Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Qupperneq 30
Ú
lfur Uggason bauð nánustu fjölskyldu, foreldrum, systkinum
og mökum, í dýrindis þriggja rétta kvöldverð þar sem ís-
lenskt hráefni var í hávegum haft. Boðið var haldið á heim-
ili foreldra Úlfs, þeirra Ugga Þórðs Agnarssonar læknis og
Margrétar Guðnadóttur listakonu, enda er heimili þeirra hjarta fjöl-
skyldunnar.
Sjálfur á Úlfur langan feril að baki sem matreiðslumaður en hann
hefur starfað sem kokkur í Frakklandi, Noregi og hér heima, verið
yfirkokkur í nokkur ár á Písa meðal annars en í dag er hann yf-
irkokkur á Center Hotes.
„Ég sá alfarið um eldamennskuna þetta kvöld nema að móðir mín
sem er svo mikil listakona sá um
heildarútlitið, áhöldin og slíkt og
lét mér eftir gullfallega steina
sem hún tíndi sjálf í fjöru rétt
hjá Stykkishólmi í sumar,“ segir
Úlfur en steinana notaði hann
undir forréttinn.
„Þegar ég skipulagði matseðil
kvöldsins hafði ég í huga að nota
íslenskt hráefni og það sem nátt-
úran hefur upp á að bjóða og maður gæti gert hlutina sjálfur eins og
að reykja kjötið.“ Maturinn heppnaðist afar vel og kvöldið var nota-
legt en Úlfur var sérstaklega ánægður með eftirréttinn. Sjálfur segist
hann ekki vera hrifinn af því að fylgja uppskriftum og vilji frekar
leika af fingrum fram og því hafi hann ekki verið alveg viss um að
eftirrétturinn myndi heppnast fullkomlega.
Getur hann gefið lesendum sem halda gott matarboð með fiskmeti í
aðalrétt góð ráð?
„Mér finnst að fólk ætti að hafa í huga að maður ofmetur oft eld-
unartíma fiskmetis. Þegar maður heldur að það vanti nokkrar mínútur
upp á að fiskurinn sé tilbúinn, er hann yfirleitt nú þegar tilbúinn.
Það þarf líka að hafa í huga að þegar maður tekur fisk til dæmis út
úr ofni heldur hann áfram að eldast í fatinu í nokkrar mínútur,“ seg-
ir Úlfur og bætir við að fiskur kvöldsins hafi runnið einkar ljúflega
niður.
ÚLFUR UGGASON MEÐ MATARBOÐ
Náttúruboð
fjölskyldunnar
* Mér finnst aðfólk ætti aðhafa í huga að mað-
ur ofmetur oft eld-
unartíma fiskmetis.
ÚLFUR UGGASON OG BAUÐ FORELDRUM, SYSTKINUM,
MÖKUM ÞEIRRA OG ÖMMU UPP Á LJÚFFENGT FISKMETI,
HEIMAREYKT KJÖT OG GIRNILEGAN EFTIRRÉTT.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Úlfur á langan feril að baki
sem matreiðslumeistari.
300 g bankabygg
150 g gulrætur, skornar í teninga
50 g skalottlaukur, fínsaxaður
20 g engifer, marinn og saxaður
4 hvítlauksgeirar, marðir og saxaðir
1 búnt graslaukur, saxaður
1 l gulrótarsafi
4 dl rjómi
Sjóðið byggið í gulrótarsafanum og vatni,
ásamt engifer, hvítlauki og skalottlauki. Þegar
byggið er orðið vel mjúkt og mestur vökvi guf-
aður upp má rjóminn fara út í. Látið krauma í
fáeinar mínútur en passið vel að blandan brenni
ekki við. Saltið og piprið eftir smekk.
Bankabygg
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014
Matur og drykkir
300 g íslenskt spínat
3 stk. plómutómatar
10 stk. kirsuberja-
tómatar
börkur af 1 sítrónu
börkur af 1 appelsínu
1 dl ólífuolía
maldonsalt og svart-
ur pipar eftir smekk
Fjarlægið stóru stilk-
ana af spínatinu, kjarn-
hreinsið plómutóm-
atana og skerið í litlar og
krúttlegar sneiðar.
Blandið fínrifnum berki
af sítrónunni og appels-
ínunni saman við ólífu-
olíu, salt og pipar og
hellið yfir salatið.
Spínatsalat