Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.08.2014, Blaðsíða 50
BÓK VIKUNNAR Smásagnasafnið Lífið að leysa eftir
Nóbelsverðlaunahafann Alice Munro er bók sem enginn
bókmenntaunnandi má láta framhjá sér fara.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Hluti af íslensku bókmenntaelítunnidundaði við það hér áður fyrr aðgera lítið úr Guðrúnu frá Lundi
sem sögð var skrifa „kellingabækur“.
Guðrún átti sér þó öfluga stuðningsmenn,
sem voru íslenskir lesendur, og þeir muna
enn eftir sinni konu og komu nýlega Af-
dalabarni á metsölulista. Íslenskir les-
endur eru engir bjánar og þekkja góðan
skáldskap þegar þeir sjá hann.
Guðrún frá Lundi er góð skáldkona, um
það ætti enginn lengur að efast, þótt ef-
laust geri sumir það þó. Sem höfundur býr
hún yfir sannri frásagnargáfu, skapar trú-
verðugar persónur og tekst einstaklega
vel að lýsa tíðaranda og samfélagi.
Frásagnargáfa
Guðrúnar nýtur sín
afar vel í Afdala-
barni sem er bók
sem er einstaklega
gaman að lesa. Það
er eiginlega ómögu-
legt annað en að
halda áfram að
fletta síðunum og
sökkva sér ofan í
sögu lítils drengs,
Hannesar, sem býr
hjá afa og ömmu í fátæklegu koti en kynn-
ist óvænt annars konar lífi.
Guðrún kann að lýsa persónum og hug-
ar ekki einungis að aðalpersónum sög-
unnar heldur skjóta áhugaverðar auka-
persónur stöðugt upp kollinum.
Kjaftakellingar bókarinnar, stundum ansi
illkvittnar, eru sérlega eftirminnilegar og
gæða söguna húmorísku lífi. Guðrún virð-
ist samt ekki gefin fyrir að dæma persón-
ur sínar og sýnir oft á þeim óvænta hlið.
Persónur sem við fyrstu kynni virðast
fremur óaðlaðandi taka jafnvel breyt-
ingum þegar líða tekur á sögu og verða
aðrar og betri en í byrjun. Þannig taka
persónur bókarinnar út ákveðinn þroska
eftir því sem sögunni vindur fram, rétt
eins og við gerum vonandi sem flest í líf-
inu. Guðrún lýsir síðan sveitasamfélagi á
einstaklega næman og raunsæjan hátt.
Stéttaskipting og mismunun koma mjög
við sögu í Afdalabarni og þar verður sterk
réttlætiskennd höfundar mjög áberandi.
Guðrún hræðist ekki að vera tilfinn-
ingasöm í þessari stuttu bók og það er svo
undir lesandanum komið hvort honum
finnst hún þar ganga of langt. En það er
afar fallegur tónn í bók sem er einstaklega
gaman að lesa.
Orðanna hljóðan
LESTRAR-
SKEMMT-
UN
Guðrún frá Lundi. Slær í gegn hjá les-
endum með Afdalabarni.
Píanóleikur 1. og 2. hefti eru bækureftir Björgvin Þ. Valdimarsson tón-listarkennara og hluti af píanóbóka-
flokk sem hann hefur gefið út frá því árið
1988 og er í stöðugri endurskoðun. „Píanó-
leikur 1 og 2 eru grunnbækur í þessum
bókaflokki, byrjendabækur fyrir nemendur
sem eru að hefja nám í píanóleik þar sem
kenndur er nótnalestur og annað sem barnið
þarf að læra og hvert atriði er tekið fyrir í
smáatriðum,“ segir Björgvin. „Þetta er þriðja
útgáfa þessara bóka, endurskoðuð þar sem
mestu breytingarnar eru í seinni hluta fyrsta
heftis og annað heftið er nánast ný bók.
Þriðja heftið kemur út endurskoðað næsta
haust. Í þessum bókaflokki mínum eru um
tíu titlar þar á meðal Dægurlög, Að spila
eftir eyranu og Jólalög.“
Björgvin er spurður af hverju hann telji
þörf á því að endurskoða reglulega bækurnar
í bókaflokknum. „Ég hef verið að kenna í 35
ár og veit að það er alltaf þörf á nýju efni,“
segir hann. „Þjóðfélagið tekur stöðugum
breytingum og í dag hlusta börn á önnur lög
en þau gerðu árið 1988 þegar ég gaf út
fyrstu bókina og aðgangur að tónlist er orð-
inn mjög almennur. Ég hef sett inn í þessa
endurskoðuðu útgáfu blús, ragtime, boogie
og popptónlist og þarna eru til dæmis Abba-
lag og James Bond-lag. Reynslan kennir
manni margt og ég er að betrumbæta bæk-
urnar og þar sem tæknin verður sífellt þró-
aðri verður uppsetning bókanna betri með
hverri útgáfu.“ Þess má geta að bækurnar
eru skemmtilega skreyttar með teikningum
eftir eiginkonu Björgvins Sigríði Magneu
Njálsdóttur.
