Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. S E P T E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  225. tölublað  102. árgangur  GAMALDAGS SJARMI, SÍGILD HÖNNUN OG NÝJASTA TÆKNI HANDBOLTA- SKÓLI FYRIR UNGT FÓLK 48 SÍÐNA BLAÐAUKI UM HEIMILI OG HÖNNUN FRÁ ÍSLANDI TIL KIEL 10 „Þetta er ný aðferð og það er ennþá verið að þróa hana og betrumbæta en það er orðið algengt, sérstaklega í Evrópulöndunum, að nota þessa tækni,“ segir Arndís Sue Ching Löve, lyfjafræðingur og doktors- nemi, um faraldsfræði frárennslis- vatns; aðferðafræði sem hún hyggst nota til að meta neyslu ólöglegra fíkniefna og lyfseðilsskyldra lyfja í Reykjavík og nágrenni. Aðferðinni hefur ekki verið beitt áður hér á landi en Arndís segir að hana megi nota til að meta fíkniefna- neyslu í heilu samfélagi, með því að taka sýni í frárennslisstöðvum og bakreikna styrk efnanna í grömm á dag á hverja þúsund íbúa. Verkefnið vinnur hún m.a. í samstarfi við Land- læknisembættið og Orkuveitu Reykjavíkur sem mun sjá henni fyrir sýnum. Auk þess að meta neyslu fyrr- nefndra efna er eitt aðalmarkmið rannsóknarinnar að kynna til sög- unnar nýja aðferð til viðbótar við til að mynda spurningalista. „Kosturinn við þessa aðferð er líka sá að þú getur tekið sýni á einum sól- arhring og fengið niðurstöðuna strax. Og af því að þú ert fljótari að fá niðurstöður geturðu fylgst betur með breytingum á markaðnum,“ segir Arndís. MNeyslan áætluð út frá … »22 Mælir fíkniefni í skólpinu  Doktorsnemi hyggst beita nýrri aðferð til að meta neyslu ólöglegra ávana- og fíkniefna með því að mæla styrk efnanna í frárennslisvatni  Fær sýni frá OR Ný aðferð » Einn af kostum aðferð- arinnar er að hægt er að skima eftir nýjum tegundum efna. » Arndís er þátttakandi í stærra verkefni 20 ríkja sem ætlað er að auka gæði rann- sókna af þessu tagi. „Bárðarbunga situr mitt á heita reitn- um undir Íslandi,“ sagði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. „Heiti reiturinn byrjaði undir Síberíu fyrir svona 250 milljónum ára. Fleka jarð- skorpunnar hefur síðan rekið eins og fleka á vatni en heiti reiturinn er áfram á sama stað. Nú kraumar hann undir okkur. Einu sinni var Síbería yf- ir honum, svo Baffinseyja, síðan Grænland og nú Ísland.“ Að sögn Magnúsar Tuma Guð- mundssonar jarðeðlisfræðings er unnið að því að skipuleggja vaktir við gosstöðvarnar en 30-40 manna hópur sérfræðinga, tæknimanna og stúd- enta hefur komið að rannsóknum þar frá því gosið hófst. Að jafnaði eru þar 5-6 manns. „Menn reyna að gera þetta á sem hagkvæmastan hátt án þess að fórna öryggisþáttum,“ segir Magnús. Almannavarnir vinna að kostnaðar- greiningu vegna aðgerða á gossvæð- inu. Nú þegar er kostnaðurinn nærri 100 milljónum kr. Spár gera ráð fyrir því að hann geti hlaupið á hundruðum milljóna áður en yfir lýkur. Gosið virt- ist í gær svipað og undanfarið. Síðdeg- is í gær varð 5 stiga skjálfti í Bárð- arbungu og annar heldur stærri snemma í gærmorgun. »4 Undir er heitur reitur  Kostnaður þegar nærri 100 milljónum Með núverandi aðalskipulagi er ljóst að hugmyndir um íbúðabyggð munu ekki ná inn á Örfirisey á gildistíma þess til ársins 2030, að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Hafnarstjórnin sam- þykkti á fundi nýlega að tímaleng- ing lóðarleigusamnings olíubirgðastöðvarinnar fylgdi gild- istíma aðalskipulags