Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Page 44
Breiðari endinn þarf að snúa til hægri „Ég get ekki borðað með gleraugu. Það er eitt. Og þegar ég borða kökusneið verður hún að liggja þannig á diskinum að breiðari endinn snúi til hægri og kremið frá mér. Öðruvísi er ekki hægt að borða köku- sneiðar,“ segir Þorsteinn Guðmundsson grínisti. Hefur hann alltaf verið svona? „Já, alveg frá því að ég man eftir mér. Bróðir minn er einnig svona en hann skrælir reyndar pylsur líka eins og banana en það er önnur saga.“ Þorsteinn byrjar alltaf neðst á kökunni, á þeim enda sem snýr að honum þegar sneið- in liggur á diskinum, og vinnur sig upp og endar þannig þar sem kremið er. „Þetta á sér líklega þær skýringar að mamma bakaði alltaf brúnköku á laugardögum þegar ég var lítill og þar sem kremið var það besta vildi maður geyma það sem lengst.“ ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON GRÍNISTI Þorsteinn Guðmundsson býr sig undir að borða kökusneið eftir sinni hefðbundnu rútínu, þar sem sneiðin snýr að sjálfsögðu hárrétt, ásamt sonum sínum, Sölva Páli, 11 ára, og Kára, 7 ára. Morgunblaðið/Þórður Sérviska 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014 Það jákvæða við sérvisku Védísar Sigurð- ardóttur, verkefnastjóra hjá Landsbank- anum, er að hún þarf aldrei að grípa til hallamælis – hún er með sinn eigin inn- byggðan. Hún sér nefnilega línur í öllu og þótt lítið beri á og engan gruni er hún hálf- ómeðvitað og meðvitað að skoða línur í umhverfinu. Sérstaklega ef hún er ein ein- hvers staðar að ganga eða keyra. Það er talsvert flókið að lýsa þessu en við gefum Védísi orðið: „Þetta hefur minnkað mikið með árunum en engu að síður, ef ég er að keyra til dæmis úti á landi, finn ég vel fyrir vegstikunum við veg- inn. Ég reyni að hoppa yfir þær í huganum þegar þær eru akkúrat við hliðina á mér, líkt og þær myndi ósýnilega línu yfir veg- inn. Það er verst ef rúðuþurrkan kemur niður akkúrat á stikulínunni, þá líður mér eins og ég hafi tapað í einhverjum leik. Ég finn einhvern vegin aukalínur í umhverfinu út frá línum sem fyrir eru hvort sem er út frá húsgögnum eða einhverjum sam- skeytum. Línan sem ég sé út frá stuðurum á bílum nær til dæmis alveg upp á gang- stétt. Þá hef ég það í huga að reyna að hoppa yfir þessar ímynduðu línur,“ segir Védís og hlær og viðurkennir að á sínum yngri árum hafi hún jafnvel átt í vandræð- um með að ganga fram hjá bílastæðum. „Ég er þar af leiðandi með gríðarlega gott auga fyrir línum og er fljót að taka eftir þeim í umhverfinu. Það er nákvæm- lega ekkert mál fyrir mig að hengja upp mynd þannig að hún sé hundrað prósent bein á veggnum!“ VÉDÍS SIGURÐARDÓTTIR VERKEFNASTJÓRI HJÁ LANDSBANKANUM Védís Sigurðardóttir á fleygiferð yfir línurnar sem eru ósýnilegar. Morgunblaðið/Kristinn Línurnar sem enginn sér „Þetta er hálfósjálfrátt en ég tel hreinlega allt sem er í einhverju magni að sjá og á vegi mínum verður,“ segir Hafdís Harð- ardóttir grunnskólakennari. „Þetta geta verið flísar á baðherbergi, ljóskastarar í lofti, gluggar á húsum sem ég keyri framhjá, gluggakarmar, hvað sem er. Ef ég kem í rými fullt af stólum tel ég stól- fæturna og fer jafnvel út í að margfalda og nota tölurnar til að reikna eitthvað. Ég sé kannski hóp af fólki og margfalda hendur og hausa. Ég hef alltaf verið hugfangin af tölum og ef ég sé einhvers staðar tækifæri til að telja eitthvað tel ég það, svona þang- að til eitthvað annað tekur athyglina frá talningunni að minnsta kosti.“ Faðir Hafdísar er stærðfræðingur og hann gerir þetta líka en Hafdís segir að í raun sé það að telja svona meðan ekkert annað er að gerast í umhverfinu einkar góð leið til að tæma hugann en þess má geta að Hafdís man einnig öll þau síma- númer sem heimili æskufélaga hennar höfðu. Hafdís Harðardóttir telur af kostgæfni og margfaldar. Ljósmynd/Ásdís Ásgeirsdóttir Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex … HAFDÍS HARÐARDÓTTIR KENNARI Brynhildur Björns- dóttir í háalvarlegu ímynduðu símtali á Laugaveginum. Að vísu notar hún gemsann sinn alla jafna til þessa.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.