Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru ýmsir möguleikar opnir í stöðunni og þú þarft að gefa þér tíma til að gaumgæfa málin vandlega. En það merki- lega er að þú vilt líka gjarna kenna öðrum. 20. apríl - 20. maí  Naut Einföldun á þínu nánasta umhverfi hefur í för með sér ýmsa möguleika – eins og frið, skipulag og fegurð dag eftir dag. En þér tekst að gera hana skemmtilega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú þarft þú að taka þér tak og byggja þig vandlega upp því að krefjandi tímar eru framundan. Opin spurning sem byrjar á vandamáli gæti hjálpað boltanum að rúlla af stað aftur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú færð snilldarlega hugmynd á meðan þú ert úti að ganga. Skrifaðu hana niður og meltu hana næstu vikurnar áður en þú vinnur úr henni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt ótrúlega auðvelt með samskipti við alls konar fólk. Kröfurnar eru ósagðar en eru engu að síður jafnraunverulegar og hvað annað. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Látið ekki hugfallast þótt góðir vinir láti einhver orð falla um ykkur sem þið eigið bágt með að kyngja. Leyfðu þeim líka að umvefja þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ágætt að eiga sér draum en hann getur aldrei leyst veruleikann af hólmi. Ef þið komust í gegnum síðasta ár þá kom- ist þið í gegnum allt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta gæti orðið svolítið erfiður dagur í vinnunni en það er þó ekkert sem þú ræður ekki við. Ef þú kemst hins vegar ekki hjá því skaltu vera vel á verði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vinir þínir skipta þig miklu máli svo þú skalt njóta návista þeirra svo oft sem þú hefur tækifæri til. Reyndu að hafa hemil á þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sum verkefni kalla á skrýtnar lausnir svo þú skalt ekki útiloka neitt í þeim efnum. Nú þegar þú þarfnast hennar réttir enginn fram hönd. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nýttu kraftana í að gera þitt nánasta umhverfi meira aðlaðandi núna. Hugsaðu upp 10 leiðir til þess og notaðu þær. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki á hreinu hvort þú velur út frá því hver þú ert eða öfugt. Reyndu að komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þetta skemmtilega kvæði kallarDavíð Hjálmar Haraldsson „Blámóðu frá Holuhrauni“: Ég fór út að skokka í sólskini og suðlægri átt, þó sýndist mér rokkið af móðu og allt var svo blátt. Heiðin var öldungis horfin í mistur og ryk og hrævarljós skinu með áleitnum brennisteinsfnyk. Ég andaði djúpt, fékk þá innvortis leiðinda tak, í augu kom sviði, úr vinstri nös hortaumur lak, tungan varð aum og í eyrum meir drundi og söng og útvortis var ég sem klipinn með glóandi töng. Ég heimleiðis sneri því hrelldur og kom mér í skjól, helaum og sár voru utanáliggjandi tól. Ég kíkti í spegil – á karli var andlitið blátt – og kjamsaði á harðfiski og smjöri – og náði mér brátt. Ég fann samt að ennþá var eitthvað það niðri í mér sem ólgaði líkt og ég væri að strokka þar smér. Á meinfýsna flugu ég blés er hún hlakkandi hló, hún hlunkaðist samstundis niður á gólfið – og dó. En einnig ég þurfti – sem auðvitað varla er synd og aðstæður kröfðust þess núna – ég leysti því vind og fann að mér létti til muna, það segi ég satt. Í sömu mund köttur að baki mér örendur datt. Ég skildi þá loksins að óloftið