Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Síða 43
Morgunblaðið/Styrmir Kári Stefán Máni við skápana sína í Vesturbæjarlauginni. Stefán Máni Sigþórsson segir að sitthvað í sínu fari megi kannski kalla sérvisku. Líkt og margir les hann blöðin aftur á bak, það er að segja með því að byrja á öftustu síðu og vinna sig fram. Þá skiptir hann um buxur 4-5 sinnum á dag en hverjar buxur þjóna sínu hlutverki yfir daginn. „Í sundlaugunum fer ég alltaf í skáp númer 1 en ef hann er ekki laus þá er það skápur númer 7. 7 er alveg mögnuð tala, erfitt að út- skýra það, en þar sem ég er egóisti vil ég helst alltaf vera númer 1.“ Ef skáparnir eru ekki lausir fer Stefán Máni í skáp 17 en ef allt þrýtur og hann er líka upptekinn fer rit- höfundurinn bara aftur heim til sín. Þá nefnir Stefán Máni að hann myndi aldrei nokkurn tímann ganga hægra megin inn í bíósal. „Hægra megin minnir mig alltaf á Sjálfstæð- isflokkinn, ég get ekki gengið hans veg.“ STEFÁN MÁNI SIGÞÓRSSON RITHÖFUNDUR Aldrei til hægri og alltaf í 1 eða 7 31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Þóra Sigurðardóttir rithöfundur játar á sig sérvisku er kemur að inn- kaupum til heimilisins. Í matvörubúðum tekur hún nefnilega þrennt af öllu. Ef hana vantar Létt og laggott fara þrjár dollur ofan í körfuna, ef það vantar síróp kaupir hún þrjár sírópsdósir, þrjár mjólkurfernur, þrjá salern- ishreinsibrúsa og svo framvegis. „Þetta er í raun fáránlegt því ég er miklu hrifnari af sléttum tölum. Þá verða öll herðatrén að vera eins og snúa eins inni í fataskáp og efstu tölur á skyrtum verða að vera hnepptar.“ Þá getur Þóra þess að alla daga endar hún á sama hátt; með því að fara út á þak og tala við sjálfa sig. ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR Þrennt af öllu Árni Geir Valgeirsson menntaskólanemi borðar hverja mat- arsort eina í einu því ekkert má snertast. Þegar kvöldmatur er borinn á borð hefur hann því sérstakan hátt á að borða til dæmis kjöt í sósu með kartöflum og salati. „Mér finnst alltaf svo pirrandi þegar sósa fer á salatið og kartöfl- urnar ofan í kjötið. Þannig að ég fæ mér salatið fyrst á sér disk. Svo kartöflurnar og loks kjötið eða fiskinn eða það sem er í mat- inn. Ég borða sem sagt eina tegund í einu og enda á sósu- hlutanum. Ég tek það samt fram að ég að- skil ekki sósuna frá pastanu,“ segir Árni Geir og hlær. Árni Geir segir þennan vana standa upp úr en hann hafi þó vanið sig á eitt og annað sem kannski allir geri ekki. Nefnir hann að á baðher- berginu taki hann til dæmis alltaf tvisvar í húninn til að athuga hvort það sé ekki örugglega læst. ÁRNI GEIR VALGEIRSSON MENNTASKÓLANEMI Morgunblaðið/Styrmir Kári Maturinn má ekki snertast Árni Geir Valgeirsson hefur ákveðna röð og reglu á matmálstímum. „Einhverra hluta vegna finnst mér ómögulegt að hafa „volume“-takkann á græjunum í bílnum eða á sjónvarpstæk- inu heima stilltan á oddatölu,“ við- urkennir Jón Jónsson tónlistarmaður sem lætur sig miklu skipta hvaða tölu- stafi hann horfir á þegar hann stillir tæk- in sín. „Mér finnst meira að segja erfitt að horfa upp á einhvern annan hækka sem er ekkert að spá í þetta. Þá laumast maður til að laga það.“ Þangað til nýlega hefur þetta ekki valdið teljandi vandræðum. „Þetta er orðið smávesen eftir að ég eignaðist son minn. Hann er kannski sofandi inni í her- bergi og ég er að horfa á eitthvað í sjón- varpinu og reyni að hafa það ekki of hátt stillt til að vekja hann ekki. Ég er búinn að komast að því að það væri mjög fínt ef ég gæti þolað að tækið væri stillt á þrjá því næsta slétta tala fyrir ofan, fjórir, er of há en tvisturinn er of lágt.“ Jón segist engu að síður líta svo á að ýmiss konar hegðun af þessu tagi geri líf- ið skemmtilegra enda hafi þetta ekki teljanleg áhrif að öðru leyti. „Það að ég tel til dæmis þrepin þegar ég geng upp tröppur er til þess að það sé ekki dauður punktur í lífinu.“ JÓN JÓNSSON TÓNLISTARMAÐUR Morgunblaðið/Styrmir Kári Laumast til að endurstilla Engar oddatölur, takk. Jón Jónsson tónlist- armaður stillir út- varps- og sjónvarps- tæki af kostgæfni. Bandaríski sálfræðingurinn David Weeks hefur skoðað persónu- einkenni þeirra sem búa yfir minni eða meiri sérvisku og kenningar hans er meðal annars að finna í kennslubókum fyrir menntaskóla hérlendis en Weeks er afar virtur í sinni grein og hefur skoðað hegðun nokkur þúsund sérvitringa. Hann segir að meðan sérviska sé eitthvað sem hamli ekki fólki sé það eng- inn sjúkdómur og sérvitringar eigi það sameiginlegt að vera yf- irleitt hamingjusamir í eigin skinni. Þá hafa rannsóknir hans og fleiri vísindamanna leitt í ljós að þeir sem hafa einhverjar daglegar venjur sem eru ekki eftir bókinni eru líklegri til að vera heilsu- hraustir – bæði til andlegrar og líkamlegrar heilsu. Weeks segir sameiginleg ein- kenni sérvitringa meðal annars þessi:  Sjaldnast íhaldssamir einstaklingar  Sköpunargáfa  Forvitni  Hugsjónir  Gáfur  Fasið blátt áfram  Þurfa oft ekki mikinn félagsskap, eiga auðvelt með að vera einir með sjálfum sér  Forvitið eðli  Svartur húmor EINKENNI SÉRVITRINGA Heilbrigðir með svartan húmor

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.