Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 ✝ Dagný Páls-dóttir fæddist í Keinis á Dagey (Hiiumaa) í Eist- landi 13. nóvember 1926. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 17. september 2014. Dagný var dóttir Pauls Welding bónda og El- isabethar kennara, fæddrar Musso. Hún var næst- yngst sjö systkina sem öll eru látin. Fjölskyldan tilheyrði þýska minnihlutanum sem bjó í Eistlandi um aldir. Í kjölfar griðasáttmála Þjóðverja og Sov- étmanna 1939 flutti fjölskylda Dagnýjar til austurhluta þáver- andi Þýskalands. Fjölskyldunni var úthlutað jörð í Wartehéraði sem nú tilheyrir Póllandi. Í byrj- eru: 1) Elísabet, lyfjafræðingur, gift Jörg Steinmann. Börn þeirra eru a) Jónas; b) Lars. Unnusta hans er Juliane von Röhl, c) Jóhanna. Unnusti henn- ar er Andreas Solbach. 2) Hall- gerður, hjúkrunarfræðingur, gift Inga Boga Bogasyni. Börn þeirra eru a) Tómas, kvæntur Rúnu Rut Ragnarsdóttur. Börn þeirra: Sandra og Snorri; b) Hrefna, gift Sverri Sverrissyni. Dóttir þeirra er Katrín; c) Hörð- ur. Unnusta hans er Áslaug Ax- elsdóttir. 3) Dagný, hjúkrunar- fræðingur, gift Bernt Roar Kaspersen. Börn þeirra: a) Anna. Sonur hennar er Óskar Kolandavelu; b) Sturla; c) Ragn- ar; d) Tryggvi. Unnusta hans er Þuríður Helga Ingadóttir. 4) Karen, sjúkraþjálfari, gift Tóm- asi Torfasyni. Börn þeirra: a) Rakel; b) Torfi. Dagný verður jarðsungin frá Grensáskirkju í dag, 26. sept- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. un árs 1945 flýði fjölskyldan vestur og bjó Dagný næstu misserin hjá ætt- ingjum í Bückeb- urg nærri Hann- over. Dagný lauk hjúkrunarnámi og vann á sjúkrahúsi í Bielefeld til 1949. Þá tók hún sér far ásamt vinkonu sinni til Íslands með togara og var þá í hópi þýskra hjúkrunarfræðinga sem Gísli á Grund réð til starfa. Dagný vann við hjúkrun allan sinn starfsaldur, þar af tuttugu ár á Grensásdeild Borgarsjúkra- hússins. Hinn 6. júní 1953 gekk Dagný að eiga Bjarnhéðin Hall- grímsson, deildarstjóra hjá Reykjavíkurborg. Dætur þeirra Kveðjustund sem var orðin tímabær en er samt svo sár. Margar góðar og dýrmætar minn- ingar um konu sem átti merkilegt lífshlaup en var samt fyrst og fremst elsku mamma mín, sem átti endalausa umhyggju og ást handa mér og mínum. Hún kom með togara til Íslands 23 ára eftir að hafa lifað hörmung- ar seinni heimsstyrjaldarinnar í Þýskalandi. Reynsla sem hefur sennilega verið svo skelfileg að við fengum einungis hlutdeild í helstu staðreyndum en aldrei neinar lýs- ingar á aðstæðum eða upplifun- um. Setningar eins og „ef þú ert virkilega þyrst, þá getur þú drukkið hvað sem er“ sitja í hug- anum og fá aðra merkingu þegar maður áttar sig á hvaða aðstæður hún bjó við á þessum tíma. Ætlaði að dvelja á Íslandi í eitt ár en þau urðu 65 og hér eignaðist hún sína eigin fjölskyldu sem var henni ákaflega dýrmæt. Það eru án efa forréttindi að vera örverpið og litla barnið í fjöl- skyldunni og stóru systurnar höfðu stundum orð á því að ég fengi ýmislegt sem þær fengu ekki. Meðal annars fékk ég tæki- færi til að ferðast með pabba og mömmu til Þýskalands