Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014
Laganemar uppgötva snemma í náminu aðþegar kemur að lögfræðilegum álitaefn-um er raunveruleikinn æsilegri en
skáldskapur. Raunhæf verkefni sem lögð eru
fyrir nemendur, þar sem lýst er undarlegum
athöfnum eða athafnaleysi manna í fáránleg-
ustu aðstæðum þar sem hvert álitaefnið rekst á
annars horn, eiga sér yfirleitt stoð í raunveru-
leikanum. Dómar og úrskurðir hvers konar eru
óþrjótandi uppspretta lagalegra sviðmynda.
Skáldskapur hefði litlu við að bæta.
Lekamálið stefnir í að verða ágætis upplegg
í farsakennt raunhæft verkefni í lagadeild.
Upphaf málsins, leki á vinnugögnum innanrík-
isráðuneytisins og hagnýting fjölmiðla á þeim
gögnum, er út af fyrir sig lögfræðilegt álitaefni
þar sem reynir á ýmis svið lögfræðinnar. Hver
sem er væri fullsæmdur af því að leysa það eitt
og sér án þess að fleira kæmi til. En eins og í
góðu raunhæfu verkefni í lögfræði þá er ein
báran sjaldnast stök. Inn í málið fléttast meint
afskipti ráðherrans af rannsókn lögreglu á lek-
anum, eins þeim er lýst í 23 blaðsíðna bréfi
umboðsmanns alþingis til ráðherra sem hann
kaus að birta opinberlega degi síðar. Tilfinn-
ingar lögreglustjóra koma einnig við sögu, nei-
kvæð upplifun lögreglustjóra á samskiptum
sínum við ráðherra, með tilliti til boðvalds ráð-
herra yfir lögregluembættinu. Spurning vaknar
um hæfi. Í bréfi sínu fjallar umboðsmaður
vissulega ítarlega um hæfi ráðherrans. En
hvað með hæfi lögreglustjórans?
Lögreglustjóranum fannst hann ekki geta
tekið upp við ráðuneytið mál er lutu að dag-
legum rekstri lögreglunnar. En átti ráðherra
að víkja úr ráðuneytinu á meðan lögreglurann-
sókn stóð yfir? Hefði lögreglustjóranum ekki
eftir sem áður liðið illa? Það var jú ráðuneytið
allt sem var til rannsóknar. Allir starfsmenn
þess. Er ekki eitthvað undarlegt við það ef inn-
anbúðarmenn í ráðuneytum hefðu það í hendi
sér að ráðherra viki tímabundið úr stól sínum?
Getur verið að það hafi staðið lögreglustjór-
anum nær að lýsa yfir vanhæfi sínu strax í
upphafi? Þá hefði verið skipaður einhver ut-
anaðkomandi til þess að fara með þessa til-
teknu lögreglurannsókn. Sú skipun hefði eðli
máls samkvæmt verið í höndum annars ráð-
herra en sitjandi innanríkisráðherra. Gert er
ráð fyrir öllu þessu í lögreglulögum og reglum
um hæfi manna í stjórnsýslunni. Þrátt fyrir
það hefur ekkert verið fjallað um þessar lög-
boðnu skyldur lögreglustjórans en því mun
meiri er geðshræringin yfir pólitískri ábyrgð
ráðherrans.
Eins skemmtilegt og hið fordæmalausa leka-
mál kann að vera í dægurþrasi stjórnmálanna
verða menn að vera ærlegir í umfjöllun um
það. Þá hlýtur fleira að koma til skoðunar en
pólitísk staða ráðherrans.
Sumt er ekki hægt að skálda
* Hvar og hvenær hefstvanhæfi stjórnvalda?
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Sigríður Ásthildur
Andersen
sigga@sigridurandersen.is
Eftir langa bið kom
lítið gos en Stefán
Pálsson bjórbók-
arhöfundur velti
hræringum í sam-
skiptum jarðvís-
indamanna fyrir sér á Facebook í
vikunni: „Er ég sá eini sem fæ það á
tilfinninguna í tengslum við þetta
Bárðarbungumál allt saman að hin-
um og þessum jarðvísindamönnum
sé meinilla við athyglina sem sumir
hinna í þeirra hópi fá og að allskonar
flokkadrættir í þeirra hópi séu nú að
koma upp á yfirborðið?“
Bergþóra
Njála Guð-
mundsdóttir
upplýsingafulltrúi í
umhverfis- og auð-
lindaráðuneytinu
átti annasama nótt aðfaranótt föstu-
dags og skrifaði á Facebook: „Kom-
in heim af gosvaktinni eftir fjöruga
nótt í Skógarhlíð. Tími til að lúra.“
Andri Snær
Magnason rithöf-
undur spáði líka í
spilin: „Þeir bræð-
ur Már og Magnús
Tumi Guðmunds-
synir sitja með sína
dularfullu mæla og halda þjóðinni í
helgreipum, Már stillir hagkerfið á
gula viðvörun og kreppir hnefa um
höftin svo hnúarnir hvítna en Magn-
ús hlær kuldahlátri þegar hann sýnir
okkur glóandi orm sem skríður
undir landið í norðurátt. Hann rým-
ir fjórðung landsins og hótar að
stöðva allt flug um vesturhvel jarðar.
