Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Qupperneq 45
Roald Viðar Ey- vindsson bók- menntafræðingur byrjar allar sund- ferðir á því að stinga hausnum í kaf – til að ganga úr skugga um að engir hákarlar séu í lauginni. Hann segir þetta beina afleiðingu af ótæpilegu hryll- ingsmyndaáhorfi frá barnsaldri. Hann segist hafa ýmsa fleira ávana og segir einn alveg sérstaklega hall- ærislegan. „Betri helmingurinn benti mér á þetta fyrir skemmstu en þegar ég var unglingur var í tísku á meðal drengja að vera með sítt hár og auðvitað þurfti ég að vera eins og hinir og safn- aði lokkum niður á axlir. Enn þann dag í dag er ég að sveifla ímynduðum ljónsmakka af gömlum vana. Ég barasta get ekki vanið mig af því, eins glatað og það hljómar. Þannig að ef þú ert að tala við mig og ég byrja að rykkja höfðinu eitthvað einkennilega til, hafðu engar áhyggjur, ég er ekki að fá flog.“ Roald Viðar Eyvindsson er aldeilis stutthærður í dag en hagar sér eins og síðhærður. ROALD VIÐAR EYVINDSSON BÓKMENNTAFRÆÐINGUR Tékkar á hákörlum 31.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 „Ég tala mikið við sjálfa mig þegar ég hjóla og geng. Ég hef staðið mig að því að vera kannski á gangi niður Laugaveginn og vera þá farin að rífast við einhvern sem ég ímynda mér að ég sé í samtali við – það getur jafnvel verið Bandaríkjaforseti,“ segir Brynhildur Björnsdóttir dagskrárgerðarkona. „Ég hef gert þetta frá því ég man eftir mér en ég er ýmist að rabba við sjálfa mig eða hreinlega bara að hugsa mér hvernig samtöl ég myndi eiga við einhvern aðila sem er í alvörunni til, eða var til, og hvað ég myndi segja. Ég talaði til dæmis dálítið mikið við Jim Morrison á tímabili.“ Brynhildur fellst á að afhjúpa smáleyndarmál sem mun kannski ekki reynast sniðugt næst þegar hún þarf til að grípa til þess ráðs. „Ég gríp stundum í símann minn til að ég geti bara haldið áfram í mínum einkahrókasamræðum þegar ég er á almannafæri svo að það fattist ekki að ég er að tala við sjálfa mig,“ segir Brynhildur og hlær. Hún tekur fram að stundum sé hún hins vegar í alvörunni að tala í símann! Brynhildur segist hafa reynt að venja sig af ýmsu í sama dúr, svo sem að stíga eftir ákveðinni reglu á strik á gangstéttum en lengi vel ímyndaði hún sér að hún væri í teygjutvisti og tók því ákveðið mörg skref alltaf á milli strikanna; fyrst fimm, svo þrjú og loks eitt eins og leikurinn virkar. „Þegar maður er orðinn 44 ára á hæla- skóm getur þetta virkað ankannalega á almannafæri.“ BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA Notar símann stundum í ímyndaðar samræður Morgunblaðið/Styrmir Kári Valgerður Matthíasdóttir dagskrárgerðarkona, jafnan nefnd Vala Matt, þarf alltaf að fara í vinstri skóinn fyrst á undan þeim hægri og ef hún bregður út af þeim vana líður henni hreinlega illa og er viss um að hún muni lenda í alls konar vandræðum. En það er fleira sem hún segist geta verið sér- kennileg með. „Ég get nefnt að alltaf þegar ég á erindi upp á RÚV, hvort sem það er til að búa til sjónvarpsþætti, mæta í viðtöl eða útsend- ingar, verð ég alltaf að keyra fyrst framhjá sjónvarpshúsinu og taka svo langa beygju á ákveðnum stað inn á bíla- stæðin sem er í raun mun lengri leið en þarf til. Ég byrjaði að gera þetta einhvern tímann þegar ég var með útvarpsþætti þarna sem gengu mjög vel og ég þori því ekki annað en að gera þetta áfram.