Morgunblaðið - 26.09.2014, Side 32

Morgunblaðið - 26.09.2014, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús NÝTT SUMARHÚS Smíði á sumarhúsum á Suðurlandi. Ýmsar stærðir mögulegar, hægt að koma að hönnun húsa. Er að byrja á 55 fm húsi, einnig tilboð í aðrar teikn- ingar. Get séð um alla verkþætti sem snúa að framkvæmdum hússins. Uppl. halli@hátak, simi 8940048. Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Íslensk myndlist Til sölu myndir eftir Engilbert, Blöndal, Sjöfn Har., Tolla o.f. Málverk til sölu Síðumúla 31 – Sími 533 3331 Opið virka daga kl. 10–18.30 Gunnlaugur Schewing Hringur Jóhannesson Stefán Jónsson Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 815 0150 GLERFILMUR FRÁBÆRAR BUXUR Teg. GABE - létt aðhald, fæst í hvítu og svörtu í stærðum M,L,XL,2X á kr. 2.995. Teg. ECO FI - bómullarbuxur með blúndu í hvítu og svörtu í stærðum M,L,XL,2X á kr. 1.995. Teg. SHORTS - bómullarbuxur í hvítu og svörtu í stærðum S,M,L,XL á kr. 1.995. Teg. MAXI - bómullarbuxur í hvítu, húðlitu og svörtu í stærðum S,M,L,XL,2X,3X á kr. 1.995. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, lokað verður laugardaginn 23. ágúst. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Teg. 6023-501 Vandaðir og þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-40. Verð: 17.900. Teg. 99560 Vandaðir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðan sóla. Stærðir. 36 - 41. Verð: 18.800. Teg. 7322 Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 37 - 42. Verð: 18.500. Teg. 7278 Mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Litir: bordo og svart. Stærðir: 37 - 42. Verð: 17.850. Teg. 1001 Vandaðir dömuskór úr leðri, fóðraðir. Góður sóli. Stærðir: 36 - 41. Verð: 16.500. Teg. 7279 Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Góður sóli. Góð breidd. Stærðir: 37 -42. Verð: 17.700. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.– fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Til sölu Toyota Prius, Plug in Rrafmagns og hybrid bíll, árg. 2012. Mjög vel með farið eintak. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 863-7656. JM.Benz E220 avantgarde 2014-útlit. Ekinn 13 þús. km. Leðurklæddur lúxus-dísilbíll með nóg afl en eyðir samt bara 4,8 í blönd- uðum akstri. Nýr bíll með þessum búnaði er á yfir 11 milljónir. Þessi er á 9,5 milljónir. www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Til sölu Toyota Lc-90 (VX) árg. ‘97 dísil, sjálfsk., aukasæti, dráttarbeisli. Ekinn 193 þ. Verð 1 m. Engin skipti. Uppl. í síma 894-6562. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, hreinsa ryð af þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnublað alla sunnudaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? ✝ Þorgils Stef-ánsson fæddist á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd 24. júlí 1927. Hann lést á Landspít- alanum Fossvogi 14. september 2014. Foreldrar hans voru Ásgerður Petrína Þorgils- dóttir, f. 1. júlí 1891, d. 21. nóvember 1984, og Stefán Thorgrímsen, f. 27. maí 1881, d. 10. maí 1973. Bræður Þorgils eru Magnús, látinn, Óskar, látinn, og Stefán G. Stefánsson. Þorgils kynntist sambýliskonu sinni, Jóhönnu Oddnýju Guð- mundsdóttur Waage, 1954 og hófu þau sambúð 1956. Hanna, eins og hún var alltaf nefnd, lést 6. ágúst 2005. Börn Hönnu eru Lilja, gift Mikael Jónssyni, Birgir, Sigríður og Guðný, gift Einari Guðberg Gunnarssyni. Útför Þorgils fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 26. september 2014, kl. 13. Elsku besti afi minn er búinn að kveðja. Hann var svo góður maður, ljúfur og svo heill í gegn. Ég á margar góðar minn- ingar um afa og við barnabörn- in erum búin að rifja ýmislegt upp síðastliðna daga. Það var gaman að fara með honum í sveitina í Hvalfirði og í bíltúra á Peugeot-bílunum hans. Einnig fannst mér alltaf rosalega gaman að fá að gista hjá ömmu og afa á Borgarvegi og ég tala nú ekki um gæða- stundirnar okkar í Þjórsárdaln- um. Einhvern tímann þegar ég var níu eða tíu ára fór ég með afa í Hvalfjörðinn og á leiðinni tókum við upp tvær erlendar konur. Sú ferð lifir í minning- unni því að túristarnir voru mjög ræðnir og við hálfmállaus en við áttum skemmtileg sam- skipti við þessar konur og minntumst þessarar ferðar nokkrum sinnum. Börnin mín minnast afa á Suðurgötunni og þess að í hvert skipti sem þau komu bauð afi upp á ís og ef hann hefði fengið að ráða hefðu þeir alltaf verið fleiri en einn því honum fannst svo gaman og gott að gleðja börnin. Eftir að hann fór á hjúkrunarheimili þá átti hann alltaf súkkulaðimola eða kex til að bjóða börnunum. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað verið mikið með afa síðustu dagana hans. Það gaf mér svo mikið að geta verið hjá honum, rifjað upp ýmislegt gamalt og gott, þakkað honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og óskað honum vel- farnaðar á nýjum stað. Ég fann það að afi hafði gaman af því að rifja upp góðar stundir og ég sá glampa koma í augun hans þeg- ar við rifjuðum upp gamla tíma. Sólarhring áður en afi lést sagði hann við mig, þar sem ég sat hjá honum og hélt í höndina á honum, að hann væri þakk- látur fyrir að ég væri hjá hon- um. Hjartað hoppaði í mér og ég hugsaði: Nei, afi, ég er þakklát þér fyrir allt. Anna Birgitta. Nú er afi farinn í ferðina löngu. Við eigum margar góðar minningar; afi að dunda sér í skúrnum á Borgarveginum, hann átti ýmsa fjársjóði þar, enda var það þannig að þegar amma og afi fluttu þaðan var meiri vinna að tína úr skúrnum en íbúðarhúsinu. Afi að fara í sveitina sína; Siggi fór ófáar ferðirnar þang- að með honum í gegnum árin. Sögurnar hans; afi gat alltaf sagt sögur, bæði úr sveitinni, ferðalögum sínum og úr vinnunni. Skötuboðin á Þor- láksmessu, gamlárskvöldin og öll hin tilefnin eru minningar sem við geymum í hjörtum okk- ar. Takk afi fyrir allt. Sigurður og Hrefna. Jæja, afi minn, þá hefur þú fengið hvíldina og ert farinn heim eins og sagt er. Kominn til ömmu sem ég veit að þú varst farinn að bíða eftir að hitta aftur og búinn að hitta allt fólkið þitt sem var farið og hefur án efa verið tekið fagn- andi á móti þér. Það voru for- réttindi að fá að eiga þig fyrir afa og alltaf hafðir þú tíma fyr- ir mann hvort sem þú varst að dunda þér í garðinum, vinna í skúrnum eða lást á dívaninum og hlustaðir á útvarpið, alltaf var tími til að svara spurn- ingum sem ekki þoldu neina bið því að þolinmæði var kannski ekki sterkasta hlið mín þegar ég var gutti. Að fá að vera með þér að taka upp úr kartöflugarðinum á haustin og þegar þú kenndir mér mannganginn, þetta eru allt ljúfar minningar sem ég á heiman frá þér og ömmu á Borgarveginum. En upp úr standa líklegast ferðirnar með þér upp í Hvalfjörð þar sem við fórum á þínar æskuslóðir og heimsóttum æskuheimilið þitt á Kalastöðum. Þar leið tíminn hratt fyrir tápmikla stráka við útiveru og góðan viðurgjörning og allt í einu var bara kominn sunnudagur og tími kominn að halda heim. Eitt sinn fórum við í göngu- túr um þessar slóðir þar sem þú lékst þér sjálfur sem lítill drengur og þú sagðir mér frá landnámsmanninum Kala, ýmsum kennileitum á Kala- staðajörðinni, fjöllunum í kring og hvar þú festist þegar þú varst gutti og fórst að reka kindur af skeri og sást ekki þegar flæddi að, þá kom sagan af hestinum sem bjargaði þér og bar af öllum öðrum hestum. Einn fyrrverandi vinnufélagi þinn kallaði þig jaxl og lýsti því svo fyrir mér að hann hefði séð þig eitt sinn vinna við að koma saman belti á jarðýtu sem er svo sem ekki í frásögur færandi en þetta var í slyddu og kaldadrullu og þarna stóðstu víst bæði berhentur og berhöfðaður og hættir ekki fyrr en verkinu var lokið og það er svo einkennandi fyrir þig, að gefast aldrei upp og hætta aldrei við hálfklárað verk. Afi minn, þú varst ekki mað- ur margra orða en maður sá í svip þínum hversu vænt þér þótti um okkur og aldrei kvöddumst við öðruvísi en með kossi, enda tók Lilja Ósk mín það upp líka og kyssti langafa sinn alltaf bless þegar hann var búinn að traktera litlu vin- konu sína á smásúkkulaði. Að fá að vera hjá þér og halda í höndina á þér þegar þú skildir við að kvöldi 14. sept- ember er mér mikils virði og vitneskjan góð um að nú sértu kominn á betri stað og að búið sé að skipta þessum lúna lík- ama út. Elsku afi og langafi, takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur og takk fyrir að vera þú. Knúsaðu ömmu frá okkur. Guð blessi þig. Víðir og Lilja Ósk Víðisdóttir. Þorgils Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.