innan í mér er eitrað og stórhættulegt þeim sem kemur við hér. Dyrbjöllu hringir nú hálfvitinn nágranni minn. Ég heilsa með virktum og fagnandi býð honum inn. Eysteinn Pétursson hefur vakið athygli mína á því að vísa Sigur- línar Hermannsdóttur, sem hér birtist í gær, er sléttubönd. Og það sem meira er fágætlega vel kveðin sléttubönd, sem verða öndverðrar merkingar eftir því á hvorum end- anum er byrjað. Sólin brosir. Aldrei er úrugt veður sveita. Skjólin friðsæl. Hvergi hér hvessir milli leita. Eða: Leita milli hvessir hér hvergi friðsæl skjólin. Sveita veður úrigt er aldrei brosir sólin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Blámóða frá Holuhrauni og sléttubönd Í klípu BUBBA FANNST ÁNÆGJULEGT AÐ GERA MIKIÐ MÁL ÚR ÞVÍ AÐ HANN ÞYRFTI NÝ GLERAUGU. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SAGÐI: „ÉG VIL GIFTAST DÓTTUR ÞINNI ÞEGAR ÉG EIGNAST PENINGA“ OG HANN RÉTTI MÉR 2000 KR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að þrífa fingraförin þeirra af ísskápnum. ÉG HELD ÉG EIGI ENGAN OF ERFITT AÐ VELJA, HA? KINKAÐU BARA KOLLI OG BAKKAÐU HÆGT Í BURTU ÉG VAR AÐ KVARTA UNDAN ÞVÍ VIÐ HRÓLF AÐ ÉG ÆTTI ENGANN ALMENNILEGAN KJÓL TIL ÞESS AÐ FARA Í Í VEISLUR... HANN SPURÐI MIG: „HVAÐ ER AÐ ÞESSUM HVÍTA SEM ÞÚ VARST Í Í BRÚÐKAUPINU OKKAR?“ ÉG ER MEÐ SLÆMAR FRÉTTIR, ERTU SITJANDI? HVER ER UPPÁHALDS POLKINN ÞINN? UHH... Víkverji veltir því stundum fyrirsér hvort eggið sé farið að kenna hænunni. Ég skal hundur heita, er þekkt áminning, en er það svo slæmt að vera borinn saman við hund og lifa hundalífi? x x x Heimilishundur Víkverja var ekkigamall þegar hann byrjaði að tæta salernisrúllur í smæstu parta. Þetta var á þeim tíma þegar Reykja- víkurborg tók upp bláu tunnurnar og hótaði að tæma ekki gráu tunn- urnar ef pappír fyndist í ruslinu. Halda mátti að hundurinn væri að stríða borgarfulltrúum með þessu og því var honum gjarnan fyrirgefið um leið og pappírnum var sópað upp og honum hent í ruslið sem síðan fór í gráu tunnurnar. x x x Í Velvakanda var vakin athygli á þvífyrir skömmu að þegar íslenskir fjölmiðlar litu inn til fallega, fína og fræga fólksins sæist hvergi bók á heimilunum. Ekki menningunni fyr- ir að fara hjá þessu fólki. Aðra sögu er að segja af heimilishundi Vík- verja, sem hefur alla tíð verið umvaf- inn bókum og lætur sitt ekki eftir liggja, komist hann í feitt. Í stuttu máli „les“ hann bækurnar upp til agna í orðsins fyllstu merkingu. x x x Heimilishundur Víkverja þoldiekki fráfarandi ríkisstjórn og fann á sér hvar þingmenn og ráð- herrar þáverandi ríkisstjórnar bjuggu í nágrenninu. Hann sýndi hug sinn til dæmis með því að skíta fyrir utan heimili ákveðins ráðherra, alltaf á sama stað, en við stjórn- arskiptin hætti hann því. x x x Heimilishundur Víkverja rífur í sigskó sem hann nær í og kann ekki að meta og upp á síðkastið hef- ur hann tekið upp á því að gelta árla morguns. Víkverji þarf sinn átta tíma svefn og er allt annað en sáttur við að vakna of snemma, en fær þó að sofa út fyrir hundinum á sunnu- dögum. Það eru blaðberarnir sem pirra hundinn aðra morgna og þá verður ekki við neitt ráðið. Þetta er hundalíf. víkverji@mbl.is Víkverji Ég er ljós í heiminn komið svo að eng- inn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóhannesarguðspjall 12:46) Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku MYRKVAGLUGGATJÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.