Morgunblaðið - 23.08.2014, Side 43
Keflavík. „Síðan dett ég í tölvubrans-
ann 1996 þegar ég byrja að vinna í
versluninni Tölvuvæðingu í Keflavík.
Ég er að mestu sjálflærður í tölv-
unum en haft mikinn áhuga á þeim
frá því að ég var krakki. Var að leika
mér í tölvum eins og Sinclair Spectr-
um sem ég eignaðist 10 ára, Amstrad
og Archimedes frá Acorn. Frá Tölvu-
væðingu fer ég yfir til Internetþjón-
ustunnar OK samskipta, þar sem ég
var markaðsstjóri, fór svo að vinna
hjá EJS, var viðskiptastjóri þar. Síð-
an var ég hjá Skýrr sem sölustjóri
fyrir gagnaflutninga og síðar í ráð-
gjöf í viðskiptatengslum (CRM). Við
fjölskyldan bjuggum síðan í London,
þar sem ég starfaði í upplýsinga-
tæknifyrirtæki í fjármálahverfinu.
Þegar heim var komið var ég mark-
aðsstjóri hjá Orkuveitunni, þar sem
ég sá um markaðsmál í tengslum við
ljósleiðaravæðingu hennar. Síðast
var ég verkefnastjóri hjá Lands-
bankanum í innleiðingu á viðskipta-
tengslum (CRM).
Frá 2009 hef ég að mestu starfað
sjálfstætt í gegnum mitt eigið fyrir-
tæki sem ég stofnaði í London við
innleiðingu á Microsoft CRM-
kerfum, en ég byrjaði að vinna með
þær lausnir hjá Skýrr þar sem ég
fékk meðal annars vottun. Mest hef
ég unnið fyrir erlenda aðila en ég hef
fengið tækifæri til að kynnast vel við-
skiptaumhverfinu í Bretlandi frá því
að ég starfaði þar. Ég hef komið að
innleiðingum hjá nokkrum íslenskum
fyrirtækjum og stofnunum eins og
Actavis, 365 Miðlum, Landsbank-
anum og síðast Reykjavíkurborg.
Í dag starfa ég sem framkvæmda-
stjóri hjá eigin fyrirtæki sem heitir
Discover Iceland. Stofnaði það í októ-
ber 2010 með einn jeppa en núna rek
ég fimm breytta jeppa sem fara með
liðlega 3.000 farþega á ári upp á há-
lendið. Það er nóg að gera allt árið
um kring og jafn mikið á veturna og á
sumrin. Starfsemin skiptist í dags-
ferðir og margra daga ferðir þar sem
við sníðum ferðirnar út frá áhuga-
málum fólksins, sem við skipuleggj-
um með því, t.d. hvort fólk vill fara í
snjósleðaferðir, hestaferðir, köfun
eða annað. Það hafa því mikil sam-
skipti átt sér stað milli okkar og við-
skiptavinanna, jafnvel í heilt ár, áður
en þeir koma til landsins.
Ég fer ekki lengur mikið sjálfur í
ferðirnar. Ég sé um sölu- og
markaðsmálin og þarf að reka fyrir-
tækið en samt tekst mér öðru hverju
að fara út að leika og hitta skemmti-
lega viðskiptavini okkar sem koma
alls staðar að úr heiminum.
Áhugamál
Discover Iceland er gott dæmi þar
sem maður breytir áhugamáli í
vinnu, en ég hef haft áhuga á ferða-
lögum og jeppum frá því að ég fékk
bílprófið. Ég er á fullu í alls konar
mótorsporti, torfæruhjólum, götu-
hjólum, vélsleðum, jet-ski og hef bara
áhuga á öllu sem er með mótor. Ég
geng einnig mikið, hef t.d. tvisvar
farið á Hvannadalshnúk. Svo finnst
okkur hjónunum gaman að ferðast.
