Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Side 38
Fjármál
heimilanna *
Ef buddan er næstum orðin galtóm er
óvitlaust að skoða hvernig má fá sem
flestar hitaeiningar fyrir peninginn. Ein-
mitt þetta gerði notandi umræðuvefs-
ins Reddit í Bandaríkjunum og voru
niðurstöðurnar áhugaverðar. Flestar
kalóríur á krónu gefa hrísgrjón, þá ca-
pellini pasta, svo brauðmylsna, pinto-
baunir og beyglur.
Flestar hitaeiningar fyrir fæstar krónur
Tómas Oddur Eiríksson er 25 ára
jógakennari og stofnandi Yoga Moves.
Næstkomandi miðvikudag, 3. sept-
ember, leiða þau saman hesta sína
hann og Aarona Pichinson, framleið-
andi Yoga Soundscape. Standa þau fyr-
ir jóga, dansi og gleði við lifandi tónlist
í Hörpu.
Hvað eruð þið mörg í heimili?
Ég bý með systkinum mínum tveimur,
Arngrími og Völu, en við leigjum sam-
an íbúð í miðbænum.
Hvað áttu alltaf til í
ísskápnum?
Smjör og sulta er algjört grundvall-
aratriði á þessu heimili en einnig er
yfirleitt nóg til af grænmeti og ávöxt-
um.
Hvað fer fjölskyldan með í
mat og hreinlætisvörur á
viku?
Ég held að við sleppum með 15-20
þúsund krónur á viku.
Hvar kaupirðu helst inn?
Við gerum heimilisinnkaupin að
mestu í Bónus en skreppum
gjarnan eftir stökum vörum í
Pétursbúð, kaupmanninn okkar á
horninu.
Hvað freistar mest í mat-
vörubúðinni?
Lífrænar vörur, hnetur, fræ, ostar og
pestó.
Hvernig sparar þú í
heimilishaldinu?
Við deilum heimiliskostnaðinum á milli
okkar þriggja og hjálpumst að eftir
bestu getu. Reynum að sneiða hjá
munaðarvörum, þótt það sé erfitt. Við
notum reiðhjól og borðum stundum
hjá mömmu og pabba.
Hvað vantar helst á heimilið?
Útvarp í eldhúsið og viftu á ganginn.
Eyðir þú í sparnað?
Ég legg fyrir 10.000 kr. í hverjum
mánuði inn á lokaða bók.
Skothelt sparnaðarráð?
Mæli með að iðka jóga og hugleiðslu.
Það dregur úr neysluþörfinni og gerir
mann nægjusamari. Þá er það að eiga
ekki bíl sennilega besta sparnaðar-
ráðið.
NEYTANDI VIKUNNAR TÓMAS ODDUR EIRÍKSSON
Jóga dregur úr neysluþörfinni
Tómas sparar
stundum með því
að borða heima hjá
mömmu og pabba.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Það eru engar ýkjur að segja að
Aurapúkinn sé ódýr í rekstri. Veit
púkinn stundum ekki alveg hvað
hann á að halda þegar hann ber sig
saman við fólk sem virðist ekki
geta notið lífsins án þess að eyða
peningum.
Aurapúkinn prísar sig sælan að
finnast ekkert vanta í líf sitt þó að
hann fari ekki í bíó eða út að borða
í mánuði hverjum. Aurapúkinn get-
ur notið þess að labba um versl-
unarmiðstöðvar án þess að finnast
hann þurfa að eyða krónu.
Kannski er lykillinn að stóískri
sparsemi Púkans að hann hefur
lært að nóg er til af ágætis afþrey-
ingu sem er ýmist ódýr eða ókeyp-
is. Aurapúkinn horfir þannig á af-
bragðsfína þætti og hlustar á
uppáhalds tónlistina í gegnum You-
Tube. Þess á milli hlustar hann á
ókeypis hljóðbækur frá Librivox í
snjallsímanum eða spilar fría net-
leiki í vafranum á fartölvunni.
Sælir eru nægjusamir, því þeir
geta saxað á yfirdráttinn.
púkinn
Aura-
Nóg af ókeypis
afþreyingu
Á
síðustu árum hefur orðið mikil vitund-
arvakning meðal almennings um gildi
þess að draga úr plastpokanotkun. Æ
oftar má sjá fólk við afgreiðslukass-
ana raða matvörunum sínum ofan í endingargóða
og litríka poka úr tau- og plastefnum. Á sumum
stöðum úti í heimi, t.d. í Los Angeles, hefur ver-
ið gengið svo langt að banna einnota plastpoka
með öllu og jafnvel dreifa ókeypis fjölnota pok-
um til almennings. Verslanir eins og Sainsbury’s
í Bretlandi gefa viðskiptavinum auka „punkta“ á
tryggðarkortin sín ef þeir nota fjölnota poka eða
endurnýta gamla plastpoka í innkaupaferðinni.
