Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Rúnar Kristinsson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara KR íknattspyrnu, er 45 ára í dag. Hann var leikmaður landsliðs-ins í um tvo áratugi og hélt þá gjarnan upp á afmælið inni- lokaður á hóteli en síðan fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands og hann byrjaði að þjálfa hefur eiginkonan séð til þess að allra afmæla hjónanna og barna þeirra sé minnst á hverju ári með veislu fyrir stórfjölskylduna. „Hugsunin er fyrst og fremst sú að stuðla að því að fólk hittist oftar,“ segir Rúnar, sem fékk það verkefni í fyrrakvöld að hringja í skyldfólkið og bjóða því í kvöldmat. Rúnar bendir á að landsliðið komi alltaf saman þegar hann eigi afmæli, ekki þess vegna heldur vegna landsleikja á þessum tíma, og þannig hafi það verið allan þann tíma þegar hann var í landsliðinu. „Þegar ég var í landsliðinu var ég því alltaf lokaður inni á hóteli á þessum tíma, en í tilefni dagsins var þá pöntuð kaka fyrir hópinn eftir kvöldmat og á stórafmælum splæstu strákarnir stundum sam- an í gjöf handa mér. Nú á ég alltaf frí frá fótboltanum á afmælinu og auðveldara um vik að halda upp á daginn með góðu fólki.“ Sem leikmaður og síðar þjálfari hefur Rúnar ekki getað verið að heiman á afmælinu eins og margir kjósa. „Fjölskyldan hefur ekki mikla möguleika á því að ferðast saman en þá njótum við bara sam- verunnar heima,“ segir afmælisbarn dagsins. steinthor@mbl.is Rúnar Kristinsson þjálfari 45 ára Morgunblaðið/Ómar Knattspyrnuþjálfarinn Rúnar Kristinsson er 45 ára í dag. Lengst af lokaður inni á hóteli Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Ingibjörg Þorleifsdóttir, húsmóðir, Boðahlein 20, Garðabæ, fæddist í Ár- neshreppi á Stöndum, 5. september 1924 og er því 90 ára í dag. Eigin- maður hennar var Magnús Þorgeirs- son, d. 2001. Börn: Hjálmfríður Sveins- dóttir, Þorgeir Magnússon, Þorleifur Magnússon, Snorri Magnússon, Viðar Magnússon. Árnað heilla 90 ára Reykjavík Birna Andradóttir fæddist 31. maí 2014 kl. 06.18. Hún vó 4.094 grömm og var 50 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Andri Ólafsson og Sigríður Ása Júlíusdóttir. Akureyri Rúrik Pétur Benediktsson fæddist 2. júlí 2014 kl 10.52. Hann vó 3.480 grömm og var 52 cm að lengd. Foreldrar hans eru Þuríður Péturs- dóttir og Benedikt Hreinn Einarsson. Nýir borgarar A Agnar fæddist í Reykja- vík 5.9. 1964 og ólst þar upp en flutti í Kópavog á unglingsárunum. Hann vann sér inn vasapening með blaðburði og blaða- sölu í æsku en var í byggingarvinnu á unglingsárunum. Honum er þó sérstaklega minnisstæð sumardvöl við skreiðarverkun og knattspyrnu á Þórshöfn á 16. aldursári. Agnar lauk grunnskólaprófi frá Austurbæjarskóla 1980, stúdents- prófi frá MS 1984, BS-prófi í líffræði frá HÍ 1988 og cand. scient-prófi í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Osló 1992. Hann dúxaði í frumkvöðla- fræðum hjá Keili 2009 og hefur þró- að Hlaupagreiningu sem er ný að- ferð til þess að greina hlaupagetu íþróttafólks. Líffræðingurinn Agnar hefur verið sérfræðingur við Tilraunaeldisstöð Hafrann- sóknastofnunar í Grindavík frá 1992: „Ég hafði ekki enn lokið prófi í Noregi þegar ég flutti heim með fjölskylduna og hóf störf hjá Hafró í Grindavík. Við fluttum síðan fljót- lega til Grindavíkur og þar höfum Agnar Steinarsson, sérfræðingur hjá HAFRÓ – 50 ára Fjölskyldan Agnar og Matthildur, ásamt börnunum, Andreu Karen, Aroni Inga, Steinari Sindra og Tómasi Orra. Útsvar, eldi og íþróttir Í Útsvarskeppni Daníel Pálmason lögmaður, Margrét Pálsdóttir málfræð- ingur og afmælisbarnið. Þau sigruðu í Útsvarskeppninmi árið 2012. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 5516646 | Laura Ashley á Íslandi Opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-15 Haust & vetur 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.