Við eigum 11 ára brúðkaupsafmæli í
dag og héldum upp á það með því að
vera eina nótt í þessari viku á hóteli í
Hvalfirði. Við vorum í Sankti Péturs-
borg í júní og í New York síðasta vet-
ur og stefnum aftur þangað í haust.“
Fjölskylda
Eiginkona Georgs er Karen
Bjarnadóttir, f. 5.11. 1974, aðalbókari
hjá Hagkaup. Foreldrar hennar:
Bjarni Valtýsson, f. 25.6. 1943, sem
átti og rak dekkjaverkstæði Aðal-
stöðvarinnar í Keflavík, og Ester
Ólafsdóttir, f. 10.5. 1945, d. 23.9. 1994,
deildarstjóri hjá Samkaupum í
Njarðvík.
Börn Georgs og Karenar eru
Esther Aspelund Georgsdóttir, f.
18.10. 1996, og Elín Aspelund
Georgsdóttir, f. 12.12. 2001.
Bróðir Georgs er Baldvin Orri
Þorkelsson, f. 7.4. 1977, maki hans er
Anna Lára Guðnadóttir. Hálfbróðir
samfeðra er Sigurþór Brynjar
Sveinsson, f. 30.11. 1972. Maki hans
er Hólmfríður Helga Björnsdóttir.
Foreldrar Georgs eru Þorkell
Guðmundsson, f . 28.9. 1951, slökkvi-
liðsmaður, bifvélavirki og bílamálari,
og Elín Aspelund, f. 12.1. 1955,
deildarstjóri í Landsbankanum. Þau
búa í Reykjavík.
Úr frændgarði Georgs Aspelund Þorkelssonar
Georg Aspelund
Þorkelsson
Nikólína Henrietta Katrín Þorláksdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðmundur Guðmundsson
bakari á Ísafirði og í Reykjavík
Júlíana Þorlaug Guðmundsd. Aspelund
húsfreyja og matráðskona í Reykjavík
Georg Aspelund
járnsmíðameistari í Reykjavík
Elín G. Aspelund
deildarstjóri hjá Landsbankanum
Sigrún Aspelund Edward
húsfreyja á Ísafirði
Einar Hjaltested
söngvari og bóndi á Öxnalæk í Ölfusi
Kristín Þórðardóttir
húsfreyja á Syðstu-Görðum
Guðmundur Jóhannesson
bóndi á Syðstu-Görðum í
Hnappadalssýslu
Guðný Guðmundsdóttir
húsfreyja, síðast í Hveragerði
Guðmundur Sigurbjörn Sigurgeirsson
járniðnaðarmaður í Keflavík, Reykjavík
og Hveragerði
Þorkell Guðmundsson
bifvélavirki og bílamálari
í Reykjavík
Jófríður Margrét Jónsdóttir
húsfreyja, frá Snorrastöðum
Sigurgeir Þórarinsson
bóndi í Hömluholti í Hnappadalssýslu
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Einar Ásmundsson, forstjóri Sindra,
fæddist á Fróðá í Fróðárhreppi á
Snæfellsnesi 23. ágúst 1901. For-
eldrar hans voru Ásmundur Sig-
urðsson, bóndi á Grund og Bár í
Grundarfirði, frá Vallá á Kjalarnesi,
og Katrín Arndís Einarsdóttir, hús-
freyja frá Kaldaðarnesi. Eignuðust
þau sjö börn, en fjögur komust til
fullorðinsára, þrír synir og ein dótt-
ir. Einar var þeirra elstur. Ásmund-
ur fórst í róðri á Breiðafirði 31.1.
1919 og með honum fjórir menn.
Einar komst af ásamt öðrum manni.
Átján ára að aldri hélt hann til
Reykjavíkur og hóf nám í járnsmíði.