Á Íslandi sjá margir margnota poka líka sem
leið til að spara þær krónur sem annars þarf að
greiða fyrir nýjan plastpoka í hverri inn-
kaupaferð, að ekki sé tala um að tæma eldhús-
skápa og skúffur sem í dag eru fullar af gömlum
plastpokum.
En ekki er allt sem sýnist. Hugsunin að baki
fjölnotapokunum er falleg, en reikna verður
dæmið til enda til að ganga úr skugga um að
pokinn hjálpi til við að vernda bæði umhverfið
og pyngjuna.
Þvottavél og þurrkari
Einn stærsti áhrifaþátturinn er að þvo þarf pok-
ann reglulega. Rannsóknir á fjölnota pokum hafa
sýnt að þeir geta orðið gróðrarstía fyrir skaðleg-
ar örverur og samkvæmt umfjöllun USA Today
virðast auknar vinsældir fölnota poka haldast í
hendur við fjölgun tilvika matarsýkinga. Sumar
heimildir mæla með því að þvo pokana eftir
hverja notkun, aðrar að pokinn sé þveginn viku-
lega. Þarf að þvo pokann á hæsta hita sem fram-
leiðandinn leyfir og þurrka vel.
Það getur verið dýrt að henda einum stökum
poka í vélina og þess vegna ætti að reyna að þvo
marga poka saman, eða með öðrum skítugum
þvotti. Hér er rétt að muna að gott getur verið
að sneiða hjá pokum í sterkum litum, ef liturinn
skyldi smitast yfir í nærbuxurnar og sokkana við
þvottinn.
Einnig að taka vatns- og orkunotkunina með í
reikninginn ef markmiðið er að vernda umhverf-
ið, og líka að þvottarnir hafa áhrif á endingu
pokans. Fjölnota pokar úr plastefnum fara t.d.
að láta á sjá eftir fimm eða sex þvotta.
Vegna örverugróðurs er líka óráðlegt að
geyma pokana í bílskottinu, því skottið er oft
óhreint og aðstæður þar góðar fyrir örverurnar
að fjölga sér.
11 eða 173 innkaupaferðir
Hvaða áhrif þvotturinn hefur á endingu pokanna
verður að skoða með hliðsjón af rannsóknum
sem sýna að nota þarf fjölnota poka úr plast-
efnum í fjögur til ellefu skipti til að umhverfis-
áhrifin séu minni en af að nota hefðbundna
plastpoka. MarketWatch vitnar í mjög ítarlega
rannsókn breska umhverfisráðuneytisins frá
árinu 2006 sem leiddi í ljós að taupokar fara ekki
að borga sig fyrir umhverfið fyrr en eftir 131
verslunarferð, en í 173 skipti ef fólk er vant að
nota plastpokana úr búðinni einnig undir heim-
ilisruslið. Virðist rannsóknin þó ekki hafa tekið
með í reikninginn umhverfisáhrif reglulegra
þvotta.
Að endingu verður að muna að flest heimili
hafa einhver not fyrir plastpoka. Í stað inn-
kaupapokans þarf þá að kaupa plastpoka í rúll-
um undir nesti, matarafganga, ruslið og labbit-
úrana með heimilishundinum.
Allt þetta þarf að vega vandlega og meta í
samræmi við aðstæðurnar á hverju heimili svo
öruggt sé að fjölnota innkaupapokinn hjálpi
örugglega umhverfinu, og pyngjunni.
GETUR VERIÐ FLÓKIÐ DÆMI AÐ REIKNA
Borgar sig að kaupa
margnota poka?
REIKNA ÞARF DÆMIÐ TIL ENDA OG TAKA MEÐAL ANNARS TILLIT TIL ÞESS HVAÐ KOSTAR
AÐ ÞVO MARGNOTA INNKAUPAPOKA OG HVERSU LENGI HANN ENDIST.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Maður á gangi í miðborginni
með vel með farna plastpoka.
Fara þarf varlega þegar reynt er
að draga ur plastpokanotkun.
Morgunblaðið/Eggert