Morgunblaðið - 05.09.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.09.2014, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 ✝ Jónas HelgiHelgason fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1946. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 27. ágúst 2014. For- eldrar Jónasar voru Karítas Jó- hanna Bjarnadótt- ir, f. 1921. d. 1999 og Helgi Oddsson, f. 1923, d. 1999. Systkini Jón- asar, alsystkin: Bjarni, f. 1942, d. 1988, Oddný Bergþóra, f. 1944, Þórður Gunnar, f. 1949. Sammæðra: Trausti Sigurður, f. 1954, Ágústa Guðrún, f. 1959, Anna Kristólína, f. 1960, d. 1964, Sævar Christian, f. 1962. Jónas Helgi kvæntist 5. sept- ember 1965 Guðrúnu Sveins- dóttur, f. 11. feb. 1946. For- eldrar hennar voru Rannveig og eiga þau Mikael Darra, f. 2010. 3) Birgir Jónasson, f. 4. okt. 1973, eiginkona hans María Kristjánsdóttir. Fósturbörn Birgis eru þau Kristján Gilbert, f. 1989 og Þórdís Hrönn, f. 1993. 4) Rakel Jónasdóttir, f. 9. ágúst 1979. Rakel eignaðist Kristínu Fönn, f. 7. jan. 2001 og Dag Frey, f. 1. mars 2014. Jónas og Guðrún fluttust til Eskifjarðar 1964, þá höfðu þau verið saman í eitt ár. Jónas hóf störf í síld hjá Bárunni 1964 og fór síðan í málaranám hjá Guð- mundi Auðbjörnssyni á Eski- firði en lauk aldrei alveg nám- inu. Hann starfaði hjá Guð- mundi í níu ár, fór síðan í önnur störf í stuttan tíma. Hóf síðan störf hjá Hraðfrystihúsinu á Eskifirði og eftir nokkurra ár starf þar lærði hann að sjá um Baader-vélar og var yfir þeim þangað til að þau fluttu til Reykjavíkur 1997. Þar starfaði hann í byggingarvinnu, lengst af hjá fyrirtækinu Bygg. Útför Jónasar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 5. sept- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 13 Karólína Sigfús- dóttir, f. 1908, d. 1998 og Sveinn Benedikt Auð- bergsson, f. 1914, d. 1992. Systkini Guðrúnar: Herdís Einarsdóttir, f. 1938, Sigfús Júlíus Einarsson, f. 1940, d. 1942, Benedikt Sveinsson, f. 1951. Börn Jónasar og Guðrúnar eru 1) Sveinn Bene- dikt Jónasson, f. 28. júní 1967. 2) Þórir Karl Jónasson, f. 25. júlí 1969, d. 8. nóv. 2011. Þórir Karl eignaðist Jónas Helga, f. 23. ágúst 1989, sambýliskona hans Helena Davíðsdóttir, og Val- gerður Sara, f. 27. mars 2010. Fósturbörn Þóris Karls eru þau Jón Daði, f. 1982 og Tinna Mar- grét, f. 1984. Sambýlismaður hennar er Ámundi Þorsteinsson Elsku vinurinn, enginn okkar skilur af hverju dauðinn sækir okkur viðstöðulaust heim, fyrst Þórir Karl, svo þú. Ástarkveðjur fyrir öll árin okkar 51 sem við átt- um saman, fyrir börnin okkar, barnabörn og dýrin okkar dýr- mætu úr Dalsmynni, sem nú ná engum áttum. Við lofum því að passa þá. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ástarkveðja, Guðrún Sveinsdóttir (Gugga). Elsku besti pabbi minn í öllum heiminum. Það eru ekki til svo sterk orð sem lýsa söknuði mínum og sorg yfir því að þú sért farinn frá okk- ur. Samt er það enn svo óraun- verulegt; er að bíða eftir morg- unspjallinu okkar sem við áttum á hverjum degi. Maðurinn sem var mér allt. Besti vinur minn, pabbi minn, kletturinn minn. Eftir sitja óteljandi góðar minningar. Ég var alltaf svakalega mikil pabbastelpa frá því ég man eftir mér og þreytt- ist aldrei á að láta þig segja mér söguna af því þegar ég fæddist. Loksins kom stelpa í strákahrúg- una í litlu íbúðina okkar á Eski- firði. Það sem hann lifði fyrir börnin sín og seinna meir barna- börnin sín var ótrúlegt. Ég hef aldrei fundið annan eins kærleika og dýrkun. Pabbi átti ofsalega erf- iða og eiginlega bara sorglega æsku sem sennilega varð til þess að hann setti börnin sín og fjöl- skylduna alltaf í fyrsta sæti og sjálfan sig þar langt fyrir aftan. Aldrei þreyttist þú á að svara spurningum frá mér þegar ég var krakki um allt og ekki neitt. Mér fannst þú fróðasti maður í heimi. Við löbbuðum mikið á Eskifirði og var í uppáhaldi að labba út á Mjó- eyri og staldra við og drekka ferskt lindarvatn og fræðast um fuglalífið. Pabbi er einhvern veg- inn í öllum mínum minningum. Þegar ég var barn, unglingur, full- orðin. Alltaf í góðu skapi, enda með þvílíkt jafnaðargeð en samt alltaf svo svakalega stutt í húm- orinn. Minnisstæðast af öllu held ég að sé þó þegar besta vinkona hans fæddist, Kristín Fönn, dóttir mín. Ég held að pabbi hafi aldrei keyrt jafn hratt (iðulega var gert grín að honum fyrir hægan akstur) og þegar hringt var í hann morg- uninn sem hún fæddist. Hann kom í loftköstum á fæðingardeildina. Strax á fæðingardeildinni urðu þau bestu vinir. Hann kom alltaf í há- deginu úr vinnunni fyrsta árið hennar, í öllum veðrum, að skoða hana og var alltaf jafn heillaður yf- ir því hvað þetta væri gáfað og fal- legt barn, kannski pínu hlutdægur. Milli þeirra hafa alltaf verið mjög sérstök tengsl, fallegustu tengsl sem ég hef upplifað. Litli Dagur minn var svo lánsamur að fá að vera í afafangi fyrstu tæpu sex mánuði lífs síns. Pabbi var minn allra besti trúnaðarvinur. Við sögðum hvort öðru allt. Sátum tímunum saman og spjölluðum um drauma, líf eftir dauðann og allt milli himins og jarðar. Mest hafði hann þó gaman af að láta spá fyrir sér í spil. Öll jól kom pabbi á „afabíl“ eins og dóttir mín orðaði það og sótti okkur í mat því það gekk ekki upp að ég keyrði sjálf á sjálfum jólunum. Þetta var orðin hefð í okkar lífi á aðfangadag. Það var ekkert sem pabbi gerði ekki fyrir börnin sín ef hann mögu- lega gat það, enda harðduglegur þúsundþjalasmiður. Það var ekk- ert sem pabbi gat ekki. Elsku pabbi minn, ég get ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín. Ég, öll fjölskyldan og síðast en ekki síst hundarnir þínir sem þú dýrkaðir. Ég ylja mér við fallegar minningar og veit að við hittumst aftur þó að síðar verði. Núna ertu kominn til Þóris Karls sem þú saknaðir svo sárt. Vonandi næ ég að verða börnunum mínum jafn góð og þú varst okkur. Þín elskandi dóttir Rakel. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir gott máltæki. Aldrei hefur það sannað sig betur en einmitt núna. Elsku pabbi er farinn. Kletturinn í lífi mínu og í lífi okkar allra. Við erum enn ekki bú- in að meðtaka það að maðurinn sem ekkert virtist geta bugað sé nú farinn frá okkur, aðeins 68 ára gamall. Líf pabba var ekki flókið. Hann lifði aðeins fyrir eitt: Ástvini sína. Þeir voru það sem skiptu hann öllu máli og á meðan hann gat verið í kringum þá var hann ánægður. Börnin hans og síðar barnabörn voru honum allt og hann var tilbúinn til þess að fórna öllu fyrir okkur. Pabbi átti mjög erfiða æsku og þekkti í raun aldrei neina foreldra. Hann flutti ungur með mömmu til Eskifjarðar þar sem foreldrar hennar bjuggu og þau tóku honum strax sem sínum eigin og voru honum eins og for- eldrar. Pabbi einsetti sér það strax að hans börn fengju það sem hann fékk aldrei sjálfur sem barn; ást, hlýju og umhyggju. Það voru yf- irleitt ekki til miklir peningar á heimili pabba og mömmu, en það litla sem til var aukalega var séð um að við fengjum. En pabbi gaf okkur annað sem var miklu meira virði en peningar. Það má segja að pabbi hafi lifað sínu lífi fyrst og fremst fyrir okkur. Hann setti vel- ferð barna sinna og barnabarna alltaf í forgang og hugsaði aldrei um sjálfan sig. Meiri fórn er sennilega ekki hægt að færa. Pabbi þurfti ekki mikið. Þessir hlutir sem flest okkar myndu kalla litlu hlutina voru hans líf. Það að geta farið í göngutúra með hundaskarann sinn; það að setjast fyrir framan sjónvarpið á laugar- dögum með getraunaseðilinn og fylgjast með úrslitunum í enska boltanum. Það voru þessir hlutir sem veittu pabba ánægju. Þetta var hans heimur. Pabbi þurfti ekki að fara til útlanda eða að fara í veislur, hann hafði allt það sem hann þurfti heima hjá sér. Þetta er sú lexía sem pabbi kenndi okk- ur öllum: að kunna að meta það sem við höfum. Hann var sá sem við gátum alltaf treyst á og var alltaf til staðar. Það var gríðarlegt áfall fyrir pabba þegar hann missti næstelsta son sinn, Þóri, í nóvember 2011. Hann varð aldrei samur eftir. Stuttu eftir það þurfti hann síðan að hætta að vinna og þá var ansi mikið farið úr hans lífi. Pabbi fór að veikjast fyrir u.