að heim- sækja Ellu systur, systkini mömmu og fleiri ættingja. Það voru góðar ferðir sem gáfu mér tækifæri á að kynnast fólkinu hennar. Það má kannski segja að mamma hafi verið á undan sinni samtíð. Eflaust hefði hún passað betur inn í íslenskt samfélag eins og það er í dag þar sem það þykir flott að ferðast um á hjóli, mömmur vinna úti, allir keppast við að vera í námi og það er al- vanalegt að eignast börn eftir fer- tugt. Hún var einfari, sjálfstæð, fór sínar eigin leiðir og var yfir- leitt ekki að velta fyrir sér hvað öðrum fannst. Kostir sem ég met mikils í dag en þegar ég var yngri fannst mér það stundum svolítið erfitt. Mamma lærði hjúkrun í Þýska- landi áður en hún kom til Íslands. Frá því ég man eftir mér var Grensásdeildin vinnustaðurinn hennar. Við bjuggum í næsta húsi og andrúmsloftið á Grensási var þannig að það þótti öllum eðlilegt að ég fengi að skottast þar um, koma í mat og hjálpa svolítið til. Það voru notalegar stundir. Ég man hvað mér þótti hún alltaf fín í hjúkkufötunum og hversu mikla umhyggju og fagmennsku hún sýndi sjúklingunum sínum. Hún hafði einlægan áhuga á faginu, las sér til og hélt sér við. Áhugi sem skilaði því að við systur völdum okkur allar menntun á heilbrigð- issviði. Fleiri forréttindi fylgdu því að vera yngsta barn því þegar börnin mín fæddust var mamma hætt að vinna og hin barnabörnin orðin stálpuð svo hún hafði nógan tíma til að sinna Rakel og Torfa. Hún brúaði bilið frá því að fæðingaror- lofi lauk þar til þau komust á leik- skóla. Þau voru velkomin til ömmu hvenær sem var og eiga mikið af dýrmætum minningum um Dagnýju ömmu sem passaði alltaf að eiga til uppáhaldssúkku- laðið og snakkið þeirra. Fyrir u.þ.b. 10 árum byrjuðu einkenni Alzheimers-sjúkdómsins að koma fram. Smátt og smátt minnkaði hæfni hennar til að tjá sig og persónuleikinn breyttist og hvarf okkur. En eitt breyttist ekki og það var fallega brosið sem hún gaf okkur alltaf, næstum fram á síðasta dag. Elsku mamma, takk fyrir allt – hvíl þú í friði. Karen Bjarnhéðinsdóttir. „Það fá allir sitt að glíma við.“ Mamma átti framan af góða og trygga bernsku með foreldrum sínum og systkinum í Eistlandi. En eins og hendi væri veifað breyttist allt þegar seinni heims- styrjöldin skall á. Flutningar milli landa, og þegar kom að lokum styrjaldar, stóra áfallið þegar hún á flótta varð viðskila við stóran hluta fjölskyldunnar og frétti síð- an aldrei um afdrif þeirra, þá nítján ára. Í stríðshrjáðu Þýskalandi var ekkert sem hét áfallahjálp eða fé- lagsleg aðstoð, gilti bara að standa sig, og það gerði mamma. Hún lærði hjúkrun, og valdi svo, því víða vantaði hjúkrunar- fólk eftir stríð, að flytja til Íslands. Við tók einfaldari tilvera á ýmsan máta með giftingu og barneign- um, að mestu venjulegur íslensk- ur veruleiki. En fólk ber örlög sín með sér, og lífið litast þó snjói yfir. Mamma var því ekki mikið að flíka tilfinningum, fara með stór kærleiksorð eða ástunda mikla líkamlega snertingu. Þrátt fyrir það, var ég alltaf sannfærð um kærleika mömmu og hún sýndi það svo sannarlega með