Spurður hvernig útgáfa píanó-bókaflokks-
ins hafi gengið frá þeim tíma sem bækurnar
komu fyrst út segir Björgvin: „Þetta hefur
gengið ótrúlega vel miðað við það hvað
markaðurinn er lítill. Bækurnar eru almennt
notaðar í tónlistarskólum hér á Íslandi og
líka í Færeyjum. Fyrir allnokkrum árum
kom færeyskur píanóleikari og tónlistarkenn-
ari til landsins og hafði bækurnar með sér
heim og þær eru notaðar í tónlistarskólum í
Færeyjum.“
Björgvin hefur sett upp heimasíðu piano-
nam.is þar sem er að finna ýmsar upplýs-
ingar um bækurnar og þar eru hljóð-
upptökur af lögunum í nýju bókunum. Ungir
píanóleikarar geta sent á síðuna mynda-
bandsupptökur af flutningi sínum á lögum úr
bókunum. „Þannig geta krakkarnir komið
sér á framfæri á heimasíðunni,“ segir Björg-
vin, „það er ýmislegt annað sem ég ætla líka
að þróa í gegnum þessa heimasíðu.“
Björgvin er frá Selfossi og hefur meðal
annars kennt við Tónskóla Sigursveins og
Tónmenntaskólann en stofnaði eigin tónskóla
árið 1997 sem nú starfar í Hamraskóla.
Hann hefur verið virkur í kórstarfi og samið
mörg lög, þeirra þekktast er Undir dalanna
sól. Hann segist hafa mikla unun af tónlist.
„Ég ætlaði alltaf að verða trésmiður eins og
pabbi en var svo heppinn að kynnast tónlist
og fór í unglingalúðrasveit,“ segir hann. „Það
var ekki til hljóðfæri á mínu heimili svo ég
varð sjálfur að safna mér fyrir píanói og náði
að kaupa það um fimmtán ára aldurinn og þá
varð ekki aftur snúið. Tónlistin heltók mig
algjörlega og hefur gefið mér svo ótalmargt.
Tónlistin er bæði áhugamál mitt og vinna.“
BJÖRGVIN ER HÖFUNDUR LAGSINS VINSÆLA UNDIR DALANNA SÓL
Bond og Abba í píanóbók
„Það var ekki til hljóðfæri á mínu heimili svo ég varð sjálfur að safna mér fyrir píanói og náði að
kaupa það um fimmtán ára aldurinn og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Björgvin.
Morgunblaðið/Eggert
BJÖRGVIN Þ. VALDIMARSSON TÓN-
LISTARKENNARI ER HÖFUNDUR PÍ-
ANÓ-BÓKAFLOKKS FYRIR UNGT
FÓLK SEM HEFUR KOMIÐ ÚT FRÁ
ÁRINU 1988. TVÆR BÆKUR Í
FLOKKNUM KOMU NÝLEGA ÚT Í
ENDURSKOÐAÐRI ÚTGÁFU.
Alltaf er ég jafnþakklát almættinu fyrir að hafa skapað manninn með
rithöfundagenin. Það er örvandi nautn að liggja með magnaða frásögn
og svífa með sögunni inn í króka og kima.
Ég man að fyrsta alvöru bókin sem ég las, eftir að hafa gúlpað í mig
Anders And á dönsku í allnokkurn tíma, var Brekkukotsannáll.
Þá áttaði ég mig á því út á hvað lífið gekk. Skömmu
síðar bauðst mér svo hlutverk frk. Gudmundssen
við gerð sjónvarpsmyndar um Brekkukotsannál. Ör-
lög? Fór að grúska í skáldinu upp úr þessu og Sjálf-
stætt fólk gerði mér kleift að skilja eiginmanninn til
hlítar, hann er ættaður úr dalnum!
Svo kannaði ég aðra höfunda fyrir utan landstein-
ana, J. Hasek og Góða dátann Svejk, sem gefur
stríðinu langt nef. Aðrir fóru ekki eins vel út úr
stríðum, eins og maður kemst að í Veröld sem var
eftir Stefan Zweig. Svo nýlega las ég Þjófaborg eftir Benioff, þar
sem umsátrinu um Leníngrad er ljóslifandi lýst.
Ilmurinn eftir P. Süskind fór inn í merg og bein, eins og önnur
mögnuð bók, Skuggi vindsins og einnig Kirkja hafsins, sem báðar
gerast í Barcelona á mjög ólíkum tímun.
Íslensku „drengirnir“ og sagnabálkar þeirra liggja gjarnan uppi í
rúmi hjá mér. Sturlungasögur Einars Kára, Þríleikir Ólafs Gunn-
ars og Jóns Kalmans, allt meistaraverk. Sjón er mergjaður og
Gyrðir Elíasson með sínar súrrealísku ljóðrænur.
Íslensku „stelpurnar“ gefa ekkert eftir, eins og bækur Kristínar
Marju um listakonuna Karitas, Vigdís Gríms ýtir hressilega við
manni, og Auður Jónsdóttir beinskeytt og fyndin.
Svo hef ég húmor fyrir örsögum og heilræðum Elísabetar
Jökulsdóttur.
Allt þetta góða fólk fær mann til að hugsa og viðhalda andanum.
Í UPPÁHALDI
DIDDÚ SÖNGKONA
Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, er þakklát almættinu fyrir að hafa skapað
manninn með rithöfundagenin og nýtur þess að lesa góðar bækur.
Morgunblaðið/Kristinn
Stefan Zweig
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.8. 2014