Ef ekki kemur hagvöxtur og gos inn-
an viku verður einhver að taka í
taumana, þeir hljóta að vera bak við
tjald eins og galdrakarlinn í OZ,
þetta gengur ekki lengur …“
Heilsudrottningin Ebba Guðný
Guðmundsdóttir skrifaði um
skemmtileg samskipti við dóttur
sína á Facebook. „Ég: „Hanna mín,
sorrí, ég steingleymdi eplinu í græna
djúsnum, hann er dáldið vondur
þess vegna.“ Hanna: „Það er allt í
lagi mamma, mér finnst hann alltaf
mjög vondur“.“
AF NETINU
Vettvangur
Leikaranum Tom Hanks er
margt til lista lagt að því er
virðist. Nýjasta hlutverk hans
er nefnilega ekki í kvikmynda-
heiminum eins og við var helst
að búast heldur í tækniheim-
inum. Nýverið gaf leikarinn
fjölhæfi út skemmtilegt smá-
forrit sem breytir ipad-
spjaldtölvu í gamaldags ritvél.
Smáforritið kallast Hanx Wri-
ter og hefur náð miklum vin-
sældum í vefverslun iTunes á
stuttum tíma.
Hanks segir smáforritið ekki endilega
þjóna praktískum tilgangi og hann mælir
ekki með því að fólk skrifi ritgerðir eða
lagaleg skjöl með smáforritinu en það sé
tilvalið fyrir t.d. dagbókarfærslur eða ást-
arbréf. Þrátt fyrir að smáforritið þjóni
ekki mikilvægum tilgangi gerir það upplif-
unina við að skrifa texta í
spjaldtölvu ánægjulega. Smá-
forritið er vissulega innblásið
af gamla tímanum en að sjálf-
sögðu er hægt að prenta út
skjöl, senda þau í tölvupósti
og nýta þau eins og hefð-
bundin tölvuskjöl. Hanx
Writer er því skemmtileg
blanda af nýja og gamla tím-
anum.
Smáforritið er ókeypis en
notendum býðst einnig að
borga aukagjald og fá þá
fleiri tegundir af ritvélum, svo sem Hanx
707 og Hanx Golden Touch sem hafa nýja
og spennandi fídusa.
Ástæða þess að Hanks hannaði og setti
ritvélarsmáforrit á markað ku vera sú að
hann nýtur þess að nota ritvél og kann vel
að meta þá eiginleika sem hún hefur, svo
sem hljóðið, sem hann líkir við tónlist.
„Allt sem þú skrifar með ritvél hljómar
glæsilega,“ var haft eftir Hanks í The
New York Times nýverið.
Hanx Writer-smáforritið þykir afar
vandað og vel heppnað enda fær það fjór-
ar og hálfa stjörnu af fimm á iTunes og já-
kvæða dóma frá notendum.
GAMLI TÍMINN VEITIR INNBLÁSTUR
Ritvélarsmáforriti Tom Hanks fylgir
ákveðin nostalgía.
Tom Hanks með nýtt smáforrit
Tom Hanks er fjölhæfur
og hugmyndaríkur.
AFP
Ótta, fimmta breiðskífa rokk-
hljómsveitarinnar Sólstafa, er
komin út. Öll lög plötunnar bera
nafn eyktanna sem voru helstu
tímaviðmiðanir í daglegu tali til
forna, það er Lágnætti, Ótta,
Rismál, Dagmál, Miðdegi, Nón,
Miðaftann og Náttmál.
Ótta er fyrsta plata Sólstafa í
þrjú ár en sú síðasta, Svartir
sandar, hlaut mikið lof og var
meðal annars valin plata ársins í Morgunblaðinu.
Sólstafir munu fylgja Óttu eftir með tónleikahaldi í Evrópu í
haust en fyrsti viðkomustaðurinn er Cork á Írlandi, 28. október.
Ferðalaginu lýkur fjórum vikum síðar í Innsbruck, Austurríki.
Íslenskir aðdáendur sveitarinnar geta barið hana augum á tón-
leikahátíðinni Rokkjötnum í Vodafone-höllinni laugardaginn
27. september næstkomandi.
Svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd af umslagi Óttu er ljós-
myndin eftir Ragnar Axelsson, ljósmyndara Morgunblaðsins.
Hún er af Guðjóni heitnum Þorsteinssyni, bónda í Garðakoti.
Nýjasta plata Sólstafa
komin í verslanir
Umslag Óttu með Sólstöfum.