Morgunblaðið - 05.09.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.09.2014, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2014 Brot (Mann- eskjan sér sig ekki) nefnist sýning sem myndlistarmað- urinn Stein- grímur Eyfjörð opnar á Gló, á Laugavegi 20b, í kvöld kl. 20. Þar gefur að líta tólf málverk frá árinu 2006 sem hafa ekki verið sýnd áður. Verkin eru byggð upp á texta og samtali Steingríms við Margréti H. Blöndal myndlist- arkonu og dr. Birnu Bjarnar- dóttur dósent í íslenskum bók- menntum. „Verkið má sjá sem sjálfsmynd; portrett af þjóð, sem gert er í logni á undan stormi sið- ferðilegs-, og fjárhagslegs gjald- þrots í lok árs 2008,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin stendur út mánuðinn og er opin alla daga milli kl. 11 og 21. Manneskjan sér sig ekki, á Gló Steingrímur Eyfjörð Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Líkt og síðustu ár eru ný íslensk út- varpsleikrit í öndvegi, eftir bæði virt og reynd leikskáld, sem og ný kyn- slóð leikskálda sem vænta má að eigi eftir að hasla sér frekari völl í ís- lensku leikhúsi,“ segir Viðar Egg- ertsson, stjórnandi Útvarpsleikhúss- ins, um komandi vetrardagskrá. „Eitt af meginmarkmiðum Útvarps- leikhússins er að vera leikhús í stöð- ugri þróun. Þannig hefur öll frum- sköpun okkar það að meginmarkmiði að búa til nútímaútvarpsleikhús sem er þess eðlis að aðeins sé hægt að flytja verkin í þessum miðli. Við er- um leikhús allrar þjóðarinnar og við þurfum að hafa í huga að fólk hefur mismunandi smekk og langanir,“ segir Viðar og leggur áherslu á að Útvarpsleikhúsið sinni þannig jöfn- um höndum frumsköpun ásamt því að flytja perlur úr safni. Í vetur verða átta ný íslensk leikrit frumflutt, en helmingur þeirra var pantaður sérstaklega fyrir Útvarps- leikhúsið. „Á síðustu árum höfum við lagt aukna áherslu á ný íslensk leikrit enda finnst okkur mikilvægt að flytja verk sem endurspegla líf fólks í dag. Þar höfum við haft það að markmiði að raddir kvenna heyrist, enda eru hugmyndir, hugsjónir og tilvera kvenna ekki síðri en karla. Við höfum í því skyni jafnað stöðu kynjanna í hópi leikskálda og -stjóra,“ segir Við- ar, en fimm leikskáld og fimm leik- stjórar nýju verkanna eru konur. Fyrsti frumflutningur vetrarins verður sunnudaginn 7. september kl. 13 á Lífshættu eftir Þóreyju Sigþórs- dóttur í leikstjórn höfundar. „Í leik- ritinu er notast við upptöku á rödd Jakobínu Sigurðardóttur þegar hún las sögu sína, Í sama klefa, í útvarpið árið 1989,“ segir Viðar og bendir á að þannig fari Jakobína, sem lést árið 1994, með eitt aðalhlutverkið í leikrit- inu. „Þarna er verið að gera hluti sem væri hvergi hægt að gera nema í út- varpi.“ Önnur ný verk eru Rökrásin eftir Ingibjörgu Magnadóttur í leikstjórn Hörpu Arnardóttur sem flutt verður 28. september, Lán til góðverka eftir Auði Övu Ólafsdóttur í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur 2. nóv- ember, Blinda konan og þjónninn eft- ir Sigurð Pálsson í leikstjórn Krist- ínar Jóhannesdóttur 4. janúar, Strindberg – stundin okkar eftir Bjarna Jónsson í leikstjórn höfundar 1. febrúar, … svo hætt’ún að dansa eftir Guðmund Ólafsson í leikstjórn Erlings Jóhannessonar 1. mars, Svefngrímur eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur í leikstjórn Guðjóns Pedersen 6. apríl og Sek eftir Hrafn- hildi Hagalín í leikstjórn Mörtu Nor- dal 21. mars. „Þegar ég sá Sek hjá Leikfélagi Akureyrar í fyrra fannst mér ég strax heyra að það myndi henta mjög vel fyrir útvarp. Þegar við tökum ný íslensk verk sem hafa verið frumflutt á sviði þá finnst mér mikilvægt fyrir höfundinn að við gerum nýja upp- færslu á því með nýjum leikstjóra og leikhóp, enda búa íslenskir höfundar við það að sjá eða heyra sjaldan fleiri en eina uppsetningu á verkum sín- um.“ Fjölskylduleikrit um hátíðirnar „Nýjungin í ár felst í því að við ætl- um að setja framhaldsleikrit fyrir alla fjölskylduna á dagskrá um hátíð- irnar,“ segir Viðar og vísar þar ann- ars vegar til þess að Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur leikgerð Illuga Jökulssonar og leikstjórn Hallmars Sigurðssonar verður flutt um jólin, en upptakan er frá 1999, og hins vegar Elsku Míó eftir Astrid Lindgren í leikgerð Kristinu Lugn og nýrri þýðingu Þórarins Eldjárn flutt um páskana. „Við ætlum að gera þessar tvær hátíðir að hátíðum fjöl- skyldunnar.“ Að sögn Viðars verða fluttar tvær perlur úr safni, annars vegar Maður og kona frá árinu 1960 og hins vegar Höll sumarlandsins frá 1962. Fimm nýleg íslensk leikrit verða endurflutt, en þau eru Undanþágunefndin eftir Gunnar Gunnarsson í leikstjórn Er- lings Jóhannessonar, Ímyndaðar af- stæðiskenningar eftir Ævar Þór Benediktsson í leikstjórn Árna Krist- jánssonar, Jobsbók í íslenskum bún- ingi Helga Hálfdanarsonar í leik- stjórn Sveins Einarssonar, Kona hverfur eftir Sigríði Jónsdóttur í leik- stjórn Ásdísar Þórhallsdóttur og loks Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sig- urjónsson í leikstjórn Mörtu Nordal. „Þegar ég sá uppsetningu hennar á sviði fannst mér verkið svo útvarps- vænt að ég vildi endilega fá það á dagskrá,“ rifjar Viðar upp og bendir á að Marta nýti sér brot úr útvarps- flutningnum á leiksýningu Leik- félags Reykjavíkur á Fjalla-Eyvindi frá árinu 1968. Af öðru efni vetrarins má nefna að í febrúar verður flutt ný þriggja þátta röð Trausta Ólafssonar um bandaríska leikskáldið Arthur Miller í tilefni þess verða liðin tíu ár frá and- láti skáldsins, en síðla næsta árs verða liðin hundrað ár frá fæðingu hans. Allar nánari upplýsingar um dagskrá Útvarpsleikhússins má finna á ruv.is og á Facebook-síðu leikhússins. Nýsköpun í bland við perlur úr safni  60 útsendingar hjá Útvarpsleikhús- inu á ári á sunnu- dögum kl. 13 Morgunblaðið/Þórður Allra „Við erum leikhús allrar þjóðarinnar og við þurfum að hafa í huga að fólk hefur mismunandi smekk og langanir,“ segir Viðar Eggertsson. Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is 1975-2014 GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Róðarí (Aðalsalur) Þri 16/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Fös 10/10 kl. 20:00 Mið 24/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 12/10 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Kameljón (Aðalsalur) Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 21/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 12/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Petra (Aðalsalur) Fös 5/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.