Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is „Ég sé ekkert í framlögðum tillögum sem tekur á aðalvandamálinu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um tillögur verk- efnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. „Stærsta vandamálið er einfaldlega staða unga fólksins, þeirra sem hyggjast kaupa sína fyrstu íbúð.“ Ari var einn frummælenda á fundi Landsbankans í gær um „dönsku leiðina“ svokölluðu í húsnæðislána- málum. Eins og kunnugt er lagði Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála til upptöku húsnæðis- lánakerfis að danskri fyrirmynd þar sem lánveitingar til húsnæðiskaupa fara í gegnum sérstök og sérhæfð húsnæðislánafélög. Ari telur húsnæðismarkaðinn nú í nokkuð eðlilegu horfi en að kaup- endahópurinn sé orðinn annar en hann áður var. Fyrirtæki kaupi hús- næði í ríkari mæli og ungt fólk eigi mjög erfitt með að kaupa sína fyrstu íbúð. „Sá hópur sem er að koma nýr inn á fasteignamarkaðinn þarf sér- staklega á lánsfjármagni að halda, þar sem hann er ungur og eiginfjár- staða hans ekki sterk,“ segir Ari. „Þessi hópur á í erfiðleikum og það er lítið gert til að bæta stöðu hans og gera hann virkari á markaðnum.“ Danska kerfið gott fyrir 2007 Spurður um viðhorf sín til danska kerfisins svokallaða svarar Ari: „Danska kerfið eins og það var fyrir árið 2007 var mjög fínt kerfi.“ Hins vegar hafi sífellt fleiri lántakendur valið að taka lán sem bjóða upp á af- borgunarleysi til allt að tíu ára. „Það gefur augaleið að ef menn borga bara vexti af láni árum saman, verð- ur greiðslubyrðin síðustu árin þeim mun þyngri. Ekki er víst að allir geti staðið undir því.“ Ari telur marga Dani geta staðið frammi fyrir greiðsluvanda í kjölfarið. „Þó svo að danska kerfið hafi stað- ið af sér ýmis áföll, er ekki víst að það standi óhaggað til frambúðar. Það er vissulega mikil innbyggð áhætta í kerfinu.“ Ari kveðst ekki sjá sérstaka ástæðu til þess að taka upp danska kerfið. „Eins og tillögurnar eru sett- ar upp þyrfti að minnsta kosti fimm nýja banka.“ Hann segir slíkt fyrir- komulag mundu hafa mikinn kostn- að í för með sér og bendir á, að hús- næðislánadeildir gætu starfað innan þriggja stærstu bankanna. Þá segir Ari að þau vandamál sem íslenskur húsnæðislánamarkaður er sagður standa fyrir séu stundum „blásin upp“ af stjórnvöldum. Hann bendir á að kaupmáttur launa hafi haldist í hendur við fasteignaverð og byggingarkostnað. „Miðað við þessa mælikvarða og þróun þeirra síðast- liðin 10-20 ár erum við nokkuð ná- lægt langtímameðaltali.“ Þurfum áhættulítið lánakerfi Meðal frummælenda á ráðstefnu Landsbankans var Jens Lunde, pró- fessor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jens danska kerfið ekki augljóslega besta kerfið fyrir Ísland en að hlutar þess gætu reynst mjög gagnlegir. „Þið getið tekið upp kerfi í íslenskum krónum sem er nokkuð líkt því danska, þó svo að þið getið ekki boðið sömu vexti og Danir.“ Jens varar við að taka upp lán sem eru afborgunarlaus fyrstu ár láns- tímans, þar sem í þeim sé mikil inn- byggð áhætta. Hann leggur áherslu á að Íslendingar byggi upp áhættu- lítið húsnæðislánakerfi sem veiti að- eins lán í íslenskum krónum, auk þess sem forðast ætti afborgunar- laus lán og lán með lága breytilega vexti. Loks mælir hann með því að notkun verðtryggðra lána verði tek- in til endurskoðunar. Kerfið ráði við áföll Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, er hlynntur upptöku danska kerfisins og bendir á, að á sama tíma og húsnæðislánakerfi Íslands og Bandaríkjanna hafi hrunið hafi það danska staðið af sér storminn. „Þó svo að innbyggðar áhættur séu inni í kerfinu, hefur því hingað til tekist að vinna úr vandanum,“ segir Gylfi. „Kerfið virðist standa af sér ýmis áföll og þess vegna finnst okkur það áhugavert.“ Hann telur þó mikla opna áhættu fyrir danska lántakendur í tengslum við endurfjármögnun og endur- ákvörðun vaxta. „Þannig getur greiðslubyrði lána í framtíðinni vaxið mjög mikið og mjög hratt. Það gæti kallað fram efnahagsþrengingar,“ segir Gylfi. Hann segir Íslendinga þurfa að ákveða hvers konar húsnæðislána- kerfi þeir vilji hafa. „Að mínu mati skiptir máli hvort lánakerfi getur staðið af sér efnahagssveiflur án þess að hrynja.