Morgunblaðið - 23.08.2014, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ert þú búin að prófa
nýja súrdeigsbrauðið okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS
Flora, ný lína frá
DUKA, skreytt
draumkenndum
vatnslitamyndum
eftir sænsku
listakonuna
Malin Björklund
Vandamál þjóða í
dag er að auka raun-
hagvöxt til að eiga
fyrir kröfum kynslóða
um bætt lífskjör. Mikil
fjölgun aldraðra borg-
ara veldur því að
færri standa undir
bættum lífskjörum
okkar og er vandamál
sem er búið að vera
viðloðandi í stærri
samfélögum lengi. Einhverjar nýj-
ar rauntekjur verða að koma fram
til að endar nái saman.
Venjan er að horfa til aukinnar
framleiðslu í hefðbundnum fram-
leiðsluiðnaði viðkomandi þjóðar.
Lækkun launa er jafnvel beitt og í
okkar landi lækka laun til dæmis
þar sem þau eru ekki verðtryggð
eins og annað í samfélaginu. Gjald-
miðillinn okkar er nær verðlaus
pappír og stjórnvöld beita jafnvel
gengisfellingum.
Hagvöxtur er aukinn með því að
framleiða meira magn og flytja
meira út úr landinu af hefð-
bundnum vörum eins og til dæmis
fiski og að framleiða úr fiskinum
verðmætari vöru með lítið breytt-
um framleiðsluaðferðum og ná
fram hagræðingu með lækkun
gengis og launa. Verðmætaaukn-
ingin er því að hluta leikflétta og
millifærsla fjármuna en ekki raun-
verulega aukin verðmætasköpun og
bætir því ekki raunhagvöxtinn.
Mælistikur hagstjórnarinnar mæla
ekki þessar millifærslur og birta
bara nettó hagvöxtinn en greina
ekki hvaðan verðmætin komu, til
dæmis með kjaraskerðingum eða
gengisfellingum sem er ekki birt
sérstaklega sem neikvæður raun-
hagvöxtur.
Nýsköpun er oft dregin fram
þegar á að bæta við tekjur sam-
félagsins og auka raunhagvöxt.
Fólk veðjar á að nýjar tekjur komi
með nýjum framleiðsluhugmyndum
og nýjum og verðmætari vörum.
En þróun á nýjum vörum er dýr
og tekur langan tíma að skila
tekjum og getur því ekki aukið
tekjur samfélagsins nægilega hratt
til að leysa efnahagslegan bráða-
vanda.
Gömlu aðferðirnar eru því ekki
lengur að skila raunhagvexti í sam-
félögum okkar þar sem vaxandi
þörf er á hlutfallslega hraðari
aukningu á nýjum tekjum á hverju
ári. Gömlu gengisfellingar- og
verðbólguráðin eru hætt að virka,
allt er verðtryggt og efnahagslegu
aukaverkanirnar eru miklu verri en
að missa tekjurnar sem tapast við
að reka samfélagið án gengisfell-
ingarleikfléttunnar þar sem allt er
verðtryggt nema reyndar launin.
Á Íslandi virðast þessi mál í
heild sinni vera í miklum ólestri og
nýjar tekjur ekki í augsýn nema
með leikfléttum sem ekki gera
annað en að rýra lífskjörin þannig
að fleiri og fleiri lifa á sömu tekj-
unum. Við lifum meira og minna á
leikfléttuhagvexti og ýtum vanda-
málunum inn í framtíðina. Tekju-
aukning og aukinn raunhagvöxtur í
framtíðinni með núverandi aðferð-
um er nánast óhugsandi.
Í nýlegri grein í Morgunblaðinu
eftir Ricardo Hausmann, fyrrver-
andi yfirhagfræðing Þróunarbanka
Bandaríkjanna, voru viðraðar og
kynntar hugmyndir til að ná fram
byltingarkenndri þróun í verð-
mætasköpun og þar með auknum
raunhagvexti. Hann telur að heppi-
legast sé að byggja upp getu í
samfélögum sem gengur út á að
þróa hæfni eða þekkingu til að
bæta hæfni ofaná hæfni. Ekki sé
lengur vænlegt að auka raun-
hagvöxtinn með því að auka verð-
mæti afurða eða hráefnis sem fyrir
er í samfélaginu með hefðbundnum
hætti, heldur að gera vinnumark-
aðinn hæfari til að búa
til snjallari, ódýrari og
afkastameiri snjall-
lausnir fyrir núverandi
eða nýja og verðmæt-
ari framleiðslu. Þannig
náist fram raunveru-
lega aukin verðmæti
og raunhagvöxtur.
Þetta gerist með stig-
vaxandi bættri hæfni
ofan á fyrri hæfni
þannig að fram-
leiðsluaðferðirnar séu
sífellt að þróast með
snjallari og skilvirkari lausnum.
Um er að ræða algerlega nýja
hugsun sem gengur út á það að
góðar söluvörur séu framleiddar
með snjallari, skilvirkari, afkasta-
meiri og jafnvel ódýrari hætti en
áður og að meira fáist út úr hverri
framleiddri einingu sem þannig
byggir upp aukinn raunhagvöxt.
Ekki sé heldur lengur þörf á að
einblína á hráefni sem fyrir er í
landinu.
Mest kemur út úr svona þróun ef
hin nýja aðferð getur nýst á fleiri
sviðum innan samfélaganna og
gagnist þannig fleiri iðngreinum
eða framleiðslusviðum en því sviði
sem var verið að þróa og þannig
muni hin nýja snjalla aðferð verða
grunnur að nýrri bylgju snjallra
framleiðsluaðferða og færa allt
samfélagið upp efnahagslega.
Annað dæmi er til dæmis ef arð-
ur af arðsamri starfsemi í sam-
félagi er notaður til að byggja upp
enn arðbærari starfsemi. Þá mynd-
ast mjög öflug tekjuuppbygging og
nýjar tekjur skapast sem ekki eru
fengnar með lántökum, skattlagn-
ingu, gengisfellingu eða launalækk-
unum. Um er að ræða algerlega
nýja efnahagslega uppsprettu innan
samfélagsins.
Bandaríkjamenn, BNA, hafa
fundið upp nýjar „snjall“aðferðir
við að vinna olíu- og gas úr gömlum
gas- og olíusvæðum. Gasvinnsla
hefur á árunum 2007 til 2012 aukist
um 50% á ári sem hefur aukið
markaðshlutdeild þessarar gasteg-
undar í BNA úr 5% í 39% og gert
BNA kleift að flytja út gas í stað
þess að flytja það inn. Á sama ára-
bili hefur vinnsla á tiltekinni olíu
einnig aukist átjánfalt. Á síðasta ári
varð BNA að stærri orkuframleið-
anda en Rússland. Áætlað er að
BNA muni framleiða meira en
Sádi-Arabía á næsta ári af algengri
olíutegund. Ný „snjall“ hugmynd
hefur því fært BNA gríðarlega
nýja fjármuni á örfáum árum.
Aukum hagvöxtinn
og þjóðartekjurnar
Eftir Sigurð
Sigurðsson
» Aukning þjóðar-
tekna er að verða
vandamál. Á Íslandi
virðast þessi mál í heild
sinni vera í miklum
ólestri og nýjar tekjur
hjá okkur ekki í augsýn.
Sigurður Sigurðsson
Höfundur er B.Sc., M.phil. (Cand.
Phil.) byggingaverkfræðingur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birt-
ist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift