Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.09.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gengið hefur verið frá því að olíu- birgðastöð verður áfram staðsett í Örfirisey a.m.k. til ársins 2030. Hafnarstjórn Faxaflóahafna sam- þykkti á fundi nýlega að tímaleng- ing lóðarleigusamnings olíubirgða- stöðvarinnar fylgdi gildistíma aðalskipulags Reykjavíkurborgar til ársins 2030, sem gerir ráð fyrir að stöðin verði í Örfirisey. Fyrir hafnarstjórninni lá erindi Olíudreifingar ehf. um endurnýjun lóðaleigusamninga félagsins í Örfir- isey og sameiginlegra lóðarleigu- samninga ODR og Skeljungs hf. Verður þarna þann tíma sem skipulagið gildir „Með nýju aðalskipulagi er sú stefnumörkun ljós að olíustöðin verður þarna þann tíma sem skipu- lagið gildir. Menn geta þá notað þann tíma til að velta vöngum yfir framtíðinni,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli segir að Örfirisey sé til- töluleg hagkvæm staðsetning fyrir olíubirgðastöðina miðað við þær flutningsleiðir sem stærstur hluti eldsneytisins fer um. „Ef menn hafa hugmyndir um færslu hennar í framtíðinni þá liggur vandinn í að finna stað sem hentar, auk þeirrar fjárfestingar sem því myndi fylgja,“ segir Gísli. Heppilegasti staðurinn skv. öryggisúttekt fyrir fáum árum Gerð var mjög ítarleg öryggis- úttekt á olíubirgðastöðinni á ár- unum 2006-2007. Niðurstaða henn- ar var sú að Örfirisey væri besti staðurinn fyrir olíubirgðastöð, mið- að við óbreytt skipulag á svæðinu. „Það voru ýmsir valkostir varð- andi aðra staðsetningu skoðaðir en enginn þeirra kom betur út en Ör- firisey,“ segir Gísli. Fram kom í út- tektinni á þeim tíma að bæta þyrfti ástandið í olíubirgðastöðinni þar sem áhættugreining sérstakrar ráðgjafarstofu sýndi umtalsverða innri áhættu í alþjóðlegum sam- anburði en Örfirisey væri eftir sem áður besti kosturinn að öllu óbreyttu. Gísli segir mikilvægt að í skipu- lagi svæðisins felist ákveðin stað- festa um starfsemina á gildistíma þess, hvað sem síðar verði. Fyrir nokkrum árum voru uppi hugmyndir meðal borgaryfirvalda um að skipuleggja íbúðarbyggð í Örfirisey og á mögulegum lands- fyllingum. Þær hugmyndir runnu út í sandinn. ,,Með þessu aðal- skipulagi er ljóst að hugmyndir um íbúðarbyggð munu ekki ná inn á Örfirisey á þessu tímabili,“ segir Gísli. Fest í sessi í Örfirisey til 2030  Hafnarstjórn Faxaflóahafna samþykkir að framlengja lóðarleigusamning olíubirgðastöðvar í Örfir- isey út gildistíma aðalskipulags Reykjavíkurborgar  Hagkvæm staðsetning miðað við flutningsleiðir Morgunblaðið/Ómar Örfirisey Framtíð olíubirgðastöðvarinnar hefur oft komið til umræðu. Árið 2007 bar verkefnisstjórn saman áhættu og kostnað við 14 aðra staðarvalskosti og taldi áframhaldandi rekstur stöðvarinnar í Örfirisey besta kostinn. Verkefnisstjórn var árið 2006 falið að greina og meta áhættu af starfseminni í Örfir- isey og af olíuflutningum frá henni og bera saman við 14 aðra staðarvalkosti. Mælti hópurinn með áframhaldandi rekstri í Örfirisey. Hugmyndir voru þá uppi meðal meirihlutans í borgarstjórn um íbúðarbyggð í Örfirisey og á mögulegum landfyllingum þegar nið- urstaðan lá fyrir 2007. Haft var eftir þáverandi formanni borgarráðs og stjórnarfor- manni Faxaflóahafna, Birni Inga Hrafnssyni, að skýrslan væri mikilvægt innlegg í um- ræðuna um uppbyggingu og framtíð í Örfirisey. Sjálfur væri hann þeirrar skoðunar að núverandi staðsetning gengi ekki til lengri framtíðar. Áform um íbúðarbyggð FRAMTÍÐARSTAÐSETNING mbl.is Á síðustu árum hefur almenningur safnað birkifræjum fyrir Hekluskóga. Eftir rakt haust er fræið enn á birkitrjánum og kjörið að safna í lok september og fram í október. Birkifræjum sem safnast verður sáð í haust í lítt gróin svæði á starfssvæði Hekluskóga. Svæði þar sem erfitt er að gróðursetja, t.d. í hraunum, eru nýtt til sáninga. Árangur sán- inganna tekur nokkur ár að koma í ljós en er þó ágætur eins og meðfylgjandi mynd af birkiplöntu sem sáð var árið 2008 sýnir. Endurvinnslan hf. tekur við þeim birkifræjum sem safnað er í móttöku- stöðvum Endurvinnslunnar hf. að Knarrarvogi 4, Dalvegi 28, Hraunbæ 123 og kemur þeim til Hekluskóga. Í ár gróðursetja Hekluskógar 330 þúsund plöntur sem er heldur meira en undanfarin ár auk þess að dreifa um 175 tonnum af kjötmjöli til uppgræðslu. Birkifræjum safnað til Hekluskóga VERTU VAKANDI! blattafram.is 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 www.facebook.com/HYGEA Ný sending af töskum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.