“ Gylfi telur mikilvægt að breyting- ar á húsnæðislánakerfinu ráðist ekki af hagsmunum lánastofnana. „Lána- kerfið á að mótast út frá langtíma- hagsmunum lántakenda, það er heimilanna, annars vegar og svo fjárfesta hins vegar. Lærdómurinn af danska kerfinu er að Dönum hefur tekist betur að feta þetta einstigi á milli hagsmuna lántakenda og lán- veitenda.“ Skiptar skoðanir um dönsku leiðina Morgunblaðið/Ómar Húsnæðismarkaðurinn Menn eru ekki á eitt sáttir um upptöku húsnæðislánakerfisins að danskri fyrirmynd.  Umtalsverð innbyggð áhætta í danska húsnæðiskerfinu 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014                                     !"" #" ! ## !$$ ! " %$ $ ! %% &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5   %  "# $# "# #$ !! !"  $% $# "    ! #% " #$! !!# !  $ # ## $"!$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,12% í septembermánuði en grein- endur höfðu hins vegar spáð 0,2-0,3% hækkun vísitölunnar. Mælist tólf mánaða verðbólga nú 1,8% og er það áttundi mánuðurinn í röð sem verðbólga er inn- an 2,5% markmiðs Seðlabankans. Fram kemur í markaðspunktum Arion banka að það sem vó þyngst í lækkun vísitölunnar – og kom greinendum mest á óvart – var að flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 29% milli mánaða. Hafði það 0,53% áhrif til lækkunar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú aðeins 1,8% STUTTAR FRÉTTIR ... Verkefnastjórn um framtíðar- skipan húsnæðismála lagði til upptöku húsnæðislánakerfis að danskri fyrirmynd, þar sem lán- veitingar til húsnæðiskaupa færu í gegnum sérstök og sér- hæfð húsnæðislánafélög, þar sem lán væru óverðtryggð til framtíðar. Þó er gerður sá fyr- irvari að nauðsynlegar kerf- isbreytingar og mótvæg- isaðgerðir geri það kleift. Verkefnastjórnin mælist til þess að húsnæðislánafélög megi eingöngu lána til húsnæðiskaupa og fjármagna útlán með útgáfu sértryggðra húsnæðisveð- skuldabréfa og að alþjónustu- kvöð verði sett sem skilyrði fyrir starfsleyfi slíkra félaga, þannig að þau bjóði þjónustu sína öllum íbúum landsins óháð búsetu. Vill kerfi að danskri fyrirmynd TILLÖGUR VERKEFNASTJÓRNARINNAR Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Frystikistur á tilboðsverði 25% afsláttur Tilboð gildir meðan birgðir endast. FR205 190L B74xD70xH95 1 karfa, læsing á loki hjól undir kistu FR305 278L B98xD70xH95 2 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR405 385L B128xD70xH95 2 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR505 463L B150xD70xH95 3 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR605 567L B180xD70xH95 3 körfur, læsing á loki hjól undir kistu Verð áður kr. 89.369 Verð nú kr. 67.026 m. vsk. Verð áður kr. 102.742 Verð nú kr. 77.056 m. vsk. Verð áður kr. 111.615 Verð nú kr. 83.711 m. vsk. Verð áður kr. 124.537 Verð nú kr. 93.403 m. vsk. Verð áður kr. 152.698 Verð nú kr. 114.524 m. vsk. Öll upplýs- ingatækni Sím- ans hefur verið sameinuð upplýs- ingatækni dótt- urfélags fyr- irtækisins, Sensa. Eftir sam- eininguna verður Sensa eitt öfl- ugasta upplýs- ingatæknifyr- irtæki landsins með um 120 sérfræðinga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Símanum. Sensa var stofnað árið 2002 og keypti Síminn rekstur þess árið 2007. Félagið mun nú taka yfir þann rekstur, þjónustu, vöruþróun og sölu á upplýsingatæknilausnum sem hafa verið hjá Símanum. Að sögn Orra Haukssonar, for- stjóra Símans, eru þessar breyt- ingar rökrétt framhald á áherslu- breytingum sem unnið hefur verið að á undanförnum mánuðum. „Eftir þessa breytingu samanstendur þjónusta við viðskiptavini af rekstri grunnfjarskipa hjá Mílu, fjar- skipalausna hjá Símanum, upplýs- ingatækniþjónustu hjá Sensa og efnisveitu hjá Skjánum.“ Sameinað inn í Sensa Orri Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.