“ Svipaða sögu er að segja af handtösku sem Vala er alltaf með á sér. „Ég á fullt af handtöskum og undir venjulegum kring- umstæðum myndi ég nota þær til skiptis, svona til að breyta til, en það gengur því miður ekki því ein taskan verður alltaf að fylgja mér í vinnuna og engin önnur. Á það við hvort sem ég er úti í bæ í kvik- myndatökum eða inni í húsi að klippa þættina mína. Ástæðan er sú að á ákveðnu tímabili þar sem allt gekk rosa- lega vel hjá mér notaði ég þessa tösku og nú þori ég ekki að „jinxa“ það. Fáránlegt en ég læt mig hafa það og er mikið grín gert að mér í vinnunni fyrir þetta. Enda er taskan svo níðþung að það hálfa væri nóg og þar ofan á þori ég heldur ekki að taka úr töskunni gömlu skipulagsbókina mína sem þyngir hana enn meira.“ Að lokum nefnir Vala eitt sem les- endur geta kannski nýtt sér. „Þegar ég þarf að róa mig niður, til dæmis fyrir út- sendingu, fæ ég alltaf sama stefbútinn á heilann en það er byrjunarlínan úr laginu í Emil í Kattholti. Ég man aldrei meira en fyrstu línuna en syng lagið samt áfram og endurtek það margoft. Þetta róar mig ótrúlega mikið og minnir mig líka á dótt- ur mína Tinnu og okkur saman í Kaup- mannahöfn þegar Emil var sunginn dag- inn út og inn. Ég verð svo hamingjusöm við tilhugsunina.“ VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA Vala Matt með töskuna góðu og níðþungu. Ofan í henni er skipulags- bókin að sjálf- sögðu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Keyrir aukahring Katla Margrét Þor- geirsdóttir leikkona viðurkennir að vera með smáútgáfu af vinstri-hægri-áráttu en það eigi þó ekki við um alla daga. Þá daga sem slíkt bankar upp á þarf hún til að mynda að ganga beint yfir götu en ekki á ská og hún hefur jafnvel bakkað og leiðrétt. „Sama gildir um alla hluti sem ég hef stillt upp. Ég finn mig knúna til að þjóta upp og fara að færa þá ögn til vinstri eða hægri, kertastjaka, dúka og bækur, þótt ég sé í grafalvarlegu samtali!“ segir Katla Margrét og hlær. Ljósmyndari Morgunblaðsins kom einmitt að henni í bún- ingsherbergi Borgar- leikhússins þar sem Katla æfir Línu Lang- sokk þessa dagana en þar var hún aðeins að bardúsa við að laga hlutina til. Að lokum afhjúpar Katla eitt leyndarmál í viðbót. „Þegar ég heyri tónlist spila ég mjög oft laglín- una með fingrum hægri handar. Ekkert sem fólk sér en þeir sem leiða mig geta fundið tiplið í lófa sín- um.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Færir til í miðju samtali KATLA MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR LEIKKONA Katla Margrét laumast til að stilla hlutunum í smink- herberginu í Borgarleik- húsinu rétt upp í miðju samtali við blaðamann. „Ég horfi aldrei á sjálfan mig í spegli meðan ég bursta tennurnar heldur stíg til hliðar og horfi á skápana. Ef ég get hvergi flúið undan speglunum loka ég bara aug- unum meðan ég bursta.“ „Ég hluta poppkornið allt- af í sundur. Borða fyrst hörðu kúlurnar utan af og safna miðjunni í sérskál, sá hluti er svo mjúkur og góður – það borða ég síðast sér.“ „Ég borða aldrei súkku- laðirúsínur og -kúlur nema á sléttri tölu.“ „Áður en ég fer að sofa dreg ég gardínurnar fyrir en svo aftur frá og svo aftur fyr- ir. Um helgar geri ég þetta fimm sinnum; fyrir, frá, fyrir, frá, fyrir.“ „Ég drekk ekki úr grænum bollum, kaupi ekki matvörur í grænum umbúðum, borða ekki grænt sælgæti og myndi aldrei sjálfviljug kaupa mér neitt grænt nema salat.“ FLEIRI DÆMI Vildu ekki láta nafns síns getið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.