Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Qupperneq 13
hvað okkur langar virkilega til að gera, finnst gaman að gera og elska það, njóta þess og rækta það. Sama hvað það er þá finnur maður stað í lífinu,“ segir Ágústa Eva sem sá sjálfa sig aldrei fyrir sér sem leikkonu eða söngkonu. „Mér finnst í rauninni mjög skrítið að hafa dottið í leiklistarheiminn. En ég elska starfið mitt og elska að gera það sem ég geri. Elska ekki allir að leika sér?“ Dásamlegur þriggja ára drengur Ágústa Eva tókst á við nýtt hlutverk fyrir um þremur árum, móðurhlutverkið, þegar hún eign- aðist son sinn, Þorleif Óðin sem alltaf er kallaður Bombi, með kærastanum sínum Jóni Viðari Arnþórssyni. Hún segir móð- er hann líka feiminn, hugrakkur, þrjóskur, sterkur og ljúfur. Mjög góð blanda.“ Mjölnir góður staður Ágústa Eva og Jón Viðar höfðu verið vinir í tvö ár áður en þau tóku saman en hann er formaður bardagaklúbbsins Mjölnis og fyrr- verandi lögreglumaður. Ágústa Eva er dugleg að mæta í Mjölni þegar tími gefst og segir gott að fá útrás þar. „Þetta er skemmtilegt áhugamál og maður fær mikla orku. En ég var algjör aumingi áð- ur en ég byrjaði í Mjölni. Þegar ég var yngri var ég látin fara í lík- amsrækt og var þar bara eins og hor. Fólk hélt ég væri að grínast! Ég gat ekki verið lengur en tvær mínútur á hlaupabretti án þess að verða lafmóð og ég gat varla gert eina armbeygju. En það er ekki þannig í dag,“ segir Ágústa skæl- brosandi. „Það er svo góður andi þarna og þetta er engin kvöð, því þetta er svo skemmtilegt. Þarna eru allir vingjarnlegir og enginn er fúll ef hann tapar í bardögum. Maður kemst ekkert áfram ef egó- ið tekur völdin. Það þýðir heldur ekkert að miða sig við aðra. Ef maður fer að keppa við annan en sjálfan sig þá er maður kominn í ógöngur. Ég verð sjaldan jafn glöð og þegar ég næ að toppa sjálfa mig.“ Mikilvægt að bulla Ágústu Evu þykir langskemmti- legast að prakkarast í lífinu og segir mikilvægt að taka það ekki of alvarlega. Það sé mikilvægt að bulla af og til. „Það má ekki gleyma því að bulla þótt aldurinn færist yfir. Það verða allir að muna að gera prakkarastik og stríða til að halda sér ungum,“ segir hún og setur upp prakk- aralegt glott. „Það kom breskur grínisti hingað til lands um daginn og ræddi við okkur leikarana. Hann sagði að lykillinn að góðum leikara væri að halda alltaf í leik- inn sjálfan og vera alltaf að leika sér. Hann sagði að hann væri sjálfur alltaf að grínast eitthvað með konunni sinni hvar svo sem þau væru stödd. Þannig heldur fólk í gleðina og heldur lífinu óvæntu og skemmtilegu. Á meðal leikara sem eru að vinna saman í sýningu skapast góð stemning ef allir eru að stríða hver öðrum. Það verður allt annað andrúms- loft. En það má einnig grínast bara og stríða hvar sem er, í mat- arboðum jafnt sem á sviðinu.“ Ágústa Eva Erlendsdóttir segir það mikilvægt að allir fái að vera eins og þeir vilja vera en þannig er einmitt Lína langsokkur. Morgunblaðið/Eggert urhlutverkið vera alls konar og allt þar á milli. „Að vera móðir er bæði léttara en ég hélt að það yrði en líka erfiðara en ég hélt, bara eins og lífið er. Gleði og sorg. En þetta er mjög skemmti- legt. Líf mitt hefur breyst mikið undanfarið en ég er mjög sátt við það eins og það er. Ég er samt ekki í neinum öðruvísi stellingum en ég hef verið, ég hef bara gam- an af þessu.“ Heldurðu að sonur þinn fái jafn- frjálslegt uppeldi og þú segist hafa fengið? „Já, ég vona það, að hættumörk- um,“ segir Ágústa Eva og hlær. „Bombi er líka bara svo skemmti- legur, alveg eins og pabbi hans. Og ærslabelgur eins og mamma hans. Hann er hugulsamur og alltaf að passa upp á foreldra sína, en svo * Amma fórþangað á nótt-unni, sótti unglinga sem lágu eins og hráviði um göturnar og tók með sér heim. Hún leyfði þeim að sofa úr sér og gaf þeim súpu. Hún var kölluð amman í Grjótaþorpinu. 31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Söngskólinn íReykjavík Fyrsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 8. september SÖNGNÁMSKEIÐ Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga •www.songskolinn.is Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! Hvert námskeið stendur í 7 vikur / 14 vikum lýkur með prófumsögn og tónleikum. • Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk • Kennslutímar:Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar • Söngtækni:Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur • Tónmennt:Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.