Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Sjávarútvegsfyrirtækið Síldar- vinnslan í Neskaupstað hagnaðist um 46 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5,5 milljarða króna, á síð- asta ári. Dróst hagnaður félagsins saman um 10 milljónir dala frá fyrra ári. Fram kemur í ársreikningi Síld- arvinnslunnar, sem var nýlega skilað til fyrirtækjaskráar, að stjórn fyrir- tækisins leggi til að greiddur verði arður að fjárhæð 18 milljónir dala til hluthafa á þessu ári. Borgaði félagið jafnvirði 1,3 milljarða króna í tekju- skatt vegna afkomu síðasta árs. Stærstu hluthafar Síldarvinnsl- unnar eru Samherji (45%), Gjögur hf. (34%), og Samvinnufélag útgerð- armanna (11%). Samtals voru 294 hluthafar í félaginu í árslok 2013. Fyrirtækið er eitt það stærsta á Íslandi í veiðum og vinnslu á upp- sjávarfiski og jafnframt stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi hér- lendis. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu er Síldarvinnslan með þriðju mestu aflahlutdeild útgerðar- félaga, með samtals 5,2% af öllum út- hlutuðum afla. Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur Síldarvinnsl- unnar, að meðtöldum innlögðum eig- in afla, 232 milljónum dala og stóðu nánast í stað á milli ára. Rekstrar- tekjur í landvinnslu minnkuðu um 14 milljónir dala á meðan þær jukust um svipaða fjárhæð í útgerð. Eignir samstæðunnar eru um 372 milljónir dala og eigið fé ríflega 200 milljónir dala. Fjárhagsstaða fyrir- tækisins er því sterk og nam eigin- fjárhlutfallið 54% í lok árs 2013. Handbært fé jókst um liðlega 30 milljónir dala og nam tæplega 64 milljónum dala í árslok 2013. Á meðal dótturfélaga Síldar- vinnslunnar er útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum sem Síldarvinnslan keypti 2012. Fyrr á árinu ógilti Héraðsdómur Suðurlands hins vegar kaupin. hordur@mbl.is Síldarvinnslan hagn- ast um 5,5 milljarða  Hagnaður minnkar milli ára  2,2 milljarðar í arð til eigenda SVN Keypti uppsjávarveiðiskipið Malene S sem fékk nafnið Börkur NK 122. Opið: 8 :00-18 :00 mánud . til fim mtud. 8:00-1 7:00 föstud aga Er bílrúðan brotin eða skemmd? Við erum sérfræðingar í bílrúðuskiptum og viðgerðum á minni rúðutjónum. Erum í samvinnu við öll tryggingafélög landsins. Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Gott rval blaleigubla til slu. Komdu  heimskn eða skoðaðu heimasðuna; www.hyundai.is og smellir  flipann notaðir blar Smi 575 1200 ALLT AÐ 80% FJRMGNUN HYUNDAI i30 COMFORT Nýskr 06/2013, ekinn 49 þús. bensín, sjálfskiptur HYUNDAI I30 CLASSIC II Nýskr 05/2013, ekinn 44 þús. dísil, beinskiptur HYUNDAI I20 CLASSIC Nýskr 09/2013, ekinn 39 þús. bensín, beinskiptur HYUNDAI I20 CLASSIC Nýskr 06/2013, ekinn 52 þús. dísil, beinskiptur. verð kr. 2.190.000 HYUNDAI I20 CLASSIC Nýskr 06/2013, ekinn 45 þús. dísil, beinskiptur HYUNDAI I20 CLASSIC Nýskr 07/2013, ekinn 49 þús. bensín, beinskiptur. verð kr. 1.990.000 HYUNDAI I30 CLASSIC II Nýskr 05/2013, ekinn 53 þús. dísil, beinskiptur, verð kr. 2.690.000 VERÐ: 2.690.000 kr. VERÐ: 1.990.000 kr. TILBOÐSVERÐ: 1.990.000 kr. VERÐ: 2.190.000 kr. TILBOÐSVERÐ: 1.790.000 kr. TILBOÐSVERÐ: 2.440.000 kr. HYUNDAI VERÐ 3.290 þús. BLALEIGUBLAR HYUNDAI Kauptni 1 Kauptni 1- (Beint  mti IKEA) Nr. 120475 Nr. 120481 Nr. 120479 Nr. 120477 Nr. 170374 Nr. 120458 Nr. 120473 Vanskil útlána Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til einstaklinga héldu áfram að minnka í ágúst síðastliðnum en sam- tals voru tæplega 9% allra útlána sjóðsins í van- skilum. Á sama tíma fyrir ári var hlutfallið hins veg- ar 12,4%, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Sé aðeins litið til heimila, þá voru lið- lega 6% þeirra með fasteignalán sín hjá sjóðnum í vanskilum. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í ágúst á þessu ári námu 316 milljónum, en þar af voru 297 milljónir króna vegna almennra útlána. Hafa útlán sjóðsins minnkað umtalsvert á milli ára en á sama tíma árið 2013 námu almenn útlán 902 milljónum. Uppgreiðslur halda áfram að aukast hjá sjóðnum og námu þær 3,5 milljörðum króna í ágúst og jukust um 800 milljónir króna frá fyrra mánuði. Í lok ágúst átti Íbúðalánasjóður 2.040 fulln- ustueignir um allt land. Frá áramótum hafa 285 eign- ir bæst við eignasafn sjóðsins. Mikil aukning hefur orðið í sölu á eignum ÍLS en frá áramótum hefur sjóðurinn selt 819 eignir en á sama tímabili 2013 seldi hann aðeins 142 eignir. Íbúðalánasjóður leigir nú um stundir 920 eignir beint út og aðrar 450 eru í útleigu á vegum Leigu- félagsins Kletts. Því er umtalsverður meirihluti fulln- ustueigna ÍLS þegar í útleigu. Vanskil minnka enn hjá ÍLS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.