Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 4
Einstæðir foreldrar, námsmennog öryrkjar eiga rétt á af-slætti af leikskólagjöldum hjá Reykjavíkurborg og nemur af- slátturinn tæpum 60% af náms- gjaldi leikskóla. Þegar barn byrjar í skóla og leikskólanum sleppir fá þessir sömu hópar greiðenda, svo- kallaðir forgangshópar, engan af- slátt af gjaldskrá frístundaheimila borgarinnar. Afleiðing þessa er sú að fyrir einstætt foreldri, náms- menn eða öryrkja hækka heildar- greiðslur til borgarinnar vegna samfellds skóladags. 5.000 krónum meira á mán- uði þegar barn fer í skóla Sé tekið dæmi af 8,5 klukkustunda leikskóladegi þá greiðir einstætt foreldri 17.045 krónur fyrir barn á leikskóla (9.245 krónur í leikskóla- gjald og 7.800 í fæðisgjald) á mán- uði. Þegar barnið fer upp um skóla- stig, úr leikskóla í grunnskóla styttist sjálfur skóladagurinn og því þurfa foreldrarnir að reiða sig á frístundaheimili til að barnið geti átt samfelldan dag í öruggu um- hverfi þann tíma sem foreldrar eru í vinnu. Þar sem áðurnefndir for- gangshópar fá engan afslátt af því gjaldi sem borgin innheimtir vegna vistunar á frístundaheimilum hækka þeirra greiðslur upp í 21.990 krónur á mánuði við það að barnið færist upp um skólastig. Hækkunin nemur alls 29% eða tæp- um fimm þúsund krónum á mánuði. Sé tekið sam- bærilegt dæmi af foreldrum í sambúð þá lítur dæmið öðruvísi út, því greiðslur þeirra lækka. Foreldrarnir greiddu 30.050 krónur fyrir leikskólavistun í 8,5 klst. en greiðslur á mánuði lækka um átta þúsund krónur við það að barnið færist upp um skólastig og nýti frístundaheimilin. Lækkunin nemur um 26%. Í báðum dæmum er gjald vegna matar reiknað inn í, en fullt fæði í leikskóla kostar 7.800 krónur á mánuði (morgunmatur, hádeg- ismatur og síðdegishressing) en fyrir heita máltíð í grunnskóla og síðdegishressingu í frístundaheimili eru samtals greiddar 10.050 krónur á mánuði. Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjaldi, hvorki á leik- skólastigi né grunnskólastigi. Breytinga að vænta á afsláttarkerfum Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar, segir núverandi meirihluta hafa sett það á dagskrá í samstarfsyfirlýsingu sinni að endurskoða afsláttarkerfi og gjaldskrár, einkum vegna leik- skóla og frístundaheimila. „Við munum fara mjög gaum- gæfilega í gegnum þessar gjald- skrár borgarinnar. Frístundastyrk- urinn mun hækka, við munum taka upp aukinn systkinaafslátt og sá afsláttur mun halda sér milli skóla- stiga. Við gerum ráð fyrir því að breytingarnar komi inn á næsta ári. Þá verður einnig farið yfir alla viðbótarafslætti til forgangshópa. Við munum skoða sérstaklega hvort sé nægilega gott samræmi milli einstakra gjaldskráa, ekki síst á milli leikskóla og frístundaþjón- ustu,“ segir Skúli. Dýrara meðan börnin eru á sitthvoru skólastiginu Systkinaafsláttur er hærri í Reykjavík en flestum öðrum sveit- arfélögum, en hann gildir enn sem komið er ekki á milli skólastiga. Sé tekið dæmi af foreldrum sem eiga tvö börn sést að samkvæmt núgild- andi reglum um gjaldskrár borg- arinnar er „hagstætt“ að það sé ekki of langt á milli barna, því systkinaafsláttur fellur niður með- an börnin eru á sitthvoru skóla- stigi. Foreldrar sem eiga tvö börn í leikskóla fá 75% afslátt af öðru gjaldinu en þegar eldra barnið fer í skóla er enginn systkinaafsláttur. Þá er greitt fullt gjald fyrir leik- skólann og fullt fyrir frístunda- heimili.Greiðslur til borgarinnar eru því hærri meðan börnin eru á sitthvoru skólastiginu. Afslátturinn kemur svo inn aftur þegar yngra barnið kemur upp í grunnskóla, þá fá foreldrar aftur systkinaafslátt af gjaldi á frístundaheimili. Leikskólabörn hafa sem betur fer litlar áhyggjur af gjöldum og afsláttarkerfum. Það getur hins vegar munað töluverðu fyrir pyngju einstæðs foreldris hvort það greiðir leikskólagjald með afslætti eða fullt gjald á frístundaheimili. Morgunblaðið/Kristinn Einstæðir foreldrar borga meira fyrir frístund en leikskóla FYRIR EINSTÆTT FORELDRI ER DÝRARA AÐ HAFA BARN Á FRÍSTUNDAHEIMILI Í REYKJAVÍK EN Á LEIKSKÓLA. FYRIR FOR- ELDRA Í SAMBÚÐ LÆKKA GREIÐSLUR TIL BORGARINNAR HINS VEGAR UMTALSVERT VIÐ ÞAÐ AÐ BARN FARI ÚR LEIK- SKÓLA YFIR Í VISTUN Á FRÍSTUNDAHEIMILI. SYSTKINAAFSLÁTTUR NÆR ENN SEM KOMIÐ ER EKKI ÞVERT Á SKÓLASTIG EN TIL STENDUR AÐ ENDURSKOÐA AFSLÁTTARKERFI BORGARINNAR VEGNA ÞJÓNUSTU LEIKSKÓLA OG FRÍSTUNDAHEIMILA. Eitt barn Þar af greitt fyrir mat*** Tvö börn 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 kr. 