Morgunblaðið - 23.08.2014, Side 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2014
Þessi vara
er laus við:
Mjólk
Glúten
Soja
Rotvarn-
arefni
10
0%
NÁ
TTÚRULEGT
•100%
NÁTTÚRUL
EG
T
•
Fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is
P
R
E
N
T
U
N
.
I
S
UPPLIFÐUMUNINN!
Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt
öðrum öflugum góðgerlum
Oft spurt?
Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð-
gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga-
erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang,
uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl.
Svar
Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ
DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa
ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana.
Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur
þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum,
vinnusamur og stöðugur.
Notkun
2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir
sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari.
- Prófaðu og upplifðu muninn
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt það sé í góðu lagi að hafa mikið
að gera þarftu að gæta þess að fá tíma fyrir
þig. Þú getur glaðst yfir góðu verki á meðan
þú slappar af.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú kemur ekki miklu í verk ef þú lætur
stjórnast af dagdraumum daginn út og inn.
Reyndu að fylgjast með stöðunni á reikn-
ingnum og fara ekki of langt niður fyrir núllið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Eyddu ekki tíma þínum eða orku í
að sannfæra aðra um að þú sért að gera rétt.
Dekraðu við sjálfan þig í kvöld. Kannski ber-
ast þér gjafir eða einhver finnur sig knúinn til
greiðasemi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gætir lent í þrasi í dag vegna þess
að einhverjir eru ósammála í stjórn- eða trú-
málum. Ef þú getur ekki heillað þá með snilli
þinni, gríptu þá til hvers þess sem þér kemur
til hugar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur mikla sannfæringu en hefur
enga þörf fyrir að sannfæra aðra. En þú vilt
líka örvunina af því að læra eitthvað nýtt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft ekki að gera allt sem ætlast
er til af þér. Aðrir líta kannski út fyrir að vera
að hvíla sig en eru bara að bíða eftir því að
stökkva á næsta tækifæri sem gefst.
23. sept. - 22. okt.
Vog Finnst þér eins og þú passir hvergi inn?
Það er ekkert til að stressa sig út af, auk þess
ertu ekki sá eini. Gættu þess að fá næga
hvíld.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur áhrif á aðra í gegnum
hæfileika þína til að sýna samúð. Gættu þess
að vera ekki of smámunasamur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að búa þig undir breyt-
ingar á vinnustað þínum og þarft að tileinka
þér ný vinnubrögð. Komdu skjölum í röð og
reglu hvort sem um reikninga eða bréfaskrift-
ir er að ræða.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Varastu nútímalegu útgáfuna af
farandsölumanninum. En þannig er það ekki.
Mundu að það eru til fleiri en ein leið að
hverju marki og vandinn er að velja þar á
milli.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Maður á að þakka fyrir það sem
maður hefur, það er klisja, en ekki að
ástæðulausu. Undirbúðu þig því vandlega áð-
ur en þú segir hug þinn til málefnis.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Mundu að sumar spurningar eiga sér
ekki einhlítt svar. Skemmtu þér sem mest þú
mátt um helgina.
Síðasta vísnagáta var eftir séraSvein Víking.
Sú er löngum þrælsins þrá.
Þreyttir starfsmenn hana fá.
Gjöldin synda greidd með fé.
Á gátu hverri hygg ég sé.
Guðmundur Arnfinnsson rifjar
upp, að gátur séra Sveins nutu mik-
illa vinsælda á sínum tíma:
Vísnagátu séra Sveinn
samdi marga góða,
öllu betri ekki neinn
orti smiður ljóða.
Síðan segist Guðmundur ráða
gátuna þannig:
Lausn er hygg ég þrælsins þrá,
„þreyttir starfsmenn hana fá“,
fyrir aflausn gjald var greitt,
á gátu hverri lausn er veitt.
Og bætir við limru til bragbætis:
Mælti Vigdís: Nú kerfiskalla
kalla ég til mín alla
og þústa þá,
já, þeir skulu fá
að rétta við ríkishalla.
Helgi R. Einarsson er nýkominn
heim frá Danmörku og ræður gát-
una á þessa leið:
Lausnina leysingjar þiggja,
lausn þráir útbrunnið skar,
lausnargjöld glataða tryggja,
á gátunum lausnin er svar.
Síðan skýtur hann því inn, að ef
til vill eigi eftirfarandi vísa ekki er-
indi í vísnahornið, –
„en ég varð vitni að dramatískum
tilþrifum sex ára dótturdóttur
minnar í Danmörku
og varð þá að orði.