enda- lausri umhyggju fyrir okkur systrum og síðar mökum okkar og barnabörnum. Mamma var þegar ég hugsa mig um fyrirmynd mín, og hennar gildi og áhugamál hef ég mörg tileinkað mér. Nú þegar samfylgd okkar lýk- ur ber að þakka og minnast. En þar sem alzheimers-sjúk- dómurinn litaði tilveru hennar mörg síðustu árin, vel ég að muna: Móður sem alla mína bernsku sótti málanám, talaði nánast lýta- lausa íslensku og hjálpaði okkur með danska stíla þó að hún hefði aldrei lært tungumálið. En minnist síður þeirra ára sem hún gat ekki tjáð sig. Móður sem saumaði og prjón- aði nær allan klæðnað á okkur og sat aldrei auðum höndum. En minnist síður þeirra daga þegar öll verkleg færni var farin. Móður sem naut þess að fara um á hjólinu sínu, stunda sund og ganga. En minnist síður þeirra stunda sem hún var háð hjólastól. Móður sem hafði alltaf bakað eitthvað gott þegar við komum í heimsókn og naut þess sjálf að borða góðan mat. En minnist þess síður þegar hún gat ekki nærst sjálf. Móður sem gerði hjúkrun að ævistarfi sínu og var mér fyrir- mynd í vali á starfsvettvangi. En minnist síður tímans þegar hún sjálf þurfti sólarhringshjúkr- un. Takk, systur mínar fyrir dýr- mætan tíma sem við áttum saman við dánarbeð mömmu, hún var umvafin okkur þegar hún kvaddi, og takk, mamma, fyrir allt. Dagný (Dadda). Elskuleg tengdamóðir mín, Dagný Pálsdóttir, er látin, 87 ára að aldri. Dagnýju kynntist ég seint á níunda áratugnum þegar ég fór að slá mér upp með yngstu dóttur hennar, Kaju. Dagný fæddist í Eistlandi. Fjölskylda hennar var hinsvegar þýsk. Fluttust þau til Þýskalands þegar Dagný var á fjórtánda ári og stríð var í uppsiglingu í Evr- ópu. Unglingsár Dagnýjar voru stríðsár í Þýskalandi. Í stríðinu var Dagný send ásamt eldri systkinum sínum í skjól til ættingja. Foreldrarnir ætluðu að koma seinna ásamt yngsta bróðurnum. Dagný hitti þau aldrei aftur og aldrei fréttist um afdrif þeirra. Dagný ræddi aldrei þessa fortíð en mér varð fljótt ljóst að á gamlárskvöld höfðu sprengingar og púðurlykt aðra tengingu hjá henni en okkur hinum. 1949 sigldi Dagný til Íslands ásamt vinkonum sínum. Á Íslandi kynntist hún tengdaföður mínum, Bjarnhéðni Hallgrímssyni. Ára- tug eftir að lagt var úr höfn í Þýskalandi var hún ráðsett frú á Íslandi og mágkonur mínar, Ella, Halla og Dadda komnar í heiminn. Annar áratugur leið þangað til Kaja fæddist. Þegar börnin voru lítil bjugg- um við í næstu götu við Dagnýju. Það voru mikil forréttindi að hafa ömmu í næsta húsi. Ekki aðeins fyrir börnin, heldur einnig okkur Kaju. Dagný var ávallt reiðubúin að hlaupa undir bagga. Í heilt ár var hún t.d. dagmamma Torfa, yngsta barnabarnsins, áður en hann fékk leikskólapláss. Dagný starfaði við hjúkrun. Þegar ég kynntist henni starfaði hún á Grensásdeildinni, sem var í göngufæri frá heimili hennar. Dagný þurfti ekki að fylgja hjörð- inni. Hún var sjálfstæð og gerði það sem henni sjálfri þótti rétt. Hún notaði t.d. hjól sem farar- skjóta löngu áður en íslenskur al- menningur áttaði sig á hag- kvæmni þess. Dagný var kirkjurækin. Hún var dugleg í höndunum, var alltaf með eitthvað á prjónunum. Tungumál lágu vel fyrir Dagnýju, hún talaði betri ís- lensku en margur innfæddur. Fyrir einhverjum árum fór Dagný í utanlandsferð með yngstu dótturinni, yngsta tengda- syninum og yngstu barnabörnun- um tveimur. Skemmtileg ferð, þar sem gamanið byrjaði strax við ör- yggisgæsluna á flugvellinum. Krakkarnir voru að gæta þess að fylgja leiðbeiningum um handfar- angur. Í hliðinu varð upphlaup er amman var stöðvuð. Upp út hand- töskunni kom nánast allt sem ekki mátti hafa. Skæri, vökvi og það allra hættulegasta, stálprjónar, enda stóð til að klára handavinnu í flugvélinni. Eftir að stæltir örygg- isverðir höfðu afvopnað ömmuna hættulegu, gat ferðin haldið áfram. Ferðalangarnir flissandi og handtaska Dagnýjar nokkuð léttari. Síðustu árin tróð hinn óvel- komni Alzheimers-sjúkdómur sér inn í líf Dagnýjar. Dagný var sterk kona, en sjúkdómurinn tók sinn toll. Á þessu ári var ljóst að leiðarlok voru að nálgast. Dagný kvaddi okkur 17. september sl. Með söknuði og virðingu, en þó allra mest þakklæti kveð ég tengdamóður mína, Dagnýju Pálsdóttur. Tómas Torfason. Margt það besta og versta á 20. öld er ofið saman við æviferil tengdamóður minnar, Dagnýjar Pálsdóttur. Hún lifði æskuár sín í Eistlandi og gekk þar í þýskan barnaskóla. Fjölskylda hennar var Lútherstrúar og tilheyrði þýskum minnihluta sem rakti uppruna sinn til þýskra krossferð- arriddara sem settust að í Eystra- saltsríkjunum um og upp úr 1200. Afkomendur þessara Þjóðverja stóðu vörð um uppruna sinn, menningu og hefðir um aldir. Dagný fékk gott vegarnesti í æsku; hún ólst upp í fjölskyldu þar sem ríkti menningarlegt og efna- hagslegt öryggi. Tilvera Dagnýjar umhverfðist hins vegar í ársbyrjun 1945 þegar fjölskylda hennar sundraðist á flótta vestur. Hún talaði sjaldan um stríðið. Það var eins og hún hefði dregið tjald fyrir þær hörm- ungar sem hún upplifði. Við vitum að hún kvaddi foreldra sína, afa, ömmu og yngsta bróður á braut- arstöð. Fjölskyldan ætlaði síðan að sameinast aftur hjá ættingjum í vesturhluta Þýskalands en af því varð aldrei. Það hlýtur að hafa verið Dag- nýju kærkomið að upplifa frið- sæld og nægtir hér á köldu og gróðursnauðu Íslandi. Hér fann hún líka það sem gaf tilveru henn- ar fastan grunn til að byggja á: traust mannsefni sem hún eign- aðist með fjórar vel gerðar dætur. Dagný var fremur dul; hún ræddi t.d. lítið um æsku sína og uppvöxt. Þó brá fyrir að hrykkju af vörum hennar einstaka minn- ingabrot; t.d. þegar hún kom á að- albrautastöðina í Berlín undir lok stríðsins. Allt í rúst og hungur og örbirgð. Og þá birtist maður sem gaf henni brauðbita – eða pylsu. Og þessi minning varð skínandi skær í huga hennar þegar svart- nætti minnistapsins virtist algert. Dagný var fróðleiksfús og mik- ill námshestur. Hún átti auðvelt með málanám og las fagurbók- menntir á mörgum tungumálum. Eftir því var tekið hve vel hún tal- aði íslensku, betur en margur inn- fæddur. Svo varði hún frístundum sínum m.a. í að læra frönsku og rússnesku. Dagný og Bjarnhéðinn voru rausnarlegir