Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 15
um og fær að fara í rennibrautina með pabba
sínum og við foreldrarnir njótum okkar best
þegar við sjáum hvað hann er hamingjusamur.
Borðið þið morgunmat saman? Nei, við er-
um svakalega léleg að setjast niður og gefa
okkur tíma til að borða morgunmat. Við notum
yfirleitt allar mínúturnar sem við getum bætt
við með snooze-takkanum í að kúra aðeins
lengur uppi í rúmi og drífum okkur svo út.
Tinni Snær fær morgunmat hjá dag-
mömmunum og foreldrarnir lifa
á kaffi fyrir hádegi. En um
helgar erum við sérstaklega
dugleg að byrja daginn snemma
með heimsókn á einn af uppá-
halds brunch-stöðunum okkar.
Hvað gerið þið saman heima
ykkur til dægrastyttingar?
Þessa dagana er mikið sungið.
Tinni Snær elskar að hlusta á uppáhaldslögin
sín á YouTube og syngur hástöfum með „Let
it Go“ og „Elmo’s Song“. Hann hefur ekki
enn verið til í að syngja íslenskar perlur eins
og „Gulur, rauður, grænn og blár“ heldur vill
hann helst syngja lög með vini sínum Elmo. Við tjútt-
um óspart við lögin enda ekki annað hægt þegar maður er
í sambúð með fyrrverandi atvinnudansara og á son sem
hefur verið með mjaðmahreyfingarnar á hreinu frá því áð-
ur en hann byrjaði að labba.
Erna Hrund Hermannsdóttir er förð-
unarfræðingur, förðunarbloggari og sam-
félagsmiðlaráðgjafi hjá auglýsingastofunni
Jónsson & Lemacks. Maðurinn hennar
heitir Aðalsteinn Kjartansson og er verk-
efnastjóri nýmiðladeildar hjá DV. Þau eiga
soninn Tinna Snæ, tuttugu mánaða.
Þátturinn sem allir geta horft á? Við leyf-
um þeim yngsta að ráða ferðinni ef við er-
um þrjú saman. Þá er það helst hann Daniel
Tiger sem er í uppáhaldi sem við erum með
í gegnum Netflix. Þetta eru dásamlegir
teiknimyndaþættir sem ég hvet íslenskar
sjónvarpsstöðvar til að kynna sér, allavega
er Daníel í miklu uppáhaldi hjá Tinna og
fyrsta nafnið sem hann lærði að segja er
einmitt Daníel.
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öll-
um? Mexíkósk kjúklingasúpa. Það er
eina máltíðin sem ég kann að elda frá
grunni og hún er klassísk. Við foreldr-
arnir hámum hana í okkur og Tinni Snær
er rosalega duglegur að borða hana. Ann-
ars eigum við það til að kíkja í IKEA og
splæsa í kjötbollur með brúnni sósu og
kartöflum, sænskur eðalmatur sem er í miklu uppáhaldi
hjá okkur mæðginunum.
Skemmtilegast að gera saman? Sund er í uppáhaldi.
Tinna Snæ finnst svo gaman að fá að busla um í sundlaug-
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Sund og sænskur eðalmatur
Erna
Hrund
Hermanns-
dóttir
31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Ljúfmetisverslunin Búrið býður fólk velkomið á
sumarmatarmarkað Búrsins helgina 30. og 31. ágúst
í Hörpu. Opið verður frá 11-17 báða dagana.
Markaðurinn er haldinn á jarðhæð hússins.
Matarmarkaður í Hörpu* Ég horfi aldrei til baka, elskan. Það truflar mig frá núinu.Edna Mode úr The Incredibles
Nú þegar fer að hausta verður
fleiri stundum eytt innandyra og þá
er tilvalið að koma sér aftur í
föndurgírinn eftir sumarið.
Það má nota klósettrúllur í ótrú-
legustu hluti og föndurglaðar fjöl-
skyldur ættu endilega að safna
þeim frekar en að setja í endur-
vinnslu. Vopnaður klósettrúllu, lit-
um, lími og ýmsu sem til er má til
dæmis búa til kíki, kolkrabba,
stimpil, kastala, múmíu og uglu. Efa-
FÖNDRAÐ HEIMA
Það er auðvelt að gera slöngur af
ýmsu tagi úr klósettpappírsrúllum.
Fjölhæf klósettrúlla
Máluð eldflaug
með álpappír.
Fyrirmyndin er úr bíó-
myndinni Aulinn ég.
semdafólk um fjölhæfi hinnar lít-
illátu klósettrúllu getur flett upp
„tp roll crafts“ á Pinterest. Niður-
stöðurnar eru sláandi.
