Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 19
Morgunblaðið/Heiddi
31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Í Singapúr er tíðni ungbarnadauða
afar lág á sama tíma og íbúar
borgríkisins búa við mikið langlífi
eða 84,38 ár að meðaltali sam-
kvæmt upplýsingum sem er að
finna í staðreyndasafni bandarísku
leyniþjónustunnar (e. CIA World
Factbook). Aðeins íbúar Mónakó,
Macau og Japans geta búist við að
lifa lengur en íbúar Singapúr. Heil-
brigðiskerfið þar þykir meðal
þeirra skilvirkustu og bestu í
heimi. Um 80% íbúanna nota op-
inbera heilbrigðisþjónustu þar
sem nokkrir verðflokkar eru í
gildi. Þá er Singapúr meðal hrein-
ustu borga heims enda er þar í
gildi ströng löggjöf sem leggur
bann við því að hrækja á götum
úti og dreifa rusli. Hinu opinbera
þar hefur jafnframt tekist að tak-
marka bílaumferð töluvert frá há-
punkti hennar á áttunda áratugn-
um með ýmsum gjöldum og
vegaþrengingum og öðrum úr-
ræðum. Almenningssamgöngu-
kerfið flytur rúmlega tvær millj-
ónir farþega milli staða á degi
hverjum. Þá er Singapúr stundum
kölluð „borg garðanna“ í ljósi
þess að þar er fjöldi almennings-
garða og gönguleiða í kringum
eyjuna. Hjólreiðamenn og hlaup-
arar geta stuðst við sérstakt
leiðakerfi til að ferðast á milli
garða og annarra grænna svæða.
Bannað að hrækja
Losun gróðurhúsalofttegunda í Tókýó er
með því minnsta sem tíðkast í Asíu enda
er þar að finna eitt skilvirkasta almenn-
ingssamgöngukerfi í heimi. Borgaryfirvöld
hafa jafnframt haldið því fram að kjarn-
orkuslysið í Fukushima og flóðbylgjan ár-
ið 2011 hafi ekki haft áhrif á mengunar-
stig borgarinnar. Dagblaðið The Guard-
ian í Bretlandi valdi Tókýó í annað sæti
yfir heilnæmustu borgir heims árið 2012
enda er langlífi íbúa borgarinnar vel þekkt
og er í dag rétt tæplega 85 ár að með-
altali. Japanir verja miklum opinberum
fjármunum í heilbrigðiskerfi almennings,
leggja ríka áherslu á hreinlæti og að rækta
sterk fjölskyldutengsl. Þá samanstendur
mataræði Japana að stórum hluta af hrís-
grjónum, grænmeti og ferskum fiski. Hús-
næðisverð í Tókýó tók að hækka talsvert
árið 2013 í kjölfar breyttra áherslna nýs
forsætisráðherra, Sinzo Abe, í efnahags-
málum. Þá hafði jafnframt áhrif að Tókýó
var valin til að hýsa sumarólympíuleikana
árið 2020.
Japanskur agi í samgöngumálum
Á vesturströnd Ástralíu er að finna borg sem iðulega
kemst á lista yfir þær borgir heims sem best er að
búa í. Perth er jafnframt ein af bestu borgum heims
fyrir konur. Fylgirit tímaritsins the Economist, Intelli-
gent Life, valdi Perth sem eina af 10 lífvænlegustu
borgum heims árið 2013. Intelligent Life mældi fimm
þætti í mati sínu; stöðugleika, heilbrigðiskerfi, mennt-
un, borgarskipulag, menningu og umhverfi. Á tíma-
bilinu milli 1998 og 2009 jókst fjöldi hjólreiðamanna í
Perth um 450% og reiðhjólagrindum hefur verið
komið upp víða um borgina svo mögulegt sé að læsa
hjólum kirfilega. Hlýtt loftslagið við Indlandshaf gerir
jafnframt að verkum að íbúar Perth geta skellt sér á
ströndina og stundað útivist og íþróttir af marg-
víslegu tagi allan ársins hring. Tæplega tvær milljónir
manna búa þar og Perth er því fjórða stærsta borg
Ástralíu hvað mannfjölda varðar. Húsnæðismark-
aður þar hefur verið að nálgast stöðugleika á ný eftir
mikinn uppgang á undanförnum árum í námuiðnaði.
Reiðhjólum fjölgaði
um 450%
SPUNI
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Veldu þinn lit úr rúmlega 50 litum sem í boði
eru og við bólstrum stólinn eftir þínum óskum.
STOFNAÐ 1956
Íslensk hönnun
& handverk
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is