Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014 Tíska S íðastliðið haust fékk ég til liðs við mig mjög öflugan sam- starfsmann, Steinunni Jónsdóttur, og við settumst niður og ákváðum að fara alla leið með litla en kröftuga mokka- skinnsfatalínu og hafa óhefðbundinn og nýstárlegan vinkil á henni,“ segir Sigríður Sunneva, eða Sunneva eins og hún er köll- uð, sem hannar fallegar mok- kaskinnskápur úr alíslensku hráefni. Sunneva hefur und- anfarin ár lagt áherslu á að sérhanna mokkafatnað fyrir viðskiptavini sína en hún lærði fatahönnun við Poli- moda-tískuháskólann á Ítalíu og sérhæfði sig þar í hönnun úr skinni og prjónaefni. Nýja línan ber yfirheitið Veðrabrigði og segir Sunneva flíkur línunnar endurspegla ís- lenskt veðurfar. „Í upphafi hönnunarferl- isins veltum við fyrir okkur hvað væri sameiginlegt áhugamál Íslendinga og þeirra hjartans mál og djúpt í þjóðarvitundinni. Við komumst fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri íslenska veðurfarið,“ segir Sunneva og bætir við að Íslend- ingar eigi ógrynni af fallegm orðum yfir veðrið. „Það má því segja að þessi lína sé óður til íslenskra veðra- brigða.“ Línan skiptist í Muggu, Golu og Dembu sem eru undirflokkar og gefa til kynna í hvaða veðri flíkin nýtist best. „Mugga er að stærstum hluta úr mokkaskinni, Gola er léttari flík úr mokka og prjónaefni frá Volka og Demba er úr mokka og vaxefni og þar af leiðandi vatnsheld,“ útskýrir Sunneva. „Grunnhráefnið í línunni er sem sagt mokkaskinnið en nýjungin felst í því að tvinna saman við það þessi ólíku hráefni í þeim til- gangi að létta fíkina og gera hana að meiri heilsársflík.“ Jakki úr línunni Muggu sem byggist aðallega á mokkaskinni. Mokkajakkarnir úr undirlínunni Golu eru sérlega léttir og litríkir. FATAHÖNNUÐURINN SIGRÍÐUR SUNNEVA R. VIGFÚSDÓTTIR SENDI NÝLEGA FRÁ SÉR EINSTAKA FATALÍNU ÚR MOKKASKINNI OG ULL SEM ER INNBLÁSIN AF ÍSLENSKU VEÐURFARI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Einstakur jakki úr undirlínunni Golu. Sigríður Sunneva hefur lengi unnið með íslenskt mokkaskinn. Morgunblaðið/Ómar Jakki úr línunni Dembu; vatnshelt vaxborið mokkaskinn. Fatalínan Veðrabrigði skiptist í þrjár undirlínur; Muggu, Golu og Dembu, sem allar hafa sína sérstöðu. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir Demba hentar einnig á sumrin. Hlý, vatnsheld og falleg lína. Á vefsíðu sunnevadesign.is er hægt að sjá fleiri ljósmyndir af Veðrabrigðum. NÝJAR OG SPENNANDI ÚTFÆRSLUR Á MOKKASKINNI Óður til íslenskra veðrabrigða

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.