Reykjavík- urborgar til ársins 2030. „Með nýju aðalskipulagi er sú stefnumörkun ljós að olíustöðin verður þarna þann tíma sem skipu- lagið gildir. Menn geta þá notað þann tíma til að velta vöngum yfir framtíðinni,“ segir Gísli en hug- myndir hafa öðru hvoru komið upp um flutning olíubirgðastöðvarinnar annað og um íbúðabyggð á svæð- inu. Gísli segir að Örfirisey sé tiltölu- lega hagkvæmur staður fyrir olíu- birgðastöðina miðað við þær flutn- ingsleiðir sem stærstur hluti eldsneytisins fer um. „Ef menn hafa hugmyndir um færslu hennar í framtíðinni þá liggur vandinn í að finna stað sem hentar, auk þeirrar fjárfestingar sem því myndi fylgja.“ omfr@mbl.is »9 Olíustöðin áfram í Örfirisey Örfirisey Fyrstu olíubirgðatank- arnir voru reistir árið 1951. Málskostnaðar- mál Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra gegn Seðlabanka Íslands mun kosta bankann á fjórðu milljón króna. Jón Helgi Egilsson, starf- andi formaður bankaráðs, stað- festi þetta í samtali við Morgunblað- ið í gær. Þau tíðindi urðu í málinu sl. þriðjudag að bankaráðið samþykkti að greiða ekki málskostnað Más vegna umrædds dómsmáls. Fram kemur í nýbirtu bréfi Más til bankaráðs að ef það hafni því að staðfesta kostnaðinn við dómsmálið sem rekstrarkostnað muni hann greiða SÍ þann útlagða kostnað sem ráðið telur rétt að hann geri. „Það þýðir ekki að ég afsali mér rétti til þess síðar meir að láta skoða aðra þætti heildarmálsins, svo sem málsmeðferð bankaráðs vorið 2010,“ skrifar Már sem gagnrýnir Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætis- ráðherra, fyrir að ganga á bak orða sinna í málinu. Már hyggst ekki tjá sig um málið. baldura@mbl.is »12 Már Guðmundsson Kostar SÍ milljónir  Seðlabankinn ber kostnað af máli Más  Grasflugbrautin á Kaldármelum gegnir mikilvægu hlutverki fyrir nemendur Flugskóla Íslands sem æfa þar lendingar og flugtök. ISAVIA gaf það út í sumar að af- skrá ætti flugbrautina sem þýðir að hún verður þá ekki lengur löggiltur lendingarstaður og flugvélum verð- ur því óheimilt að lenda á brautinni. Yfirkennari hjá Flugskóla Ís- lands segir að það skapi vandamál í kennslunni ef verið er að loka flug- brautum í næsta nágrenni við skól- ann í síauknum mæli. »14 Skapar vandamál fyrir flugkennsluna Að taka myndir af sjálfum sér, svokallaðar „sel- fie“, nýtur mikillar hylli um þessar mundir. Til að ná sem bestri sjálfsmynd er gott að hafa fram- lengingu á handleggnum eða svokallaða sjálfs- myndastöng. Slíkur búnaður virðist þó ekki vera búinn að ryðja sér til rúms hér á landi. Afgreiðslu- maður í ljósmyndavöruversluninni Beco sagði að þeir væru aðeins með stöng fyrir GoPro-vélar sem væri hægt að nota fyrir annarskonar myndavélar með sérstöku millistykki. Hann sagði stöngina að- allega keypta af veiðimönnum sem vilja geta stungið GoPro-vélinni ofan í vatn. Hjá vefversluninni Aukahlutir.net er hægt að kaupa sjálfsmyndastöng með bluetooth fyrir síma. Verslunin hóf sölu á þeim í síðustu viku svo ekki er komin reynsla á vinsældir búnaðarins á Ís- landi. Afgreiðslumaðurinn hjá Aukahlutum.net sagði að slíkar stangir sæjust mikið á vinsælum ferðamannastöðum í útlöndum en þá er stöngin notuð til að lyfta myndavélinni upp fyrir mann- fjöldann til að ná betri myndum. ingveldur@mbl.is Sjálfsmyndastöngin er mikill gleðigjafi Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.