Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 37
Bára Sigurjónsdóttir eða Bára bleika rak verslunina Hjá Báru í um 25 ár á Hverfisgötu 50.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Í
sland líður oft fyrir smæð sína þeg-
ar tískustraumar eru annars vegar
en það getur líka verið jákvætt og
skemmtilegt því þá þurfa forystu-
sauðirnir að aðlagast hraðar. Ég hef
oft talað um hversu ungt Ísland er og
menningin fyrir tísku og fatnaði
kannski ekki eins langt komin og ann-
ars staðar í Evrópu,“ segir Sindri
Snær spurður út í sýn hans á herra-
tískuna á Íslandi. Sindri segir jafn-
framt íslenska karlmenn glæsilega á
margan hátt og ef þeir taki nokkur
skref fram á við í klæðaburði sé fátt
sem geti stoppað þá.
Sindri rekur lífsstílsverlsunina Húrra
Reykjavík með æskuvini sínum Jóni
Davíð en þeir hafa deilt tískuáhuga
lengi. Báðir hafa þeir gegnt starfi
verslunarstjóra í áraraðir og því þaul-
vanir báðir en samanlagt hafa þeir um
20 ára reynslu af verslun og smásölu.
Finna fyrir nærveru Báru
Í Húrra Reykjavík verður áhersla lögð
á buxur og skó en það eru þær vörur
sem þeir telja hvað erfiðast að kaupa
sér og finna hér á landi.
Húrra Reykjavík er í hinu sögu-
fræga húsi við Hverfisgötu 50 þar sem
Bára Sigurjónsdóttir eða Bára bleika
heitin rak glæsilega verslun, Hjá Báru,
um áraraðir. Spurður út í staðsetn-
inguna segir Sindri þá félaga vart geta
verið ánægðari með húsnæðið. „Það er
gott að finna fyrir nærveru Báru heit-
Í fallega húsinu við Hverfisgötu 50 er mikil saga og hefð fyrir verslun.
NÝ HERRAFATAVERSLUN Á HVERFISGÖTU
Báru bleiku breytt í herrafataverslun
innar hérna í húsinu. Húsið er byggt
árið 1906 og gólfefnið er frá þeim tíma
sem hún rak hér verslun sína „Hjá
Báru“,“ útskýrir Sindri og bætir við að
í húsinu sé mikil saga og hefð fyrir
verslun sem þeir félagar hyggjast við-
halda á besta mögulega máta og gera
Báru stolta.
Æskuvinirnir Sindri Snær og Jón Davíð hafa deilt tískuáhuga um áraraðir.
Sindri og Jón opna
herrafataverslunina
Húrra Reykjavík
seinna í vikunni.
SINDRI SNÆR JENSSON OG JÓN DAVÍÐ DAVÍÐSSON REKA LÍFSSTÍLSVERLSUNINA HÚRRA REYKJAVÍK SEM STEFNT ER Á
AÐ OPNA SEINNA Í VIKUNNI. HÚRRA REYKJAVÍK SÉRHÆFIR SIG Í VÖNDUÐUM HVERSDAGSFATNAÐI FYRIR KARLMENN.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Morgunblaðið/Þórður
31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
STOFNAÐ1987
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s
M
ál
ve
rk
:
Á
sg
ei
r
Sm
ar
i