Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014 *Honum Jesúsi Jósefssyni var úthýst úr Rás 1.Og nú hefur Kristni R. Ólafssyni verið úthýstaf Rás2. Hvar endar það sem hefur svona byrjun …? Sigurður Sigurðarson ferðagarpur á bloggi sínu. Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND SELFOSS Á Selfossi eru ýmsir á förum. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson hefur verið valinn prestur í Hruna, Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaðu verður lögreglustjóri á Su og Óskar Reykdalsson mkvæmdastjóri ÓLAFSVÍK Í sumar var landað 325 tonnum í Ólafsvík af fiski úr strandveiðibátum. Í öðru sæti varð Arnarstapi með 804 Grindavík með 732 tonn og Rif 695 tonn Þá hafa karlar á smábátum gert það gott í makrílnum að undanförnu KÓPAVOGUR 4.500 börn setjast á skólabekk í grunnskólum Kópavogs sem settir voru í sl. viku. Þar af eru um 490 í fyrsta bekk. fleiri grunnskólabörn en í munar að nemendum í Hö Kórahverfi fjölgar um tæp Húnavallahrepp að mega setja upp gáma og fjarskiptamastur á Hveravöllum. Mastrið á að setja upp norðan við staðinn í samvinnu viðVodafone og Neyðarlínuna til að þétta öryggisnetið á svæðinu. HÉRAÐ Óánægja er meðal íbúa upplýs Íbúasamtök almennt þurfa að efl-ast. Þá væri æskilegt að vægiþeirra myndi aukast, sér- staklega þegar ákvarðanir um nær- umhverfi þeirra eru teknar,“ segir Þórir Jóhannsson formaður Íbúa- samtaka Grafarholts í Reykjavík, sem eru sjálfstæð samtök sem starfa þar í hverf- inu. Á dögunum stóðu íbúa- samtökin að hátíð- inni Í holtinu heima, þar sem fólk í hverfinu kom saman til fjölskylduskemmt- unar í svonefndum Leirdal, útivist- arsvæði innst í Grafarholtinu. Dag- skráin var fjölbreytt og stóð frá morgni til kvölds. „Við erum mjög ánægð með mætinguna. Hátíð- argestir skiptu sjálfsagt þúsundum þegar allt er talið. Svona sam- komur eru tilvalinn vettvangur fyr- ir hverfi eins og Grafarholt að búa til hverfisbrag þar sem nágrannar koma saman, kynnast og skemmta sér á heimavelli.“ Í dag búa um 5.400 manns í Grafarholti, en uppbygging þar hófst í kringum árið 2000. Graf- arholtið er nú fullbyggt að telja. Úlfarsárdalur, þar sem um 600 manns búa og telst vera hluti af Grafarholti, er hálfbyggður miðað við áætlanir. Húsum og íbúðum fer þar hratt fjölgandi, en uppruna- legar áætlanir um Úlfarsárdal gerðu ráð fyrir mun stærra hverfi. Frá því var horfið eftir hrun. Betri samgöngur í hverfinu Gert er ráð fyrir því að í Úlfars- árdalnum sjálfum, sem er á milli Grafarholts- og Úlfarsárdals- hverfis, verði byggð upp þjónustu- miðstöð fyrir allt hverfið með íþróttaaðstöðu fyrir Fram ásamt sundlaug, bókasafni, tómstundaað- stöðu og fleiru. Grunnur að þessari aðstöðu er til staðar og hefur Fram nýtt sér hana til æfinga. „Bæta þarf samgöngur, sér- staklega á milli hverfanna, til að þessi aðstaða nýtist sem best. Eins og staðan er núna er töluvert mál fyrir þá sem búa Grafarholtsmegin að komast til æfinga á svæðinu.“ Þórir gagnrýnir seinagang við framkvæmdir í hverfinu og flutning Fram í Grafarholt. Sem faðir tveggja drengja sem æfa með Fram þekki hann óhagræðið í því fyrirkomulagi sem nú er fylgi, það er bæði fyrir foreldra og Fram. „Það er dýrt að reka íþróttafélag. Aðstaðan er auk þess býsna frum- stæð. Ég gagnrýni ekki endilega flutning Fram úr Safamýrinni í Grafarholt. Ákvarðanir landnám Fram hér í efri byggðum voru teknar við allt aðrar aðstæður en nú eru. Það er því ekki sanngjarnt að vera með sleggjudóma, en við verðum að takast á við veruleikann eins og hann blasir við okkur. Hér þarf virkilega að spýta í lófana og koma upp þeim þjónustueiningum sem hverfinu ber að fá.“ Stöðuna má styrkja Sem formaður íbúasamtakanna hyggst Þórir beita sér í ýmsum málum, svo sem að hverfin tvö verði heildstæð og að vel verði búið að íþróttafélaginu. Hann segist þó enn vera að koma sér inn í mál og móta sér sér skoðanir á þeim verk- efnum sem fyrir liggja. Starfsemi íbúasamtakana segir hann þokka- lega virka og á þeirra vettvangi megi þoka góðum málum áleiðis. Samtökin eigi fulltrúa í hverfisráði borgarinnar, en hlutverk þess sé að gæta hagsmuna þegar borgar- yfirvöld taka ákvarðanir er varða svæðið. „Stöðu íbúanna og hverfisráð- anna þarf að styrkja. Þau mega sömuleiðis hafa meira um mál að segja og hugsanlega eitthvert ákvörðunarvald, svo sem í skóla- og skipulagsmálum og einnig hvað varðar umhirðu opinna svæða til að nefna nokkur atriði,“ segir Þórir. GRAFARHOLT Íbúar ráði í hverfinu VIRK ÍBÚASAMTÖK ERU Í ÚTHVERFINU Í GRAFARHOLTI. UPPBYGGING Á MÖRGU ÞOKAST HÆGT EN ÍBÚARNIR KUNNA ÞÓ SANNARLEGA AÐ GERA SÉR GLAÐAN DAG. Horft yfir austurhluta byggðarinnar í Grafarholti. Reynisvatn er lengst til vinstri og fjær sjást Vífilsfell og Bláfjallaklasinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kátur hópur á hátíðinni Í holtinu heima sem haldin var fyrir skemmstu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þórir Jóhannsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.