Helga Sóley sæt og fín
sýndartárum grætur,
að ala upp hana er ekkert grín
eins og drottning lætur.“
Árni Blöndal á þessa lausn:
Þrællinn alltaf þráir lausn
þreyttir starfsmenn hana fá.
Gjöldin synda greiði af rausn,
gátu þessa ef leysa á.
Að síðustu er svo ráðning Hjartar
Hjálmarssonar skólastjóra á Flat-
eyri.
Lausn 1:
Þrælsins lausn er hending háð.
Hljóta sumir lausn í náð.
Lausnargjöld menn greiða há.
Gátan fyrsta leyst er þá.
Lausn 2:
Lausn mun þrællinn löngum þrá,
lausn frá störfum aldnir fá,
lausnargjöld ei gerast smá,
gátu hverri lausn finnst á.
Og að lokum gáta eftir séra
Svein:
Kaffiþyrstan kætir æ.
Kjörið skjól í vindum svölum.
Breiður, valtur bátur á sæ.
Bóndi fyrrum vestur í Dölum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lausnin liggur á lausu
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG HELD AÐ ÞÚ SÉRT ENN OF
MÁTTFARINN TIL AÐ FARA Á FÆTUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hlaupa maraþon
til að styrkja málefnið
hennar.
TANNLÆK
NIR
ÉG ÆTLA EKKI HEIM
TIL MÖMMU ÞINNAR Í
KVÖLDMAT, OG MÉR VERÐUR
EKKI HAGGAÐ MEÐ ÞAÐ!
AF HVERJU ERTU SVONA
Á MÓTI MATARBOÐUM
HJÁ MÖMMU MINNI?
AF ÞVÍ AÐ ALLT
FULLORÐNA FÓLKIÐ SITUR
VIÐ SAMA BORÐ, NEMA ÉG
SEM ÞARF ALLTAF AÐ SITJA
VIÐ BARNABORÐIÐ!
NÚ ERTU BARA
ÓÞARFLEGA
VIÐKVÆMUR.
KÓNUGLÓARVEFIR ERU
ÁGÆTIR, EN ÉG ER AÐ
HUGSA UM AÐ KAUPA
MÉR ÍBÚÐ.
EÐA
UMSLAG,
BARA.
Menningarnótt, ó Menningarnótt.Það verður eflaust einstaklega
gaman að skella sér í miðborgina og
njóta menningarlífsins í mann-
mergðinni. Láta menninguna örva
öll skynfæri, hræra upp í sér eins og
henni einni er lagið. Vonandi geta þó
allir komist á kamarinn þegar
náttúran kallar, en almennings-
klósettin eru víst ekki allt of mörg í
miðborginni, eins og komið hefur
fram hér í þessum ágæta snepli.
x x x
Það er ekki vandamál sem Víkverjiþarf að glíma við, því skundað
verður í fámennið í sveitinni. Þar er
hægara um vik að hreyfa sig.
x x x
Þá bindur Víkverji miklar vonir viðað þeir sem kíki í bæinn muni
henda rusli eftir sig í þar til gerð ílát.
Við Íslendingar erum allt of ódug-
legir við það. Borgin eyðir fúlgum
fjár í að hreinsa götur eftir hátíð-
arhöldin. Þeim peningum væri vita-
skuld betur varið í eitthvað annað en
þrif sem hver og einn gæti hæglega
séð um sjálfur.
x x x
Reykjavíkurborg er hins vegarmjög snyrtileg borg. Víkverji
spjallaði í vikunni við listamann sem
hefur þann sið að grípa í rusl af göt-
um borgarinnar og skapa úr því
listaverk. Hann lenti ítrekað í því að
grípa í tómt í Reykjavík því göt-
urnar voru ákaflega hreinar. Borgin
sem hann miðaði við var þó París,
sem er ekki sú hreinlegasta.
x x x
Það kemur ekki á óvart að met hafiverið slegið í skráningu í
Reykjavíkurmaraþoninu. Íslend-
ingar eru orðnir miklir hlaupagikkir.
Víkverji minnist þess að móðir hans
rifjaði upp um daginn þá furðulegu
sjón þegar hún sá fullorðinn mann
hlaupa sér til heilsubótar í Noregi í
kringum 1960. Hún hló og hló og
ætlaði aldrei að hætta að hlæja að
þessu fíflalega uppátæki. Það væri
gaman að segja sá hlær best sem
síðast hlær en sú er ekki raunin því
hún hefur aldrei hlaupið – kannski
hlær hún að Víkverja þegar hann
sprettir úr spori. víkverji@mbl.is
Víkverji
En Guð auðsýnir kærleika sinn til
okkar í því að Kristur dó fyrir okkur
þegar við vorum enn syndarar.
(Rómverjabréfið 5:8)