þ.b. ári og þau veikindi má rekja til sykursýki. En það var ekki fyrr en síðustu vikurnar sem hann fór að verða alvarlega veikur, en ég held að engan hafi grunað hvað var í uppsiglingu. Pabbi ljómaði alltaf í hvert skipti sem barnabörnin komu í heimsókn eða þegar hann fór til þeirra. Það myndaðist gríð- arlega sterkt samband við þau öll: Tinna, Jón Daði, Jónas, Kristín Fönn og Valgerður Sara voru augasteinarnir í hans lífi og svo kom Dagur Freyr í heiminn fyrir 6 mánuðum. Ég kveð þig núna elsku pabbi. Þakka þér fyrir árin 47 sem við vorum samferða og fyr- ir allt sem við gerðum saman: Ferðalögin sem við fórum í, alla göngutúrana sem við fórum sam- an með alla hundana, sem voru svo hændir að þér, og fyrir allt hitt. Takk, elsku pabbi, fyrir að vera það sem þú varst mér. Þinn elskandi sonur, Sveinn (Svenni). Elsku besti afi, ég get ekki lýst því hvað ég sakna þín. Þú varst mín mesta fyrimynd sem ég gat alltaf litið upp til. Þú varst ótrú- lega skemmtilegur, góður og frá- bær í alla staði. Þú varst besti afi sem ég hefði getað fengið, þú gafst mér allt sem þú gast og ég leit á þig sem pabba! Ég var mesta afastelpa í heimi og ég á óend- anlega margar góðar minningar um þig sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu, eins og t.d. þegar við fórum í ferðalög, spiluðum, fórum í búðaráp, horfðum saman á Merl- in alla laugardaga þegar ég var hjá þér, poppuðum og höfðum kósí. Ég var alltaf hjá þér aðra hverja helgi í nokkur ár og þá gerðum við allt saman, rúntuðum um Bryggjuhverfið, fórum á bíla- sölur og svo ótrúlega margt fleira. Þú varst besti maður sem ég hef kynnst enda elskuðu þig allir, þú varst uppáhald allra sem kynntust þér. Þú varst kletturinn minn og ég gat alltaf talað við þig þegar mér leið illa. Ég á eftir að sakna þess ótrúlega að geta ekki lengur gert eitthvað með þér því við gerð- um ótrúlega margt saman og þú kenndir mér svo margt skemmti- legt. Þú varst hetjan mín í öllu, þú varst besti vinur minn, ég gat endalaust hlegið að þér því þú varst svo fyndinn og æðislegur. Ég mun sakna þín svo mikið að orð geta ekki lýst því. Vonandi á þér eftir að líða sem best á himnum. Þú átt allt gott skilið. Ég vildi að ég hefði getað gert meira með þér og sagt þér hvað ég elskaði þig mikið, en ég er jafnframt ótrúlega heppinn að hafa kynnst þér og eiga bestu minningar í lífi mínu. Ég gæti haldið endalaust áfram og sagt hversu yndislegur þú varst og öll bestu lýsingarorð sem lýsa þér. Ég elska þig meira en allt. Þín afastelpa, Kristín Fönn. Það voru daprar fréttir sem bárust að morgni 27. ágúst. Jónas Helgi Helgason, mágur minn, hafði verið fluttur á sjúkrahús þar sem hjarta hans stöðvaðist og þegar leið á morguninn bárust fréttir af því að ekki hefði tekist að bjarga honum og hann væri lát- inn. Það er oft stutt milli lífs og dauða og í tilviki Jónasar bar dauðann brátt að og eftir stóðu ástvinir óvarðir og niðurlútir. Við Jónast kynntumst árið 1964 þegar leiðir hans og Guggu systur minnar lágu saman og þau hófu búskap á Eskifirði. Jónas kom inn í fjölskyldu okkar, ungur og frísk- ur strákur úr Reykjavík, og fljótt kom í ljós að hann var góður, dug- legur og heiðarlegur drengur sem vildi allt fyrir alla gera. Jónas og Gugga bjuggu í mörg ár á Eskifirði, þar sem hann vann