Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 2
Kristín Larsdóttir Dahl
nemi er orðin sérfræð-
ingur í flóamörk-
uðum Kaupmanna-
hafnar. Þar kaupir hún
vandaða fylgihluti og
flest sín uppáhaldsföt.
Tíska 34
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014
„Mér finnst ólíklegt að stórt gos sé í vænd-
um. Ég reyni að fylgjast ekki of mikið með
fréttum af gosi en það er erfitt að komast hjá
því á Facebook.“
Eiður Ben Eiríksson
„Ég svara eins og fræðingarnir og segi bara:
Ég hreinlega veit það ekki. En, jú, það gæti al-
veg eins verið. Manni finnst eins og hreinlega
allt geti gerst hérna.“
Gylfi Guðmundsson
„Maður á erfitt með að átta sig á hvort það
var gos eða ekki. Það er dálítið víð spurning
hvort það sé stórt gos í vændum en ég held
nú ekki í nánustu framtíð.“
Anna Daníelsdóttir
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
„Nei, ég held nú ekki. Maður fylgist alltaf
með fréttum af þessu annað slagið en ef eitt-
hvað gerist vonar maður bara að það muni
ekki trufla flugumferð.“
Þóra Ólafsdóttir
Morgunblaðið/Styrmir Kári
SPURNING DAGSINS ER STÓRT ELDGOS FRAMUNDAN Á ÍSLANDI?
Matreiðslumeistarinn Úlf-
ur Uggason segir algengt að
fólk ofmeti tímann sem þarf til
að elda fisk. Þegar við höldum
að nokkrar mínútur vanti upp á
eldun er fiskurinn yfirleitt tilbú-
inn nú þegar. Matarboð 30
Í BLAÐINU
Hve margir heita algengustu nöfnunum?
Heimild: Hagstofan
JÓNUM OG GUNNUM FÆKKAR
Jón
Guðrún
2005
2005
2013
2013
5.538
5.324
5.191
4.920
Áttu minningar um Latabæ sem barn? „Já, og þær eru mjög margar.
Ég hlustaði mikið á Latabæjarútvarpið og lagið Megabæt sem Goggi Mega syngur
var í miklu uppáhaldi. Ég sá þó aldrei leikritið á sviði en horfði oftsinnis á það á spólu
og auðvitað þættina líka.“
Hver er mesta áskorunin við það að leika Sollu stirðu?
„Mann langar að standa undir væntingum allra þeirra sem eru aðdáendur Sollu
stirðu og til að gera það þarf maður að vera mjög vel upplagður fyrir hverja sýn-
ingu, halda uppi rétta andanum og þessari gleði sem er í sýningunni. Svo er líka
mjög erfitt að syngja og dansa í einu og það þol þarf að æfa vel upp svo maður sé
ekki móður og másandi. Ætli ég fari ekki út að hlaupa eftir æfingar og reyni þá að
syngja í leiðinni!“
Hefurðu áhuga á að leggja leiklistina fyrir þig eða áttu mörg
hugðarefni? „Leikhúsið er ótrúlega spennandi og alltaf þegar ég er búin að
upplifa þessa ótrúlega góðu tilfinningu af því að standa á sviðinu hugsa ég strax að
mig langi að gera þetta aftur. Sú tilfinning togar í mig en það kemur einnig margt
annað til greina. Mér finnst gaman að skrifa, dansa, hef áhuga á hönnun og ýmsu
listatengdu svo að kannski enda ég í einhverju allt öðru. Svo elska ég að vera á hest-
baki og ætla kannski að kaupa mér hest fyrir leikhúslaunin.“
Hvaða íslensku leikarar veita þér innblástur? „Ég gæti nefnt ótalmarga
en þeir fyrstu fjórir sem koma upp í hugann eru Hilmir Snær Guðnason, Saga Garð-
arsdóttir, Selma Björnsdóttir og Kristbjörg Kjeld.“
Hver er galdurinn á bak við það að fara í gegnum leiksýningu og
gera það með glans? „Galdurinn er að fara inn á sviðið, hafa gaman og meina
það frá hjartanu. Slíkt skilar sér til áhorfenda. Ef maður nýtur þess sjálfur og er með
hjartað í sýningunni er það ekkert mál.“
Ertu sælgætisgrís eða gulrótaræta? „Innst inni er ég algjör sælgætisgrís
en dagsdaglega fær skynsemin að ráða enda skynsamlegra vilji maður lifa lengur og
njóta góðrar heilsu. Þetta liggur hins vegar í genunum og ég veit ekkert betra en
súkkulaði.“
Áttu lífsmottó? „Að fara varlega en djarflega í lífinu og lifa lífinu til hins ýtrasta.
Og ég vil lifa eftir því sem langamma mín, Ester Benediktsdóttir, segir gjarnan: Aðgát
skal höfð í nærveru sálar.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
MELKORKA DAVÍÐSDÓTTIR PITT
SITUR FYRIR SVÖRUM
Langar í
hest fyrir
leikhúslaunin
Nýir púðar, fallegt teppi
eða öðruvísi ljós geta
gert mikið til að lífga
upp á svefn-
herbergið.
Mjúkir litir og
hlýleg efni skapa
réttu stemn-
inguna fyrir þetta
aðalherbergi heim-
ilisins. Hönnun 24
Melkorka Davíðsdóttir Pitt leikur Sollu stirðu í uppfærslu Þjóðleikhússins á Ævintýrum í Latabæ.
Melkorka fæddist árið 1997 og er á öðru ári á málabraut við Menntaskólann í Reykjavík. Mel-
korka lék tíu ára gömul í sinni fyrstu stóru leiksýningu, Kardimommubænum, og af öðrum stórum
leiksýningum sem hún hefur leikið í má nefna Ólíver, Galdrakarlinn í Oz og Fyrirheitna landið.
Tónlistarkennarinn Björgvin Þ.
Valdimarsson safnaði sér sjálfur og
náði að kaupa sitt fyrsta píanó fimm-
tán ára gamall. Kennslubækur hans í
píanóleik hafa verið notaðar af ung-
um tónlistarnemendum hér á landi
í rúman aldarfjórðung. Bækur 50