Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Það er ekki oft sem glæpa-myndir koma þægilega áóvart, en það á við ummyndina Spígsporað. Reyndar væri nær að segja að hún kæmi óþægilega á óvart. Leikstjór- inn tekur sér góðan tíma í uppbygg- ingu, en undir niðri kraumar spenna. Varmennið í myndinni er sér á parti, fullt af hömlulausu ofbeldi, sem brýst fram eins og sprengigos, snöggt og ofsafengið. Myndin gerist í Austin í Texas og er mikill smábæjarbragur á henni. Webb situr í fangelsi. Þar stundar hann þá iðju að hringja í aldrað fólk, segjast vera löngu horfið barnabarn í vandræðum og véla út úr því peninga. Þegar hann er látinn laus úr fangelsi byrjar hann á að fara til kærustu sinnar, sem greinilega er full tor- tryggni enda lyktaði síðustu við- skiptum þeirra á því að hann nef- braut hana. Webb segir að það hafi verið slys, en því trúir enginn nema hann. Webb skuldar (smá)glæpafor- ingjanum í bænum peninga og nú þarf hann að borga eða hypja sig. James hefur flosnað upp úr há- skóla og er kominn til Austin til að búa hjá ömmu sinni. Hann er ekki fyrr kominn en hún fellur frá og James erfir allar hennar eignir. James sér undarlegar millifærslur af reikningum hennar og hrekkur við þegar skilaboð eru skilin eftir á sím- svara ömmu heitinnar þar sem rödd kynnir sig sem hann og segist vanta meiri peninga. Alex R. Johnson stígur í þessari fyrstu leiknu kvikmynd sinni vart feilspor. Hann kynnir persónur til sögunnar af alúð. Samband James við fyrrverandi ballettdansara, sem nú er danskennari, er vel útfært. Beth Bro- derick á frábæran leik í hlutverki hins lífsreynda dansara, sem verst ágangi kvæntra manna og fyllist móðurtilfinningum í garð hins unga manns. Reyndar standa allir leikarar í myndinni sig með prýði. James Landry Hébert stelur hins vegar sen- unni í hlutverki glæpamannsins Webbs. Hébert er ekkert vöðvabúnt, frekar hálfgert stöngulmenni, en af honum stafar afgerandi ógn frá upp- hafi. Hann er svo óútreiknanlegur að glæpaforinginn getur ekki einu sinni notað hann og vill losna við hann úr bænum. Þar spilar reyndar einnig inn í að hann er búinn að ná frá Webb kærustunni. Einu senurnar þar sem Webb er undirgefinn er þegar hann reynir að halda sig í náðinni hjá glæpaforingj- anum. Valdajafnvægið á hins vegar eftir að breytast þegar Webb kemst að því hvernig í pottinn er búið. Áhorfandinn veit að leiðir Webbs og James eiga eftir að skarast og þegar það gerist tekur myndin á rás. Ofbeldið er alltaf handan við hornið og maður vill helst snúa sér undan þegar Hébert birtist. Oft fer leik- stjórinn þó þá leið að sýna ekki það sem fram fer og hefur það ekkert minni áhrif en það sem sést. Spígsporað (myndin heitir Two- Step á ensku, sem er heiti á sveita- dansi, Texas Two-Step, sem dans- kennarinn hefur á námskrá sinni og kennir James) er glæsileg frumraun og kom fyrsta mynd Coen-bræðra, Blood Simple, upp í hugann. Unn- endur rökkurmynda ættu ekki að láta Spígsporað fram hjá sér fara og það kæmi ekki á óvart þótt þessi mynd myndi eignast dyggan aðdáendahóp. Viðskotaillt varmenni James Landry Hébert er sérlega ógnvekjandi í hlutverki Webbs í Two-Step og er engu síðri í túlkun fúlmenna en leikarar á borð við Robert Mitchum og Robert De Niro. Varmenni af verstu gerð RIFF-Bíó Paradís Spígsporað/Two-Step bbbbn Leikstjóri: Alex R. Johnson. Leikarar: Skyy Moore, James Landry Hébert, Beth Broderick, Jason Douglas, Ashley Spillers og Brady Coleman. Bandaríkin, 2014. 93 mín. Flokkur: Vitranir. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR 27.9.2014 - 17:30 Bíó Paradís 2 Spurt og svarað 28.9.2014 - 20:00 Bíó Paradís 3 Spurt og svarað 30.9.2014 - 22:00 Bíó Paradís 3 1.10.2014 - 13:30 Bíó Paradís 2 RIFF 2014 Mótettukór Hallgrímskirkju fagnar verð- launum sem kórinn hlaut í kórakeppni á Spáni í liðinni viku með tónleikum í kirkj- unni á sunnudag. Hefjast þeir klukkan 17 og er aðgangur ókeypis. Mótettukórinn vann til þrennra gull- verðlauna og Grand prix-verðlauna í al- þjóðlegu kórakeppninni Cancó Mediterr- ania, sem haldin er á hverju ári í Lloret de Mar hjá Barcelona. Tuttugu og tveir kórar með um átta hundruð kórsöngvurum voru skráðir til keppni, en keppt var í þremur aldursflokkum og fimm efnisflokkum. Mótettukórinn keppti í flokkunum „trúarleg tónlist“ og „þjóðleg tónlist“, auk þess sem kórinn keppti um besta flutning- inn á tónverki eftir Pablo Casals. Í ljós kom að kórinn varð hlutskarpastur í öllum þess- um keppnisflokkum. Á öllum tónleikunum í ferðinni hlaut hann afar góðar viðtökur.Verðlaunakór Mótettukórinn stillti sér upp með verðlaunagripina á Spáni. Fagna gullverðlaunum Furðulegt háttalag –★★★★★- HA, DV Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 27/9 kl. 13:00 7.k. Lau 18/10 kl. 13:00 15.k. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 28/9 kl. 13:00 8.k. Lau 18/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 28/9 kl. 16:30 9.k. Sun 19/10 kl. 13:00 16.k. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 4/10 kl. 13:00 10.k. Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 5/10 kl. 13:00 11.k. Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 5/10 kl. 16:30 12.k. Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 11/10 kl. 13:00 13.k. Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 12/10 kl. 13:00 14.k. Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sun 12/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/lina-langsokkur/ Bláskjár (Litla sviðið) Fim 2/10 kl. 20:00 5.k. Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 7/10 kl. 20:00 aukas. Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Gullna hliðið (Stóra sviðið) Fös 26/9 kl. 20:00 4.k. Fös 10/10 kl. 20:00 7.k. Fös 24/10 kl. 20:00 10.k. Fös 3/10 kl. 20:00 5.k. Fim 16/10 kl. 20:00 8.k. Fim 9/10 kl. 20:00 6.k. Fös 17/10 kl. 20:00 9.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/gullna-hlidid/ Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 26/9 kl. 20:00 2.k. Fös 10/10 kl. 20:00 10.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Sun 28/9 kl. 20:00 3.k. Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Þri 30/9 kl. 20:00 4.k. Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Mið 1/10 kl. 20:00 5.k. Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Fös 3/10 kl. 20:00 6.k. Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Sun 5/10 kl. 20:00 7.k. Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Mið 8/10 kl. 20:00 8.k. Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Fim 9/10 kl. 20:00 9.k. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/kenneth-mani/ Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið) Lau 27/9 kl. 20:00 1.k. Lau 4/10 kl. 20:00 2.k. Lau 11/10 kl. 20:00 2.k. Epískir tónleikar með leikhúsívafi. Aðeins þessar sýningar! Gaukar (Nýja sviðið) Fös 26/9 kl. 20:00 frumsýn. Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Sun 28/9 kl. 20:00 2.k. Fös 17/10 kl. 20:00 7.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fim 2/10 kl. 20:00 3.k. Lau 18/10 kl. 20:00 8.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k. Sun 5/10 kl. 20:00 4.k. Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Fös 10/10 kl. 20:00 5.k. Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/gaukar/ ★★★★ – SGV, MblHamlet – Róðarí (Aðalsalur) Sun 28/9 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Fim 9/10 kl. 20:00 Sun 19/10 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 28/9 kl. 14:00 Sun 12/10 kl. 14:00 Kameljón (Aðalsalur) Lau 27/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Lífið (Aðalsalur) Lau 18/10 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00 Sun 26/10 kl. 13:00 Sun 2/11 kl. 15:00 Sun 9/11 kl. 15:00 Sun 26/10 kl. 15:00 Lau 8/11 kl. 14:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is REDKENONLY SALON SALONVEH HÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI S. 568 7305 • SALONVEH.IS TÍMAPANTANIR HJÁ SALON VEH Í SÍMA 568-7305 Velkomin til SALON VEH VERTU VINUR OKKAR Á FACEBOOK Simbi Hildur Róbert Alda Sigurveig Bjarki StefánSalóme Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.