Hlutirnir á meðfylgjandi myndum
eru allir föndraðir af fimm ára
barni. Aðalmálið er að hafa gaman
af og leyfa börnunum að hafa sinn
háttinn á en ekki stýra þeim of mik-
ið. Miðað við Pinterest er allavega
hægt að ganga aðeins of langt í full-
komnuninni. ingarun@mbl.is
Hvað mega börn? Allt bendirtil þess að börn í dagmegi gera minna en eldri
kynslóðir og ekki er víst að það sé
endilega til góðs. Debra Harrell,
var handtekin í Suður-Karólínu í
júlí síðastliðnum fyrir að leyfa níu
ára dóttur sinni að leika sér einni í
almenningsgarði. Margir hneyksl-
uðust á þessu og varð atburðurinn
til þess að Slate gerði könnun á því
meðal lesenda sinna um hvað þeir
máttu gera sem börn og hvað þeir
leyfðu börnum sínum að gera. Sex
þúsund manns svöruðu könnuninni
og gefur hún einhverja mynd af
þróuninni í Bandaríkjunum. Tíma-
ritið segir að svörin gefi skýra
mynd af því að taumur bandaríska
barna hafi styst síðustu áratugi.
Færri ganga í skólann en áður.
Árið 1971 gengu 80% nemenda í
þriðja bekk ein í skólann en árið
1990 var þessi tala 9%. Þetta sýnir
stærri könnun og hjá Slate er þró-
unin staðfest. Ein spurningin
þeirra var hvenær lesendurnir
máttu fyrst ganga einn og hálfan
til átta kílómetra að heiman. Meiri-
hluti þeirra sem fæddur er á
fimmta áratugnum mátti það í öðr-
um eða þriðja bekk. En þegar
komið er að fólki fæddu á níunda
áratugnum breytist þetta verulega
og er þá fimmti bekkur venjan.
Fólk fætt á tíunda áratugnum
mátti hinsvegar ekki fara þessa
vegalengd að heiman fyrr en á
aldrinum 10-14 ára. Þróunin var
sambærileg varðandi fleira, eins og
að fara á leikvöll einn og það hvort
barnið þyrfti að láta foreldra vita
reglulega af sér ef það væri úti í
einhverjar klukkustundir.
Hræðsluáróður á
Reagan-tímabilinu
Mesta breytingin í könnun Slate
verður sumsé hjá þeim sem eru
börn á níunda og tíunda áratugn-
um. Skýringin er sögð vera sú að á
Reagan-tímabilinu hafi mikið verið
rætt um hættur þess að vera barn.
Borgaralegir þrýstihópar spruttu
upp um þetta málefni, ekki síst um
hættuna sem fælist í leikvöllum og
voru mörg leiktæki sem voru
dæmd hættuleg, fjarlægð á þessum
tíma.
Nokkur barnsrán fóru hátt í fjöl-
miðlum á sama tíma. Ronald Reag-
an bjó til „Dag týndu barnanna“ og
farið var að auglýsa eftir týndum
börnum á mjólkurfernum. Þetta
hræddi foreldra, þrátt fyrir að það
sé ekki líklegra að barni verði rænt
núna en á áttunda áratugnum, að
sögn Davids Finkelhors, fram-
kvæmdastjóra samtaka sem láta
sig varða glæpi gegn börnum.
Flestir leyfa börnum sínum að
gera minna en þeir máttu sjálfir:
„Því miður hugsa ég uppeldið út
frá dagblöðum. Ef ég tæki ranga
ákvörðun og eitthvað slæmt myndi
gerast, hvernig hljómaði það í
fréttum? Tilhugsunin gerir mig
íhaldssamari og börnin mín missa
af tækifærinu sem ég hafði til að
leika sér sjálfstætt í frjálsum leik,“
skrifaði kona fædd 1972.
Bandaríkin eru ekki Ísland og
því er ekki hægt að yfirfæra allt en
þróunin virðist vera sú sama hér-
lendis. Það á auðvitað ekki að
stefna börnum í hættu en foreldrar
þurfa að átta sig á því að partur af
uppeldinu er að leyfa börnunum að
spreyta sig sjálf og uppgötva hluti
upp á eigin spýtur.
HVAÐ MEGA BÖRN GERA?
Taumurinn að styttast
Fjölbreytileg farartæki í Sóleyjargötu fyrir einhverjum áratugum.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
FRJÁLS LEIKUR ÁN AFSKIPTA
FULLORÐINNA VIRÐIST
VERA Á UNDANHALDI OG
BÖRN GANGA SÍÐUR EIN Í
SKÓLANN FRAMAN AF
ALDRI, SAMKVÆMT BANDA-
RÍSKRI KÖNNUN.
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is