gestgjafar og nutu þess að hafa barnahópinn nálægt sér. Bjarnhéðinn afi ærslaðist gjarnan í barnabörnunum en Dagný amma sýndi þeim nær- gætni og langlundargeð. Eftir að hún varð ein og hætti að vinna varð það hefð að dæturnar heim- sóttu hana í Dalalandið með barnabörnin á miðvikudögum eft- ir vinnu. Þá var oft glatt á hjalla og mikið stuð í öllum 60 fermetr- unum hjá ömmu. Dagný skipti sjaldan skapi. Hún hafði þó skoðanir á mönnum og málefnum en blandaði sér ekki í kappræðu um pólitík eða annað. Hún umbar ýmsar skoðanir en gaf ekki endilega mikið fyrir þær. Henni leiddist karp og fjas. Á tímabili kom það í hlut Dag- nýjar að gæta barnabarnanna. Þau muna eftir dýrmætum stund- um með henni. Hún var mann- þekkjari og góður uppalandi. Hún las fyrir þau og fékk þeim hlut- verk í daglegri umsýslu. Mörg þeirra minnast þess með hlýju þegar amma treysti þeim fyrir smáu og stóru. Það er með virðingu og þökk sem ég kveð Dagnýju Pálsdóttur. Ingi Bogi Bogason. Okkar sælustu minningar um ömmu eru frá því að við systkinin vorum í pössun hjá henni eða fengum að gista. Þegar veður leyfði sátum við undir húsveggn- um á Grensásveginum og prjón- uðum eða lásum þýsk slúðurblöð í sólinni. Barnabarnið fékk ávallt að ráða hvað var í matinn og yfirleitt varð kartöflumús með holu fyrir valinu. Þá bætti amma bráðnu smjöri með raspi ofan í gíg á kart- öflumúsar-fjalli, ásamt steiktum pylsum. Á kvöldin var gjarnan horft á bíómynd í boði RÚV. Um leið og myndin hófst tóku við mikl- ar útskýringar á því hvað væri í gangi og hvers vegna, ásamt öllu mögulegu sem tengdist á einn eða annan hátt. Úr varð mun betri skemmtun en bíómyndin ein og sér hafði upp á að bjóða. Ein er sú manndómsvígsla sem öll barnabörn Dagnýjar kannast vel við. Þegar sá dagur rann upp að eitthvert okkar náði upp í bjöll- una á efstu hæð á Grensásvegin- um þá rétti amma okkur forláta, rauða buddu og bauð viðkomandi að skreppa út í bakarí að kaupa eitthvert góðgæti. Stoltari börn eru sjaldséð og við pössuðum upp á rauðu budduna hennar ömmu af kostgæfni í hinum mikla leiðangri. Amma var mikill viskubrunnur og átti mjög auðvelt með að læra tungumál. Ekki var hægt að greina á íslensku hennar að hún væri þýsk, að því undanskildu er hún sagði „altso“ – þá heyrði mað- ur þýska hreiminn vel. Til að halda þýskunni við hitti hún þýsk- ar vinkonur sínar reglulega og hafði auk þess dálæti á þýskum slúðurtímaritum. Amma talaði ekki oft um upp- runa sinn við okkur. Það var helst þegar við náðum henni á eintal í einni af sundferðum okkar að við náðum að rekja úr henni garnirn- ar um það hvernig þýska amma okkar fluttist til Íslands og kynnt- ist Bjarnhéðni afa. Hvort það var vegna upprunans eður ei, þá mátti amma ekki til þess vita að barna- börnum hennar yrði kalt. Hún prjónaði því í gríð og erg húfur, vettlinga, ullarsokka og peysur sem við búum að enn þann dag í dag. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Elsku amma okkar, hvíl í friði og þakka þér fyrir allar frábæru stundirnar sem þú gafst okkur. Hörður, Hrefna og Tómas Ingabörn. Dagný Pálsdóttir Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku frændi, mikið ósköp er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn, að þú þessi lífsglaði, hressi, sterki og vígalegi maður sem ég hef þekkt alla ævi hafi loks gefið eftir í baráttunni við ofjarl sinn krabbameinið, en það huggar að þú kvelst ekki lengur. Það var með sorg í hjarta að ég kvaddi þig fyrir rúmri viku því mig grunaði að endalokin væru nærri. Ég hef alltaf sagt að við veljum okkur vini en ekki ættingja en þú varst toppættingi og vinur þótt við værum ekki í miklu sambandi eftir að þú fluttir austur til Önnu þinnar og var það meira mín sök en þín. Þú slóst nú stundum á þráðinn og Óskar Karl Elíasson ✝ Óskar Karl Elí-asson fæddist 30. nóvember 1953. Hann lést 8. sept- ember 2014. Útför Óskars fór fram 15. september 2014. kíktir í heimsókn ef þú varst á ferðinni og varð ég þá iðulega að lóðsa þig í gegnum þessa hringavitleysu eins og þú kallaðir Vellina í Hafnarfirði. Þær eru óteljandi minningarnar sem nú renna í gegnum hugann en ætli þessi einstaka stríðni þín komi ekki sterkust inn. Þér var margt annað til lista lagt, t.d. eldamennska og spila- mennska að ógleymdri danslistinni enda með eindæmum vinsæll dans- herra. Þínir uppáhaldsdagar voru afmælisdagurinn þinn, jól og ára- mót og var það vegna allra faðm- laganna og kossanna sem þú fékkst frá kvenþjóðinni. Við unnum náið saman í fimm ár í Víkurbúðinni og var það oft áskor- un á báða bóga, því skipulag var ekki þín sterkasta hlið og að nefna breytingar, „humm nei það þýddi sko ekki“ og kostaði peninga. Og ég með lélegt bak og fleira en þú reyndir að auðvelda mér störfin með kassaburði og fleira. Það var unun að fylgjast með þér þegar bridstímabilið nálgaðist og þú yrðir að fara því „félagarnir stóluðu á þig“ og sama með hina ár- legu laxveiði og að sjálfsögðu þurft- ir þú að fylgjast með Man.U í sjón- varpinu. Auðvitað áttir þú skilið frí, búinn að standa vaktina í rúm tutt- ugu ár, alltaf tilbúinn að skjótast í búðina eftir lokun eða steikja ham- borgara fyrir nágranna eða ferða- lang. Fólk kom aldrei að tómum kofa hjá þér. En svo fórst þú á heilsuhæli og að sjálfsögðu mín sök, búin að þjaska þér út sagðir þú! Svona var nú húmorinn þinn. Þú komst svo sæll og glaður aftur því Anna var komin í spilið. Besta samlíkingin með þig í huga er að þið smulluð saman eins og laxveiði og brids. Ykkar tími saman var alltof stuttur en sterkari konu gastu ekki valið til að standa með þér í gegnum þessi erfiðu veikindi. Þú beiðst að lokum lægri hlut í þeirri baráttu en ég efa ekki að ættingjar og vinir taka á móti þér í röðum því þú varst gull af manni. Ég kveð í bili og segi takk fyrir allt. Elsku Viktoría, mig verkjar í hjartað við tilhugsunina um að þú kveðjir nú einkasoninn og bið ég Guð að styrkja þig á þessum erfiða tíma. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Anna, Heiðar, Alda og Örvar, Tómas, Sara, tengdabörn og barnabörn, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sóley.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.