Að því loknu sótti hann átta mánaða
námskeið við járnsmíða- og landbún-
aðarvéladeild Landbúnaðarháskól-
ans í Kaupmannahöfn. Við heim-
komuna 1924 tók hann við smiðju
Þorsteins Tómassonar í Lækjargöt-
unni. Nokkru fyrir stríð keypti Ein-
ar Hverfisgötu 42, en þar stóðu tvö
timburhús. Í stríðsbyrjun hóf hann
byggingu stórhýsis á þess tíma
mælikvarða. Þar var starfsemin í
mörg ár. Þegar hér var komið sögu
hafði Sindrasmiðjunni vaxið fiskur
um hrygg og var orðið stórfyr-
irtækið Sindrastál. Einar færði stöð-
ugt út kvíarnar og hóf söfnun og út-
flutning brotajárns og innflutning á
stáli ásamt byggingarfram-
kvæmdum við Borgartún.
Einar var áhugasamur um félags-
mál og var einn stofnenda Heimdall-
ar. Hann starfaði einnig mikið í sam-
tökum iðnaðarmanna og var í stjórn
Meistarafélags járnsmiða.
Eiginkona Einars var Jakobína
Þórðardóttir, f. 7.3. 1904, d. 16.12.
1988. Foreldrar hennar voru Þórður
Stefánsson, beykir í Reykjavík, og
k.h. Sigríður Jónsdóttir. Einar og
Jakobína eignuðust átta börn: Ás-
geir framkvæmdastjóri, f. 1927, d.
2001, Ásmundur framkvæmdastjóri,
f. 1929, en hann lést af slysförum ár-
ið 1965, Þórður framkvæmdastjóri,
f. 1930, Sigríður húsmóðir, f. 1933,
Óskar Helgi vélstjóri, f. 1936, Magn-
ús búfræðingur, f. 1938, en hann
fórst í bílslysi 1963, Ragnar við-
skiptafræðingur, f. 1943, d. 2001, og
Björn innanhúsarkitekt, f. 1946.
Einar lést 28.11. 1981.
Merkir Íslendingar
Einar Ás-
mundsson
Laugardagur
95 ára
Haukur B. Guðmundsson
85 ára
Kristfríður Kristmarsdóttir
80 ára
Aðalsteinn Jóhannsson
Bjarni Björgvinsson
Helgi Björgvinsson
Klara J. Óskarsdóttir
Sigurður Leósson
Svava Hermannsdóttir
Þóra Þórðardóttir
75 ára
Ásmundur Daníelsson
Drífa Björg Marinósdóttir
Örn Sævar Eyjólfsson
70 ára
Ásta Dúna Jakobsdóttir
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Ísleifur Jónsson
Margrét Sigurgeirsdóttir
Sigríður Friðjónsdóttir
Þorvaldur Sigtryggsson
60 ára
Felix Felixson
Finnbogi Ottó
Guðmundsson
Guðmundur Hólm
Indriðason
Helga Pálsdóttir
Jónatan Karlsson
Jón Sigurður Ólafsson
Kristjana Rósmundsdóttir
Linda Laufey
Bragadóttir
Páll Marteinsson
Sigríður Hvanndal
Hannesdóttir
50 ára
Agla Björk Einarsdóttir
Bergljót Ólafsdóttir
Dina Zanovska
Heiðrún Heiðarsdóttir
Heimir Hallsson
Helga Líndal
Hallbjörnsdóttir
Ingibergur Árnason
Ingimar Ingason
Jón Halldór Eiríksson
Jón Tryggvi
Jóhannsson
Sigríður Helgadóttir
Stefán Jónsson
Suzana Pavlova
Valur Karl Pétursson
Vilfríður Þorsteinsdóttir
40 ára
Anna Birna Björnsdóttir
Bryndís Olsen
Dejan Kocic
Gerða Björg Hafsteinsdóttir
Guðrún Anna Jónsdóttir
Harpa Halldórsdóttir
