Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Flugbrautirnar á Kaldármelum og á Sprengisandi eru enn opnar þó ISAVIA hafi gefið það út í sumar að það ætti að loka þeim, ásamt flug- brautinni á Siglufirði, 1. september. Flugbrautin á Siglufirði verður tek- in af skrá 16. október en Orri Vig- fússon athafnamaður og nokkrir fé- lagar hans hafa óskað eftir því að taka hana yfir. Það er nú í skoðun í innanríkisráðuneytinu. Friðþór Eydal, talsmaður ISAVIA, segir að hann hafi ekki heyrt um að fleiri einkaaðilar hafi lýst áhuga á að taka yfir rekstur annarra flugbrauta sem á að loka. Hann segir að endanleg ákvörðun um lokun brautanna liggi hjá inn- anríkisráðuneytinu. „Það er ráðu- neytið sem ákveður þjónustustig brautanna. Það hefur ekki veitt neitt fé til að halda þeim við og þá er ekki neitt annað fyrir ISAVIA að gera en að láta afskrá þær,“ segir Friðþór. Sprengisandur líklega opinn Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, segir að hann hafi ekki heyrt um það hve- nær loka eigi brautunum. „Sprengi- sandi verður líklega ekki lokað. Það hefur sannast núna þegar gosið í Holuhrauni fór af stað að þetta er einn af þeim flugvöllum sem menn geta leitað í þegar verið er að fljúga yfir hálendið. Hann er mikilvægur upp á flugöryggi. Þessar brautir lokast hinsvegar sjálfkrafa í vetur þegar snjór og fleira kemur í veg fyrir að hægt sé að nota þær.“ Það skiptir mjög miklu máli að halda þessum flugbrautum opnum að sögn Matthíasar. „Notkun brautanna er eitt en síðan hvaða hlutverki þær gegna í sambandi við flugöryggi er annað. Ýmislegt get- ur komið upp á og þá er alltaf betra að lenda á flugvelli en á vegi eða túni.“ Matthías segir að það sé ekki dýrt að halda úti þessum flug- brautum en það sé dýrt að leggja nýjan flugvöll. „Þú heldur fjárfest- ingunni við með reglubundnu við- haldi en á tiltölulega stuttum tíma er auðvelt að eyðileggja hana með því að gera ekki neitt.“ Flugvélum óheimilt að lenda Grasflugbrautin á Kaldármelum gegnir mikilvægu hlutverki fyrir nemendur Flugskóla Íslands en þar eru æfðar lendingar og flugtök á mjúkbrautar-flugvöllum í yf- irlandsflugi. Ef flugvöllurinn lokast verður eina grasflugbrautin sem notuð er til flugkennslu, fjarri skól- anum, á Hellu á Suðurlandi. Kaldármelar hafa ekki verið í þjónustusamningi við innanríkis- ráðuneytið frá 2008 en aðili á svæð- inu sér um að halda vellinum við með slætti og völtun. Þrátt fyrir að völlurinn kosti ríkið lítið sem ekk- ert á samt að taka hann af skrá en það hefur í för með sér að flug- vélum verður óheimilt að lenda á honum. Þá krefjast oft tryggingaskil- málar einka- og kennsluflugvéla, að þær lendi á skráðum flugvöllum, en upplýsingar um skráða velli er ein- göngu að finna á flugkortum og í Flugmálahandbók Íslands, útgef- inni af samgönguyfirvöldum. Hægt er að utanvallartryggja flugvélar, en slíkt eykur kostnað flugvélaeig- enda til muna. Flugbrautin verður því ekki lengur löggiltur lending- arstaður en Kaldármelar eru eina flugbrautin á Mýrunum, næstu brautir eru á Rifi og í Stykkishólmi. „Það er dapurlegt að horfa upp á hve mörgum flugvöllum hefur verið lokað undanfarin 10 til 15 ár. Að sjálfsögðu skapar þetta ákveðin vandamál í kennslunni hjá okkur ef það er verið að loka flugbrautum í næsta nágrenni í síauknum mæli,“ segir Reynir Einarsson, yfirkenn- ari hjá Flugskóla Íslands. Ekki löggiltur lendingarstaður  Grasflugbrautin á Kaldármelum gegnir mikilvægu hlutverki fyrir nemendur Flugskóla Íslands  Loka á brautinni þó hún kosti ríkið lítið sem ekkert  Mikilvægar brautir fyrir flugöryggið Morgunblaðið/Þórður Grasflugbraut Snertilending á Kaldármelum. Til stendur að loka grasflugbrautinni á Kaldármelum þó rekstur hennar kosti ríkið lítið sem ekkert. Aðili á svæðinu sér um að halda vellinum við með slætti og völtun. Kaldármelar eru mikilvægur æfingastaður fyrir nemendur Flugskóla Íslands. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 „Við höfum kallað eftir því varð- andi biðlistana að fá fyllri upplýs- ingar um þá og ég hef verið í ágæt- is samskiptum við Pál Matthíasson, forstjóra Land- spítalans, út af þeim en við er- um ekki með neinar beinar að- gerðir í þessu sem ég get lagt á borðið,“ segir Kristján Þór Júl- íusson heilbrigð- isráðherra spurður hvort hann hafi beitt sér fyrir því að unn- ið verði í því að stytta biðlista í að- gerðir á Landspítalanum. Yfir 5.000 manns bíða nú eftir að komast í að- gerð á spítalanum. „Það verkefni sem ég sé nær- tækast að fara í er að athuga hvort hægt sé að nýta skurðstofur annars staðar en á Landspítalanum og færa þannig álagið þaðan út og í annað rými sem stendur fullbúið og tómt. Þá væri hægt að hafa tiltæka skurðstofu á spítalanum fyrir bráðatilvik en þau ýta miklu af skipulögðum aðgerðum út af dag- skrá.“ Spurður hvort það væri ekki ein- faldara að opna þær skurðstofur sem standa nú lokaðar á Landspít- alanum svarar Kristján Þór að ýmsar ástæður séu fyrir því að það sé ekki svo einfalt. „Ef við eigum skurðstofur á Reykjanesi eða Akra- nesi sem standa ónotaðar er öll skynsemi fólgin í því að nýta þá fjárfestingu sem stendur þar tilbú- in og færa fagmenntað fólk til að- gerða í vannýtt rými. Það getur vel verið að það sé hægt að vinna þetta með Landspítalanum og viðkom- andi sjúkrahúsum án þess að til þess þurfi meiri fjármuni. Það kunna að vera færi í því og það eru þeir þættir sem ég óskaði eftir við Pál að skoða.“ Nú stendur yfir vinna í heilbrigð- isráðuneytinu við nýja Evróputil- skipun um rétt fólks til að leita sér heilbrigðisþjónustu í öðrum aðild- arríkjum. Kristján Þór stefnir að því að leggja fram frumvarp vegna hennar á vorþingi. „Við erum að draga það frumvarp upp og reyna að gera okkur mynd af því með hvaða hætti það mun hafa áhrif hér, bæði á þjónustu Landspítalans og á aðra heilbrigðisþjónustu.“ ingveldur@mbl.is Nýta ónotaðar skurðstofur Kristján Þór Júlíusson  Skoðar hvernig stytta má biðlista Glóðarsteiking og gott hráefni – gerir steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.