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 kr. Foreldrar í sambúð Einstætt foreldri Leikskóli* Frístundaheimili** Foreldrar í sambúð Einstætt foreldri * Í öllum dæmum er miðað við 8,5 klst dvöl á leikskóla og fullt fæði (morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu). ** Í öllum dæmum er miðað við að greitt sé fyrir dvöl á frístundaheimili 5 daga vikunnar. Gjöld vegna heitrar skólamáltíðar í hádeginu og síðdegishressingar er tekið inn í. *** Aldrei er veittur afsláttur af gjaldi vegna matar, hvorki í leikskólum né grunnskólum/frístundaheimilum. 30.050 kr. 17.045 kr. 7.800 kr. 10.050 kr 21.990 kr. 21.990 kr. 43.413 kr. 27.156 kr. 52.040 kr. 39.035 kr. 24.975 kr. 24.975 kr. 2 börn í leikskóla (systkinaafsláttur) 2 börn á frístundaheimili (systkinaafsláttur) 1 barn í leikskóla + 1 barn í frístunda- heimili (enginn systkinaafsláttur) 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Grunn- skóli Leik- skóli Greiðslur foreldra til Reykjavíkurborgar á mánuði Skúli Helgason 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014 Afsláttur er jafnan veittur af gjaldi leikskóla hjá sveitarfélögum til hópa eins og einstæðra foreldra, ör- yrkja og námsmanna. Misjafnt er hversu hár afslátturinn er. Í Reykjavíkurborg er einna hæstur afsláttur veittur af leikskólagjaldi til þessara hópa, tæp 60%, en af- slátturinn er ekki tengdur tekjum heldur bundinn við þessa tilteknu hópa sem eru nánar skilgreindir í reglugerð borgarinnar. Ef gjaldskrár sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu fyrir vistun á frí- stundaheimilum eru skoðaðar sést að forgangshópar, þ.e. þeir hópar sem almennt fá afslátt af leikskóla- gjaldi, fá engan afslátt af gjaldskrá frístundaheimilanna. Lögin hindra ekki í að veita afslátt af frístundaheimilum Sveitarfélögum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga sinni gjaldskrá og afsláttarkerfum. Vilji sveitarfélag veita forgangshópum eins og ein- stæðum foreldrum, námsmönnum og öryrkjum afslátt af gjaldskrá frí- stundaheimila geta þau gert það líkt og þau gera á leikskólastigi. „Það er ekkert í lögum sem bannar sveitar- félagi að setja reglur um afslætti til tiltekinna hópa. Frístundaheimili eru valkvæð þjónusta og sveitarfélög geta í raun sett þá gjaldskrá sem hentar og veitt afslætti út frá málefnalegum sjón- armiðum og að því gefnu að jafnræð- issjónarmiðs sé gætt,“ segir Guðjón Bragason, lögfræðingur hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Hann bendir þó á að verst stöddu foreldr- arnir ættu að geta sótt um viðbót- arstyrk til félagsþjónustu borg- arinnar þannig að staða þeirra ætti ekki endilega að vera verri eftir að barn þeirra færist upp af leik- skólastigi á grunnskólastig þótt af- sláttur til einstæðra foreldra falli niður þegar komið er á frístunda- heimili. Systkinaafsláttur nær víða þvert á skólastig Í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ njóta áðurnefndir forgangshópar einnig afsláttar og getur hann numið frá 20% upp í 60%. Í sumum sveitarfélögum er af- slátturinn að einhverju leyti tekju- tengdur en sá háttur hefur ekki ver- ið hafður á í Reykjavík. Systkinaafsláttur þvert á skóla- stig hefur verið tekinn upp í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu nema Reykjavík. Þannig skiptir ekki máli til dæmis í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ hvort börn eru í daggæslu, leikskóla eða frí- stundaheimili því systkinaafsláttur er veittur óháð því hvort börn með sama lögheimili nýta þjónustu á ólík- um skólastigum. Sveitarfélög ákveða af- slátt sjálf * Leikskóli telst grunnþjónusta en er þó ekki skyldunám líktog grunnskóli. Frístundaheimili teljast ekki til grunnþjón-ustu og sveitarfélög hafa val um hvort þau veita þjónustuna.ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.