Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014
V
erðtrygging er hvorki vond eða góð.
Hún hefur eiginleika sem þarf að
þekkja ætli menn að styðjast við
hana í fjárhagslegri tilveru. Áhrif
hennar á það, hvað það kostar að fá
fjármuni að láni, þurfa ekki endi-
lega að vera mikil.
Verðtrygging í dularklæðum
Lánveitendur hafa öldum saman stuðst við þá
óskráðu reglu, að þeir fái fé sitt til baka frá þeim sem
lánið tók og að auki nokkurt álag, vexti, fyrir snúð
sinn. Lántakendur hafa vitað og sætt sig við þetta.
Ella byðust fá lán.
Verðbólga og verðhjöðnun hafa verið til staðar svo
lengi sem menn hafa átt viðskipti, þótt ekki sé víst að
fyrirbærin hafi verið mæld eða þekkt sem slík. Marg-
víslegar aðstæður hafa leitt til verðbreytinga í sam-
félagi þótt engin væri hagstofan til að skrá þær.
Vaxtabreytingarnar hafa verið sýnilegri og valdið
óeirðum eins og dæmi frá Róm sýnir en þar féllu 800
í átökum um vexti. Tvöþúsund árum síðar eru vextir
og verðbólga enn undiralda ólgu og óánægju.
Birtingarmátinn hefur breyst. Og baráttuaðferðir
stjórnvalda einnig. Í Sovétríkjunum voru tiltekin
brauð ein inni í verðbólgumælingum. Þau ein hækk-
uðu ekki í verði og þess vegna var opinber verðbólga
ekki til. Opinbert gengi rúblu og dollars var hið sama
þótt 25 rúblur fengjust fyrir dollarann eftir myrkur.
Idi Amin í Úganda lækkaði verðbólguna með því að
senda herinn í verslanir og láta kaupmenn lækka
vörur um 30 prósent. Kaupmenn hlýddu auðvitað og
fóru svo lóðbeint á hausinn. Lánveitandinn forðum sá
engar verðbólgumælingar. En hann skynjaði að
skildingurinn sem hann lánaði fyrir 5 árum dugði
ekki fyrir jafnmörgum brauðum og hann gerði þegar
hann skilaði sér til baka. Hann er því verr staddur
þegar lánið er endurgreitt en hann var þegar hann
veitti það. Skuldarinn hefur þó staðið við allt sitt. En
lánveitandinn mun hækka sína vexti næst þegar ein-
hver leitar eftir láni. Hann reynir að „verðtryggja“
lánið sitt, þótt hann þekki ekki það hugtak. Oftast
ræður lánveitandinn meiru um skilmála láns enda
lántakandinn oftar í veikari stöðu, nema að óvenju-
legt framboð lánsfjár sé fyrir hendi og samkeppni
virk. Kynningarsíður íslenskra fjármálastofnana
hafa sýnt um hríð að þær bjóða óverðtryggð lán þar
sem einvörðungu verðtryggð lán fengust áður. Miðað
við tiltekin veðhlutföll geta menn gengið að fast-
eignaláni til 3-5 ára með t.d. 7,5 prósenta ársvöxtum.
Samþykki lántakandinn óverðtryggt lán með breyti-
legum vöxtum lækka þeir í 6,5 prósent frá þeim degi
sem lánið er veitt. Bankinn er sem sagt að spá fyrir
um verðbólguna fram í tímann með föstu vöxtunum,
en ætlar sér að verðtryggja óverðtryggða lánið að
mestu með breytilegu vöxtunum. Lántakandinn
greiðir þess vegna 1% hærri fasta vexti fyrir óverð-
tryggða lánið en tilefni er til á upphafspunkti þess.
Sá munur mætir áhættu lánveitandans af því að
verðbólga verði hærri á næstu árum en nú er.
Verðtryggingarskrefið
Bein verðtrygging varð lögleg og almenn fyrir 35 ár-
um. Þrátt fyrir að verðbólga væri þá mikil hlupu
menn til og fengu lánum sínum frá lífeyrissjóðunum
breytt úr óverðtryggðum lánum í verðtryggð áður en
„heimild“ til breytingarinnar rann út. Hvers vegna í
ósköpunum? Jú, vegna þess að árleg greiðslubyrði
lánanna minnkaði töluvert næstu 2-3 árin á eftir.
Þeir sem ekki „nýttu tækifærið sem gafst“ sáu hins
vegar lánin sín „hverfa“ á aðeins örfáum árum. Verð-
bólgan gleypti þau. Lántakendur plötuðu sjálfa sig
með því að kjósa fremur lækkanir á greiðslubyrði í
allra næstu framtíð en að sjá lánin verða að engu í
þeirri ógurlegu verðbólgu sem þá var.
En síst verður sagt að verðtrygging hafi verið
kynnt til íslenskrar sögu þegar áhætta vegna hennar
hafi verið lítil. En lántakendur sem hópur sáu að líf-
eyrissjóðir þeirra urðu smám saman einhvers virði
vegna verðtryggingarinnar. Þar til það varð höfðu
sjóðsfélagar haft mest gagn af því að þeir lánuðu fé-
lagsmönnum fé sem brann upp í verðbólgu. Því þar
áttu allir jafnan aðgang að svikamyllu verðbólgunnar
og óverðtryggðra lána. Fyrir daga verðtryggingar-
innar gátu þeir efnast betur og fyrr en aðrir sem áttu
greiðastan aðgang að ríkisbönkunum. Sparifjáreig-
endur, fólk sem veitti sér lítið, en lagði fyrir af litlum
tekjum beið svo fyrir utan bankann sinn í kuldanum
eftir hver áramót til að sjá vextina sína færða inn í
bókina sína. Það sagði þeim enginn að hækkandi inn-
stæðan var blekkingin ein. Þetta var á tímum þjóð-
arþjófnaðar bankakerfisins. Flestir Íslendingar
horfðu upp á hann án þess að skilja hvað var að ger-
ast. Þeir sem betur vissu og þeir sem græddu á
þessu óréttlæti sögðu fátt.
Fyrstu árin eftir að verðtrygging kom til var reynt
að ýta á undan sér afleiðingum þess að búa við verð-
tryggingu og verðbólgu. Ákveðið var að verðtryggja
launin líka með verðbólgustrikum. Og þá fyrst var
vitleysan fullkomnuð. Eftir aðeins þrjú ár var
þriggja mánaða verðbólga komin upp í 120%, reiknuð
til árs. Samt var furðu lengi ró í þjóðfélaginu. Mót-
mælin byrjuðu ekki fyrr en stigið var á bremsuna af
Hitt er huggunar-
ríkt að vísu að
þeir verðtryggja
ekki eftir á
* Sparifjáreigendur, fólk semveitti sér lítið, en lagði fyrir aflitlum tekjum beið svo fyrir utan
bankann sinn í kuldanum eftir hver
áramót til að sjá vextina sína færða
inn í bókina sína. Það sagði þeim
enginn að hækkandi innstæðan var
blekkingin ein. Þetta var á tímum
þjóðarþjófnaðar bankakerfisins.
Reykjavíkurbréf 29.08.14