Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þungarokkshátíðin Rokkjötnar 2.1 verður haldin í Vodafonehöllinni á morgun, hátíð sem fyrst var haldin fyrir tveimur árum en þurfti að af- lýsa í fyrra, rokkurum til sárra von- brigða. Hátíðin snýr aftur með lát- um, átta þungarokkssveitir munu troða upp og þær ekki af verri end- anum: Melrakkar, In memoriam, Strigaskór nr. 42, Beneath, Brain Police, Sólstafir, Dimma og Skálm- öld. Hljómsveitirnar koma fram í þessari röð, Melrakkar hefja leik kl. 16 og Skálmöld lokar dagskránni, leikur frá kl. 23 til miðnættis. Íslenska þungarokkssenan hefur verið afar lífleg síðasta árið eða þar um bil, fimm hljómsveitanna sem koma fram á Rokkjötnum hafa ým- ist gefið út plötur á þeim tíma eða senda frá sér plötur á næstu mán- uðum. Strigaskór nr. 42 gáfu út Armadillo fyrir ári, Beneath sendu frá sér The Barren Throne í apríl sl., Dimma færði rokkurum Vélráð í október í fyrra og Sólstafir sendu frá sér Óttu nú í sumar. Þá er þriðja hljóðversskífa Skálmaldar, Með vættum, væntanleg í lok október og Brain Police ætlar að gefa út skífu í byrjun næsta árs . Það verða því væntanlega flutt mörg ný og níð- þung lög á Rokkjötnum 2.1. Múrinn brotinn „Rokkjötnar leggja áherslu á að gera íslensku þungarokki hátt undir höfði og hafa að leiðarljósi að sem allra flestir geti notið. Þannig er miðaverði stillt í hóf og fólk sem ekki hefur náð 18 ára aldri er vel- komið með forráðamönnum. Þessu er svo pakkað inn í glæsilega um- gjörð, risasvið og kraftmesta tækja- kost sem völ er á. Rokkjötnar vilja sjá íslenskt þungarokk vaxa og dafna enn frekar og eiga þá ósk heitasta að sem flestir taki þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir í tilkynn- ingu um Rokkjötna. Snæbjörn Ragnarsson, kallaður Bibbi, bassaleikari Skálmaldar og einn skipuleggjenda Rokkjötna, segir það mikilvægan hluta af hátíð- inni að setja íslenskt þungarokk í þá umgjörð sem það eigi skilið. Ís- lenskt þungarokk sé á heims- mælikvarða. „Þetta á að vera risa- stórt, í stóru húsi, á besta sviðinu með besta kerfið og ljósin og alla helstu tæknimennina sem allt kunna,“ segir Bibbi. – Er svona mikil gróska í íslensku þungarokki? „Það er nefnilega málið og stað- reynd sem fólk áttar sig kannski ekki endilega á. Þetta er skörinni ofar en það var, það eru allir farnir að gefa út alvöruplötur. Menn voru að gefa út styttri plötur og demó en núna er senan loksins orðin þannig að þetta er orðið alvöru. Allar þess- ar plötur sem eru komnar út núna gætu keppt við hvaða plötur sem er úti í heimi,“ segir Bibbi. Hættulausir og fara í sturtu – Hverju er það að þakka? „Kannski svolítið þessum hugs- unarhætti sem við erum að reyna að halda á lofti, að fá viðurkenningu á því að þetta sé músík sem allir geta hlustað á. Ég held að þetta sé að- eins að breytast og þá hugsanlega með nýrri kynslóð. Við ólumst upp við að hlusta á þungarokk og finnst það bara eðlilegt. Okkur sem erum orðin fullorðin, innan gæsalappa, finnst þetta ekki skrítið lengur þannig að þetta er ekki eins mikið bílskúrs-baktjaldamakk og það var,“ segir Bibbi. Skálmöld hafi t.a.m. lagt sig fram um að kynna þungarokkið og sýna fram á að það sé fyrir alla. „Að þetta sé ekki hættulegt fólk sem fer ekki í sturtu,“ útskýrir Bibbi og á þar við þungarokkara. Og Skálmöld hefur tekist vel að breiða út fagnaðarerindið, á tón- leikum hennar í Eldborg með Sin- fóníuhljómsveit Íslands og kórum í fyrra mátti sjá gesti allt frá leik- skólaaldri upp í eftirlaunaþega. „Okkur hefur tekist að brjóta þenn- an múr og fleiri hafa náð þar í gegn, Sólstafir og Dimma eru komnar á þennan stað.