framan af sem málari en síðar við ýmis störf hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Fyrir sextán árum fluttu Jónas og Gugga til Reykjavíkur og í framhaldinu starfaði Jónas í byggingarvinnu þar til hann hætti að vinna fyrir um tveimur árum. Jónas var vinnusamur maður og vandvirkur. Hann var mjög vel liðinn af þeim sem veittu honum vinnu og vinnufélagarnir báru honum mjög gott orð. Jónas var greiðvikinn og hjálpsamur og mátti ekkert aumt vita. Tengda- foreldrum sínum reyndist hann stoð og stytta á þeirra efri árum og aðrir nutu hjálpsemi hans. Jónas hafði fallega og skemmti- lega framkomu, gat verið skemmtilega ræðinn og var áhugamaður um pólitík og tals- vert hægrisinnaður. Þegar sest var niður með Jónasi og málin rædd var gjarnan komið víða við og gaman að heyra hve vel hann fylgdist með málefnum líðandi stundar og hversu heilbrigðar skoðanir hann hafði á mönnum og málefnum. Það er eftirsjá í Jónasi og hans verður sárt saknað. Eiginkona, börn og barnabörn eigu vissulega öll um sárt að binda og blessaðir hundarnir sitja daprir við útidyra- hurðina og bíða eftir Jónasi, sín- um góða vini og húsbónda. En hann kemur ekki aftur. Að leiðarlokum þakka ég Jón- asi fyrir samveru og vináttu í marga áratugi. Í mínum huga er hann og verður alltaf ljóshærður, glaðlegur strákur úr Reykjavík, sem öllum þótti vænt um. Innilegustu samúðarkveðjur til Guggu og fjölskyldu og einnig til litlu hundanna fjögurra. Benedikt Sveinsson. Jónas Helgi Helgason ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÓNSSON frá Litlu-Drageyri, andaðist á dvalarheimilinu Höfða sunnudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd laugardaginn 6. september kl. 14.00. Fjóla Einarsdóttir, Ingimundur Olgeirsson, Jón Einarsson, Fjóla Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar og frænka, HALLDÓRA THORODDSEN, Eskihlíð 6, Reykjavík, sem andaðist 28. ágúst verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Auður Thoroddsen, Magdalena Thoroddsen. ✝ Hjartans þakkir til ykkar allra vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HILMARS HELGASONAR bifreiðastjóra frá Gröf í Miklaholtshreppi, Sóleyjarima 5. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans fyrir einstaka alúð og umhyggju sem og þeim sem styrktu okkur með hlýjum kveðjum. Erla Sverrisdóttir, Brynja Hilmarsdóttir, Þorbjörn Sigurðsson, Helga Hilmarsdóttir, Aðalsteinn Þorvaldsson, Gréta Björg Hilmarsdóttir, Ingvar Ólason og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Brúsastöðum, Þingvallasveit, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 23. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför. Friðþjófur Daníel Friðþjófsson, Jakobína Óskarsdóttir, Edda Dagný Örnólfsdóttir, Rúnar Gunnarsson, Ingi Þórir Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, sonur okkar, stjúpi, bróðir og afi, EGGERT STEFÁN SVERRISSON, Þórðarsveig 2, lést föstudaginn 29. ágúst á líknardeildinni Í Kópavogi. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 8. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Guðrún Sigurðardóttir, Karítas Melstað, Sverrir Ragnarsson, Þóra Stefánsdóttir, Ágúst Þór Sigurjónsson, Haraldur Arnar Stefánsson, Jóhanna Njálsdóttir, barnabörn og systkini. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og systir, KONNÝ GARIBALDADÓTTIR, Njálsgötu 15, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, þriðjudaginn 26. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 9. september klukkan 13.00. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir einstaka umhyggju og umönnun. Eiríkur Friðbjarnarson, Einar Garibaldi Eiríksson, Aðalheiður L. Guðmundsdóttir, Áslaug Garibaldadóttir, Einar og Þorbjörn Garibaldasynir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.