt, skynsamlegt eða hjálplegt
að einu sinni hugsa út í þann mögu-
leika að fara þá leið,“ sagði Ham-
mond í viðtali við breska ríkisútvarp-
ið BBC. Lýsti hann jafnframt stjórn
Assad sem „hræðilegri“.
Fjöldamorð á súnn-
ítum í mosku í Írak
AFP
Átök Vopnaðar sveitir berjast gegn
liðsmönnum Ríkis íslams (ISIS).
Bandalag gegn
ISIS við Sýrlands-
forseta útilokað
Handunnir íslenskir skartgripir úr silfri
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Verð 25.500,- Verð 25.600,-Verð 14.800,-
Verð 34.900,-
Verð 29.900,- Verð 25.700,-
Verð 25.700,-
Verð 17.900,-
Verð 17.900,-
Verð 18.900,-
Verð 17.900,-
Verð 25.700,-
Verð 19.900,-
Verð 14.800,-
STOFNAÐ1987
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s
M
ál
ve
rk
:
Á
sg
ei
r
Sm
ar
i