Helga Lind Geirdal
Magnúsdóttir
Iðunn Pétursdóttir
Jón Jónsson
Mulugeta Sebhatleab Tesfay
Sonja Berglind Hauksdóttir
Titiana Doina Ioneti
30 ára
Aldo Dagbjartur Lozano
Andri Vigfússon
Fouad Farouk Fouad Rezk
Alla
Guðrún Ásta Bjarnadóttir
Hjördís Ýr Hjartardóttir
Ingibjörg Sigr Hjartardóttir
Ingvi Rúnar Júlíusson
Jón Þór Guðbjörnsson
Magnús Þór Jónsson
Rakel Dröfn Sigurðardóttir
Rannveig Jónína
Guðmundsdóttir
Serm Tangrodjanakajorn
Þórey Gísladóttir
Sunnudagur
95 ára
Kristín Þorvaldsdóttir
Sigrún Eyþórsdóttir
90 ára
Pálína Magnúsdóttir
Valgerður Hjörleifsdóttir
85 ára
Alma L. Ágústsdóttir
Erla Kristín Vilhelmsdóttir
Helgi K Hjálmsson
Hrólfur Pétursson
Jósef Ólafsson
Lára Bjarnadóttir
Sigurður Gunnlaugsson
80 ára
Haukur Eggertsson
Ingibjörg J.
Gunnlaugsdóttir
Louise Kristín
Theodórsdóttir
Óskar Eggertsson
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Örn Svavar Garðarsson
75 ára
Bryndís Bjelf
Hörður Gunnarsson
Jónas Jökull Hallgrímsson
Kolbrún Svavarsdóttir
Oddur Magnússon
Sonja M. Granz
70 ára
Guðbrandur Gíslason
Guðmundur Konráðsson
Jón G. Friðjónsson
Jón Guðnason
Margrét Jónsdóttir
Marita Hansen
Sveinbjörn Ragnarsson
60 ára
Jenný Lára Jónasdóttir
50 ára
Anna María Valdimarsdóttir
Astrid Margrét
Magnúsdóttir
Atli Rúnar Arngrímsson
Brynhildur Óladóttir
Edda Björk Sigurðardóttir
Eiríkur Indriði Bjarnason
Elva Ósk Ólafsdóttir
Guðrún Svava
Hlöðversdóttir
Halldór Jóhannsson
Helga Guðrún Helgadóttir
Helgi Ásmundsson
Kristín Nielsen
Ragnheiður I. Björnsdóttir
Sigrún Árnadóttir
Svandís Svavarsdóttir
Þórunn Guðmundsdóttir
40 ára
Arnbjörg Edda
Stefánsdóttir
Eva Ósk Eiríksdóttir
Guðjón Þorsteinn
Pálmarsson
Kristinn Valgeirsson
Kristín Einarsdóttir
María Ingvarsdóttir
Sigurgeir Runólfsson
Þröstur Geir Árnason
30 ára
Bjarni Axelsson
Dagbjört Hulda
Guðbjörnsdóttir
Daníel Ásgeir Ólafsson
Elvar Már Guðbjartsson
Guðrún Jóna
Kristjánsdóttir
Hlynur Friðfinnsson
Iwona Hara
Jón Hrafn Baldvinsson
Jón Valur Einarsson
Rosa Estrella Jaen
Símon Örn Birgisson
Svanlaug Ósk Ágústsdóttir
Til hamingju með daginn
Allt til listmálunar
Strigar, penslar, olíulitir,
acryllitir, trönur, pallettur,
spaðar, svampar,
lím, íblöndunarefni,
varnish, þekjulitir,
teikniblokkir,
pappír og arkir
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Strigar, ótal stærðir
frá kr.295
„SARA & ALMA“
Listmálunarstrigar, 58 stærðir
frá 10x10cm til 150 x 195cm
Acryllitir 75ml
555
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
frá kr.
Mikið úrval
af listavörum
Trönur á gólf
frá kr. 7.995
Ný sending
Þekjulitir/
Föndurlitir
frá kr.845
Skissubækur
frá kr.790