“ Bibbi segir það skemmtilegt við tónleika á borð við Rokkjötna að þeir séu um leið dálítil keppni. „Það vilja að sjálfsögðu allir vera besta bandið þannig að það koma allir stífæfðir og einhverjir verða örugg- lega með fulla vasa af sprengjum,“ segir hann og hlær. Vodafonehöllin verður opnuð kl. 15 á́ morgun og miðasala á Rokk- jötna 2.1 fer fram á midi.is. Með fulla vasa af sprengjum  Þungarokkshátíðin Rokkjötnar verður haldin öðru sinni á morgun  Íslenskt þungarokk sett í þá umgjörð sem það á skilið, segir Skálmeldingurinn Bibbi Melrakkar Félagarnir í hljómsveitinni Melrökkum verða fyrstir á svið á Rokkjötnum 2.1 á morgun. Frá vinstri: Björn Stefánsson, Bibbi, Aðalbjörn Tryggvason, Flosi Þorgeirsson og Bjarni M. Sigurðarson. Fyrstu tónleikar haustsins í tón- leikaröðinni Á ljúfum nótum í Laugarneskirkju verða í dag, föstu- dag klukkan 12 og taka þeir um hálfa klukkustund í flutningi. Flutt verða sönglög og píanóverk eftir Edvard Grieg. Flytjendur eru Þórunn Elín Pét- ursdóttir sópran og Magnús Ragn- arsson píanóleikari. Listrænn stjórnandi tónleikarað- arinnar er sem fyrr Lilja Eggerts- dóttir. Sönglög og píanó- verk eftir Grieg Dúó Þórunn Elín Pétursdóttir sópran og Magnús Ragnarsson píanóleikari. Stafrænn Hákon heldur í kvöld kl. 21 útgáfu- tónleika vegna Kælir varðhund, áttundu útgáfu Stafræns Hákons sem flokkast mætti sem afurð í fullri lengd, eins og segir í til- kynningu. Afurðin inniheldur átta spræk og rokkskotin lög. Í kvöld mun Loji einnig spila með hljóm- sveit sinni og Markús Bjarnason kemur fram með nýrri hljómsveit sinni, Strong Connection, og munu þeir auk þess slást í hópinn á sviði með Stafrænum Hákoni. Útgáfunni Kælir varðhund fagnað Ólafur Josephsson „Framandi fuglar á haustnæt- urhimni“ er yfirskrift hádegistón- leika Íslenska flautukórsins og Listasafns Íslands sem fram fara í dag í safninu kl. 12.10. Flytjendur eru flautuleikararnir Áshildur Har- aldsdóttir, Margrét Stefánsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Framandi fuglar Flaututríó Áshildur, Margrét og Þuríður. Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld fjallar um tónsmíðar sínar og feril í Sölvhóli í dag milli kl. 13.30 og 15.30. Fyrirlest- urinn er öllum opinn. Hildigunnur lauk prófi frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1989 með tónsmíðar sem aðalgrein og nam síðan tónsmíðar hjá Günter Friedrichs í Hamborg og Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaup- mannahöfn. Verk hennar hafa verið flutt í Evrópu, Ameríku, Eyjaálfu og víð- ar. Hún situr nú í stjórn Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og Tónskálda- félags Íslands og kennir við Listaháskóla Íslands, Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar og Suzuki- tónlistarskólann í Reykjavík. Fjallar um tónverk sín Hildigunnur Rúnarsdóttir fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta eykmeð tvír ðlahangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu hetBruc ta með hráskinku, balsam nmgrill uðu Miðjarðar- hafsgræ K r a b b a - salat f ðboskum kryddjurtum í brau B r u c h e t t a Mimeð jarðarhafs-tapende aR i s rækja á spjóti með peppadew Silunga hrogn ónmeð japönsku maj sinnepsrjóma-osti á bruchettuBirkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is MöndluMix og KasjúKurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott á salatið. Hollt oggott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Miðbúðinni, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.